Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. maí 2025 14:28 Kristrún Frostadóttir og aðrir leiðtogar Norðurlanda. Forsætisráðuneyti Finnlands/Lauri Heikkinen Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir öll Norðurlönd standa frammi fyrir ákveðnum áskorunum, eins og öryggis- og vandamálum og sömuleiðis samfélagslegum áskorunum. Sömuleiðis hafi verið að ræða samkeppnishæfni en fulltrúar atvinnulífsins á Norðurlöndum tóku þátt í fundinum. „Það liggur alveg fyrir að margt sem þarf að gera, til dæmis í öryggis- og varnarmálum hefur tvíhliða notkun. Þetta snýst ekki bara um beinharðar varnir heldur líka hvernig við styrkjum áfallaþol samfélagsins, vegi og hafnir og flugvelli getum við notað í varnartengdum tilgangi,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Kristrún segir atvinnulífið geta átt aðkomu þar en sömuleiðis hvað varðar það að auka öryggisvitund í samfélaginu og það geri Íslendingum betur kleift að takast á við stórar ákvarðanir. Talið er að á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar verði lagt til að fjárútlát til varnarmála hjá aðildarríkjum verði 3,5 prósent fyrir árið 2032. Við það eigi svo að bætast 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Úkraína var einnig til tals á fundinum og þar á meðal árásir Rússa á ríkið yfir helgina og ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um Vladimír Pútin, kollega hans í Rússlandi. Kristún segir leiðtogana líta það jákvæðum augum að Trump átti sig á því að Pútín sé ekki allur sem séður. Sjá einnig: Mestu árásirnar hingað til, aftur „Þetta er það sem þessi hópur landi hefur lengi haldið fram. Að honum sé ekki treystandi og það þurfti að tryggja aðkomu fleiri aðila að samningaborðinu til þess að koma honum líka niður í sætið.“ Hún sagði leiðtogana vona að ummæli Trumps gefi til kynna að von sé á frekari viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi frá Bandaríkjunum. „Það fyrst færi að hafa veruleg áhrif.“ Náin tengsl ekki sjálfgefin Eftir fund þeirra var haldinn blaðamannafundur þar sem farið var yfir það sem rætt var um. Þar tóku allir leiðtogarnir til máls og kom í ljós að innrás Rússa í Úkraínu og ógnin sem stafar af Rússlandi, og auknar fjárveitingar til varnarmála, var mikið rædd á fundinum. Þegar Kristrún tók fyrst til máls sagði hún mikilvægt að hafa í huga að náin tengsl Norðurlandanna væru merkileg. Það væri alls ekki sjálfsagður hlutur og að þessar þjóðir hefðu sameiginleg gildi sem þau þyrftu að standa vörð um. Hún sagði heiminn vera að breytast og þessi samstaða og sameiginlegu gildi skipti mál. Vísaði hún til þeirrar öryggisógnar sem rædd hefði verið á fundinum og sagði að sannfæra þyrfti þjóðir Norðurlanda um það af hverju öryggis- og varnarmál skiptu máli. „Ég get sagt það, komandi frá Íslandi, að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta litið til nágranna okkar og sagt: „Þetta er það sem norrænir félagar okkar eru að gera“.“ Hún tók málefni Grænlands sem dæmi. Ísland væri nágranni Grænlands og smáríki. Það væri Íslendingum mjög mikilvægt að Norðurlöndin stæðu saman vörð um alþjóðalög. Áhugasamir geta horft á fundinn hér á vef Forsætisráðuneytis Finnlands. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Grænland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir öll Norðurlönd standa frammi fyrir ákveðnum áskorunum, eins og öryggis- og vandamálum og sömuleiðis samfélagslegum áskorunum. Sömuleiðis hafi verið að ræða samkeppnishæfni en fulltrúar atvinnulífsins á Norðurlöndum tóku þátt í fundinum. „Það liggur alveg fyrir að margt sem þarf að gera, til dæmis í öryggis- og varnarmálum hefur tvíhliða notkun. Þetta snýst ekki bara um beinharðar varnir heldur líka hvernig við styrkjum áfallaþol samfélagsins, vegi og hafnir og flugvelli getum við notað í varnartengdum tilgangi,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Kristrún segir atvinnulífið geta átt aðkomu þar en sömuleiðis hvað varðar það að auka öryggisvitund í samfélaginu og það geri Íslendingum betur kleift að takast á við stórar ákvarðanir. Talið er að á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar verði lagt til að fjárútlát til varnarmála hjá aðildarríkjum verði 3,5 prósent fyrir árið 2032. Við það eigi svo að bætast 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Úkraína var einnig til tals á fundinum og þar á meðal árásir Rússa á ríkið yfir helgina og ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um Vladimír Pútin, kollega hans í Rússlandi. Kristún segir leiðtogana líta það jákvæðum augum að Trump átti sig á því að Pútín sé ekki allur sem séður. Sjá einnig: Mestu árásirnar hingað til, aftur „Þetta er það sem þessi hópur landi hefur lengi haldið fram. Að honum sé ekki treystandi og það þurfti að tryggja aðkomu fleiri aðila að samningaborðinu til þess að koma honum líka niður í sætið.“ Hún sagði leiðtogana vona að ummæli Trumps gefi til kynna að von sé á frekari viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi frá Bandaríkjunum. „Það fyrst færi að hafa veruleg áhrif.“ Náin tengsl ekki sjálfgefin Eftir fund þeirra var haldinn blaðamannafundur þar sem farið var yfir það sem rætt var um. Þar tóku allir leiðtogarnir til máls og kom í ljós að innrás Rússa í Úkraínu og ógnin sem stafar af Rússlandi, og auknar fjárveitingar til varnarmála, var mikið rædd á fundinum. Þegar Kristrún tók fyrst til máls sagði hún mikilvægt að hafa í huga að náin tengsl Norðurlandanna væru merkileg. Það væri alls ekki sjálfsagður hlutur og að þessar þjóðir hefðu sameiginleg gildi sem þau þyrftu að standa vörð um. Hún sagði heiminn vera að breytast og þessi samstaða og sameiginlegu gildi skipti mál. Vísaði hún til þeirrar öryggisógnar sem rædd hefði verið á fundinum og sagði að sannfæra þyrfti þjóðir Norðurlanda um það af hverju öryggis- og varnarmál skiptu máli. „Ég get sagt það, komandi frá Íslandi, að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta litið til nágranna okkar og sagt: „Þetta er það sem norrænir félagar okkar eru að gera“.“ Hún tók málefni Grænlands sem dæmi. Ísland væri nágranni Grænlands og smáríki. Það væri Íslendingum mjög mikilvægt að Norðurlöndin stæðu saman vörð um alþjóðalög. Áhugasamir geta horft á fundinn hér á vef Forsætisráðuneytis Finnlands.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Grænland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira