Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 17. maí 2025 08:02 Margir í mínu umhverfi ferðast hvað mest um á hjóli og ótrúlegt en satt þá er þetta duglega fólk búsett í Breiðholti og vinnur niður í bæ eins og ég sjálf. Þetta er hægt vegna þess að sátt hefur verið um gönguvæna borg og hugmyndina um 15 mínútna hverfið. Töluverðir fjármunir hafa verið lagðir í hjólastíga í borginni. Öll þessi stóru og frábæru verkefni byggja á mjög veikum grunni, þ.e. gangstéttum og göngustígum úthverfa. Innviðaskuld Stór hluti gangstétta í borginni hafa aldrei verið endurnýjaðir þó svo að þörfin sé öllum ljós. Þannig má nefna að gangstéttir í mínu allra besta Breiðholti eru margar hverjar yfir 40 ára gamlar, sumar þeirra hafa verið sprungnar og að möl komnar síðan ég var barn, til dæmis stígar við Eyjabakka í neðra Breiðholti. Mikið er rætt um innviðaskuldir og er þetta sannarlega slík skuld. Ég hef óskað eftir nákvæmari yfirsýn um stöðu gangstétta í borgarlandinu. Svörin voru þau að áætla mætti að kostnaður við viðgerðir á þeim stéttum sem eru gerónýtar í borgarlandinu myndu kosta um 2,3 milljarða! En á það aðeins við þær sem eru minna en 10% í lagi. Þýðir það þá að það sé bara best að gera ekki neitt? Skuldin er svo mikil að það tekur því varla að byrja? Nei nú hljótum við að þurfa að forgangsraða í þau verkefni sem snerta daglegt líf okkar. Í stóra samhenginu er þetta ekki veruleg fjárfesting. Með sól á himni fjölgar notendum gangstétta á öllum aldri og hvað þá fjöldi þeirra barna sem renna um á reiðfák inn í sumarið. Tryggjum öllum Reykvíkingum aðgengi Hvað með ungmenninn okkar? Mörg hver ferðast auðvitað um á fótum og hjóli og enn fleiri á rafmagnshlaupahjólum. Það undirlag sem við bjóðum þeim er ekki upp á marga fiska, stórhætta getur skapast af því að fara um ójafnar og slitnar gangstéttir hvort sem er á hjóli, hlaupahjóli eða fótgangandi, svo ekki sé litið til fólks eins og mín með skerta hreyfigetu. Það er algjörlega vonlaust að ganga á almennum göngustígum í hverfinu og það sorglega er að þetta er ekki bara vandamál í Breiðholtinu. Þetta á við um flest úthverfin kannski að undanskildum þeim nýjustu. Fólk með skerta hreyfigetu býr um alla borg og á það við um fólk á öllum aldri, en tel ég þó að við þurfum sérstaklega að horfa til þeirra sem eldri eru. Hreyfing er lykilatriði í vellíðan eldri borgara. Aftur á móti eru margir í þeirri stöðu að geta ekki með góðu móti gengið án stuðnings og verður þá undirlagið að styðja við að ferðalagið sé bæði ánægjulegt og hættulaust, svo ekki sé gleymt hinum fagurfræðilegu sjónarmiðum en þessar sprungnu stéttir eru engin augnaprýði. Aðrir sem nýtast við stoðtæki til að komast á milli staða eru okkar yngsta fólk, sem ný mætt eru í heiminn og eru oftar en ekki keyrð um í kerrum og vögnum. Hvort sem það flokkist sem almenn stoðtæki eða ekki, eru þau sannarlega nýtt til að auðvelda samgöngur. Að þessar stundir séu ánægjulegar og hreinlega færar okkar yngsta fólki er líka eitthvað sem vert er að horfa til, við viljum ekki hvíla þau á torfærubrautum með tilheyrandi hristingi og hossum. Hvað er hægt að gera? En hver á þessar stéttir og þessa stíga? Það er eitthvað sem við erum ekkert alltaf viss um. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á Borgarvefsjá á slóðinni https://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/. Hægt er að fara í valmyndina beint undir Reykjavíkurmerkinu vinstra megin og valið „Eigandi gatna og stíga.“ Stígar Reykjavíkur eru bláir. Einnig er hægt að slá götuheitinu í leitarglugganum í hægra horni og sjá hvort stígurinn sé verkefni sem húsfélagið eða eigandinn gæti tekið sig til og lagfært. Ef við viljum borg sem býður upp á fjölbreytta fararmáta verðum við að byrja á að styrkja beinagrindina sem heldur borginni saman! Það eru ekki bara vegaframkvæmdir. Beinagrindin er að tvöfaldast og þörf á jafnri áherslu á viðhald gangstétta og akreina. Þannig byggjum við sterkari borg sem hentar fyrir fjölbreyttari íbúa flóru og fjölbreyttari faramáta. Ekki er síður mikilvægt að góðir og vel hirtir stígar eru ómissandi fyrir ásýnd fallegrar borgar. Hvet ég borgarbúa til að senda inn ábendingar um slæmar gangstéttir og stíga í eigu borgarinnar á https://abendingar.reykjavik.is/ og byggjum þannig saman betri borg sem hægt er að ferðast um með fjölbreyttum leiðum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Viðreisn Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Margir í mínu umhverfi ferðast hvað mest um á hjóli og ótrúlegt en satt þá er þetta duglega fólk búsett í Breiðholti og vinnur niður í bæ eins og ég sjálf. Þetta er hægt vegna þess að sátt hefur verið um gönguvæna borg og hugmyndina um 15 mínútna hverfið. Töluverðir fjármunir hafa verið lagðir í hjólastíga í borginni. Öll þessi stóru og frábæru verkefni byggja á mjög veikum grunni, þ.e. gangstéttum og göngustígum úthverfa. Innviðaskuld Stór hluti gangstétta í borginni hafa aldrei verið endurnýjaðir þó svo að þörfin sé öllum ljós. Þannig má nefna að gangstéttir í mínu allra besta Breiðholti eru margar hverjar yfir 40 ára gamlar, sumar þeirra hafa verið sprungnar og að möl komnar síðan ég var barn, til dæmis stígar við Eyjabakka í neðra Breiðholti. Mikið er rætt um innviðaskuldir og er þetta sannarlega slík skuld. Ég hef óskað eftir nákvæmari yfirsýn um stöðu gangstétta í borgarlandinu. Svörin voru þau að áætla mætti að kostnaður við viðgerðir á þeim stéttum sem eru gerónýtar í borgarlandinu myndu kosta um 2,3 milljarða! En á það aðeins við þær sem eru minna en 10% í lagi. Þýðir það þá að það sé bara best að gera ekki neitt? Skuldin er svo mikil að það tekur því varla að byrja? Nei nú hljótum við að þurfa að forgangsraða í þau verkefni sem snerta daglegt líf okkar. Í stóra samhenginu er þetta ekki veruleg fjárfesting. Með sól á himni fjölgar notendum gangstétta á öllum aldri og hvað þá fjöldi þeirra barna sem renna um á reiðfák inn í sumarið. Tryggjum öllum Reykvíkingum aðgengi Hvað með ungmenninn okkar? Mörg hver ferðast auðvitað um á fótum og hjóli og enn fleiri á rafmagnshlaupahjólum. Það undirlag sem við bjóðum þeim er ekki upp á marga fiska, stórhætta getur skapast af því að fara um ójafnar og slitnar gangstéttir hvort sem er á hjóli, hlaupahjóli eða fótgangandi, svo ekki sé litið til fólks eins og mín með skerta hreyfigetu. Það er algjörlega vonlaust að ganga á almennum göngustígum í hverfinu og það sorglega er að þetta er ekki bara vandamál í Breiðholtinu. Þetta á við um flest úthverfin kannski að undanskildum þeim nýjustu. Fólk með skerta hreyfigetu býr um alla borg og á það við um fólk á öllum aldri, en tel ég þó að við þurfum sérstaklega að horfa til þeirra sem eldri eru. Hreyfing er lykilatriði í vellíðan eldri borgara. Aftur á móti eru margir í þeirri stöðu að geta ekki með góðu móti gengið án stuðnings og verður þá undirlagið að styðja við að ferðalagið sé bæði ánægjulegt og hættulaust, svo ekki sé gleymt hinum fagurfræðilegu sjónarmiðum en þessar sprungnu stéttir eru engin augnaprýði. Aðrir sem nýtast við stoðtæki til að komast á milli staða eru okkar yngsta fólk, sem ný mætt eru í heiminn og eru oftar en ekki keyrð um í kerrum og vögnum. Hvort sem það flokkist sem almenn stoðtæki eða ekki, eru þau sannarlega nýtt til að auðvelda samgöngur. Að þessar stundir séu ánægjulegar og hreinlega færar okkar yngsta fólki er líka eitthvað sem vert er að horfa til, við viljum ekki hvíla þau á torfærubrautum með tilheyrandi hristingi og hossum. Hvað er hægt að gera? En hver á þessar stéttir og þessa stíga? Það er eitthvað sem við erum ekkert alltaf viss um. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á Borgarvefsjá á slóðinni https://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/. Hægt er að fara í valmyndina beint undir Reykjavíkurmerkinu vinstra megin og valið „Eigandi gatna og stíga.“ Stígar Reykjavíkur eru bláir. Einnig er hægt að slá götuheitinu í leitarglugganum í hægra horni og sjá hvort stígurinn sé verkefni sem húsfélagið eða eigandinn gæti tekið sig til og lagfært. Ef við viljum borg sem býður upp á fjölbreytta fararmáta verðum við að byrja á að styrkja beinagrindina sem heldur borginni saman! Það eru ekki bara vegaframkvæmdir. Beinagrindin er að tvöfaldast og þörf á jafnri áherslu á viðhald gangstétta og akreina. Þannig byggjum við sterkari borg sem hentar fyrir fjölbreyttari íbúa flóru og fjölbreyttari faramáta. Ekki er síður mikilvægt að góðir og vel hirtir stígar eru ómissandi fyrir ásýnd fallegrar borgar. Hvet ég borgarbúa til að senda inn ábendingar um slæmar gangstéttir og stíga í eigu borgarinnar á https://abendingar.reykjavik.is/ og byggjum þannig saman betri borg sem hægt er að ferðast um með fjölbreyttum leiðum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar