Nei, það verður ekki að vera Ísrael, það er Ísrael Einar Ólafsson skrifar 2. júní 2025 06:01 „Verður það að vera Ísrael?“ spyr alþjóðastjórnmálafræðingurinn Hjörtur J. Guðmundsson í grein á Vísi 30. maí síðastliðinn. Þar vísar hann til þess að fyrir tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og beittu þar miklu ofbeldi en meðan á því gekk heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. „Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar?“ spyr hann. „Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael?“ Spurningunni er beint til mín eins og allra hinna fjölmörgu sem hafa mótmælt yfirgengilegu ofbeldi Ísraels á Gasa að undanförnu. Reyndar finnst mér svolítið einkennilegt að alþjóðastjórnmálafræðingur skuli þurfa að fá svör við þessari spurningu. Mér hefur vissulega fallið það þungt hversu lítils ég má mín gagnvart öllu því ofbeldi sem viðgengst víða um heim. Það mætti líka spyrja hvers vegna séu ekki tíðar mótmælagöngur í Reykjavík vegna þess ofbeldis sem almennir borgarar í Súdan mega þola svo vísað sé til ástands sem er ekki síður alvarlegt en á Gasa. En munurinn er sá að ástandið í Súdan stafar af borgarastríði þar sem við eða þau ríki sem við erum tengdust geta lítil áhrif haft. Eflaust gætu þó áhrifamikil ríki og ríkjasambönd eins og Bandaríkin og Evrópusambandið beitt sér meir og það væri kannski full ástæða til að þrýsta meir á aðgerðir af þeirra hálfu. Stríðið í Sýrlandi frá árinu 2011 hefur verið ansi flókið og dæmið um flóttamannabúðirnar Yarmouk er einungis eitt af skelfilegum atburðum sem þar hafa átt sér stað. Það hefur hreint ekki verið einhugur um hverjum er þar um að kenna, flestir þó sammála um að það sé engum einum, en ýmsir íslamskir vígahópar hafa sannarlega komið þar við sögu. Sjálfur tók ég reyndar þátt í þýðingu bókar, Stríðið gegn Sýrlandi (The Dirty war on Syria), (2018) þar sem sýnt er fram á ábyrgð vesturveldanna, einkum Bandaríkjanna, á því stríði. Sú greining hefur þó verið umdeild og hvað sem um hana má segja hafa margir aðrir komið þar við sögu. Hvað sem því líður, þá hefði það satt að segja verið til lítils að við sem nú mótmælum ofbeldinu á Gasa hefðum tekið upp einhverjar mótmælaaðgerðir gegn íslömskum vígamönnum sem réðust inn í flóttamannabúðir Palestínumanna mitt í stríðinu í Sýrlandi árið 2015. Ég held það þurfi ekki próf í alþjóðastjórnmálafræði til að sjá það. Með tilliti til alþjóðastjórnmála er staðan á Gasa núna hinsvegar allt önnur. Ísrael hefur allt frá stofnun ríkisins verið í nánu sambandi við Evrópu og Bandaríkin. Bandaríkin sjá Ísrael fyrir um 60% af þeim vopnum sem þeir framleiða ekki sjálfir. Þýskaland sér þeim fyrir um um 30%. Um þriðjungur utanríkisviðskipta Ísraels er við Evrópusambandið. Margt bendir til að Bandaríkin og Evrópusambandið hefðu getað komið í veg fyrir þjóðarmorðið á Gasa með samstilltum aðgerðum. Og gætu stöðvað það nú. Ísland hefur alltaf haft góð samskipti við Ísrael og Bandaríkin og Evrópusambandið eru meðal nánustu samstarfsríkja Íslands. Þess vegna hefur það eitthvað upp á sig að hafa hátt um þetta nú, taka undir með þeim í Evrópu og Bandaríkjunum sem krefjast aðgerða, hvetja íslenska ráðamenn til að láta í sér heyra og hvetja til sniðgöngu gagnvart Ísrael. Við áttum enga slíka möguleika gagnvart vígamönnum Ríkis íslams sem réðust inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk fyrir rétt rúmum tíu árum síðan. Ég ætla ekki að elta ólar við athugasemd greinarhöfundar um að við höfum ekki „gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza“ en vil bara benda á að hvaða álit sem menn hafa á Hamas og jafnvel þótt einhverjir vilji taka undir með stjórn Ísraels að það sé nauðsynlegt að uppræta Hamas, þá getur það aldrei réttlætt þjóðarmorð á íbúum Gasa. Sífelld tilvísun ráðamanna á Vesturlöndum til óréttlætanlegra aðgerða Hamas 7. október 2023 og rétt Ísraels til sjálfsvarnar er hörmuleg réttlæting á þeirri skelfingu sem nú ríkir á Gasa og aðgerðarleysinu gagnvart henni. Svona rétt í lokin: Ég hef aldrei orðið var við þá gyðingaandúð, sem greinarhöfundur víkur að í lok greinar sinnar, og er líklega niðurstaða hans og meginatriðið. Hjá öllum þeim fjölmörgu sem ég hef verið í sambandi við um áratuga skeið í mótmælum gegn ofbeldi Ísraels gagnvart Palestínumönnum. Ég hef enga séð tengja gyðinga almennt við það ofbeldi nema þá sem gagnrýna þessi mótmæli og tengja þau við gyðingaandúð. Við þá segi ég: fyrir alla muni, hættið að tengja gyðinga almennt við glæpaverk Ísraels. Hættið að kynda undir gyðingaandúð. Höfundur er ljóðskáld og fyrrverandi bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sýrland Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
„Verður það að vera Ísrael?“ spyr alþjóðastjórnmálafræðingurinn Hjörtur J. Guðmundsson í grein á Vísi 30. maí síðastliðinn. Þar vísar hann til þess að fyrir tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og beittu þar miklu ofbeldi en meðan á því gekk heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. „Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar?“ spyr hann. „Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael?“ Spurningunni er beint til mín eins og allra hinna fjölmörgu sem hafa mótmælt yfirgengilegu ofbeldi Ísraels á Gasa að undanförnu. Reyndar finnst mér svolítið einkennilegt að alþjóðastjórnmálafræðingur skuli þurfa að fá svör við þessari spurningu. Mér hefur vissulega fallið það þungt hversu lítils ég má mín gagnvart öllu því ofbeldi sem viðgengst víða um heim. Það mætti líka spyrja hvers vegna séu ekki tíðar mótmælagöngur í Reykjavík vegna þess ofbeldis sem almennir borgarar í Súdan mega þola svo vísað sé til ástands sem er ekki síður alvarlegt en á Gasa. En munurinn er sá að ástandið í Súdan stafar af borgarastríði þar sem við eða þau ríki sem við erum tengdust geta lítil áhrif haft. Eflaust gætu þó áhrifamikil ríki og ríkjasambönd eins og Bandaríkin og Evrópusambandið beitt sér meir og það væri kannski full ástæða til að þrýsta meir á aðgerðir af þeirra hálfu. Stríðið í Sýrlandi frá árinu 2011 hefur verið ansi flókið og dæmið um flóttamannabúðirnar Yarmouk er einungis eitt af skelfilegum atburðum sem þar hafa átt sér stað. Það hefur hreint ekki verið einhugur um hverjum er þar um að kenna, flestir þó sammála um að það sé engum einum, en ýmsir íslamskir vígahópar hafa sannarlega komið þar við sögu. Sjálfur tók ég reyndar þátt í þýðingu bókar, Stríðið gegn Sýrlandi (The Dirty war on Syria), (2018) þar sem sýnt er fram á ábyrgð vesturveldanna, einkum Bandaríkjanna, á því stríði. Sú greining hefur þó verið umdeild og hvað sem um hana má segja hafa margir aðrir komið þar við sögu. Hvað sem því líður, þá hefði það satt að segja verið til lítils að við sem nú mótmælum ofbeldinu á Gasa hefðum tekið upp einhverjar mótmælaaðgerðir gegn íslömskum vígamönnum sem réðust inn í flóttamannabúðir Palestínumanna mitt í stríðinu í Sýrlandi árið 2015. Ég held það þurfi ekki próf í alþjóðastjórnmálafræði til að sjá það. Með tilliti til alþjóðastjórnmála er staðan á Gasa núna hinsvegar allt önnur. Ísrael hefur allt frá stofnun ríkisins verið í nánu sambandi við Evrópu og Bandaríkin. Bandaríkin sjá Ísrael fyrir um 60% af þeim vopnum sem þeir framleiða ekki sjálfir. Þýskaland sér þeim fyrir um um 30%. Um þriðjungur utanríkisviðskipta Ísraels er við Evrópusambandið. Margt bendir til að Bandaríkin og Evrópusambandið hefðu getað komið í veg fyrir þjóðarmorðið á Gasa með samstilltum aðgerðum. Og gætu stöðvað það nú. Ísland hefur alltaf haft góð samskipti við Ísrael og Bandaríkin og Evrópusambandið eru meðal nánustu samstarfsríkja Íslands. Þess vegna hefur það eitthvað upp á sig að hafa hátt um þetta nú, taka undir með þeim í Evrópu og Bandaríkjunum sem krefjast aðgerða, hvetja íslenska ráðamenn til að láta í sér heyra og hvetja til sniðgöngu gagnvart Ísrael. Við áttum enga slíka möguleika gagnvart vígamönnum Ríkis íslams sem réðust inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk fyrir rétt rúmum tíu árum síðan. Ég ætla ekki að elta ólar við athugasemd greinarhöfundar um að við höfum ekki „gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza“ en vil bara benda á að hvaða álit sem menn hafa á Hamas og jafnvel þótt einhverjir vilji taka undir með stjórn Ísraels að það sé nauðsynlegt að uppræta Hamas, þá getur það aldrei réttlætt þjóðarmorð á íbúum Gasa. Sífelld tilvísun ráðamanna á Vesturlöndum til óréttlætanlegra aðgerða Hamas 7. október 2023 og rétt Ísraels til sjálfsvarnar er hörmuleg réttlæting á þeirri skelfingu sem nú ríkir á Gasa og aðgerðarleysinu gagnvart henni. Svona rétt í lokin: Ég hef aldrei orðið var við þá gyðingaandúð, sem greinarhöfundur víkur að í lok greinar sinnar, og er líklega niðurstaða hans og meginatriðið. Hjá öllum þeim fjölmörgu sem ég hef verið í sambandi við um áratuga skeið í mótmælum gegn ofbeldi Ísraels gagnvart Palestínumönnum. Ég hef enga séð tengja gyðinga almennt við það ofbeldi nema þá sem gagnrýna þessi mótmæli og tengja þau við gyðingaandúð. Við þá segi ég: fyrir alla muni, hættið að tengja gyðinga almennt við glæpaverk Ísraels. Hættið að kynda undir gyðingaandúð. Höfundur er ljóðskáld og fyrrverandi bókavörður.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun