Hoppað yfir girðingarnar Vilhjálmur Árnason skrifar 5. júní 2025 07:31 Strandveiðar hafa skipað mikilvægan sess í íslenskum sjávarútvegi undanfarin ár, bæði sem vettvangur fyrir nýliðun og sem leið til að halda uppi lífi í smærri byggðum landsins. Það er því ekkert nýtt að strandveiðarnar njóta stuðnings í samfélaginu – og með réttu. Hins vegar eru nýlegar breytingar á framkvæmd strandveiðikerfisins og fyrirhugaðar lagabreytingar alvarlegt áhyggjuefni. Ríkisstjórnin lofaði 48 daga strandveiðitímabili í von um að hindranir eins 51 prósent eignarhald myndu draga úr umsóknum, en þær girðingar reyndust gagnslausar. Þvert á móti jókst áhugi á kerfinu vegna loforðsins um fjölda daga og nú sigla á sænum fleiri bátar til strandveiða en nokkru sinni fyrr. Ef bátarnir sem sækja sjóinn þetta sumarið landa meðalafla í hverri ferð án takmarkanna í 48 daga þarf ráðherra þarf að auka kvótann um 15-20 þúsund tonn. Það er langt fram yfir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar sem við höfum lagt allt okkar traust á, en ráðgjöf hennar hefur verið grunnurinn að ábyrgum og sjálfbærum veiðum hér á landi. Þetta er ekki ábyrg meðferð á þessari mikilvægu auðlind. Ef þróunin heldur áfram má alveg gera ráð fyrir að umsóknir fari yfir 1.000 næsta vor. Hvernig á þá að bregðast við? Þá þarf annað hvort að skera niður heimild á hvern bát – t.d. í kílóum á veiðiferð – eða draga úr fjölda daga. Báðar leiðir eru pólitískt þungar og enn hefur ekkert verið sagt um hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við aukningu í aðsókn. Það eru engar tölur í frumvarpinu, engar áætlanir, engin greining – aðeins fögur fyrirheit um að reyna að borga þetta til baka seinna. Strandveiðar eru mikilvægar, en til að þær geti dafnað sem nýliðunarleið og byggðaaðgerð þarf kerfið að byggjast á traustum grunni, regluverki sem farið er eftir og gagnsæi. Það verður ekki gert með bráðabirgðalöggjöf og innantómum loforðum heldur með skýrri stefnu og ábyrgri framkvæmd. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Strandveiðar Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Strandveiðar hafa skipað mikilvægan sess í íslenskum sjávarútvegi undanfarin ár, bæði sem vettvangur fyrir nýliðun og sem leið til að halda uppi lífi í smærri byggðum landsins. Það er því ekkert nýtt að strandveiðarnar njóta stuðnings í samfélaginu – og með réttu. Hins vegar eru nýlegar breytingar á framkvæmd strandveiðikerfisins og fyrirhugaðar lagabreytingar alvarlegt áhyggjuefni. Ríkisstjórnin lofaði 48 daga strandveiðitímabili í von um að hindranir eins 51 prósent eignarhald myndu draga úr umsóknum, en þær girðingar reyndust gagnslausar. Þvert á móti jókst áhugi á kerfinu vegna loforðsins um fjölda daga og nú sigla á sænum fleiri bátar til strandveiða en nokkru sinni fyrr. Ef bátarnir sem sækja sjóinn þetta sumarið landa meðalafla í hverri ferð án takmarkanna í 48 daga þarf ráðherra þarf að auka kvótann um 15-20 þúsund tonn. Það er langt fram yfir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar sem við höfum lagt allt okkar traust á, en ráðgjöf hennar hefur verið grunnurinn að ábyrgum og sjálfbærum veiðum hér á landi. Þetta er ekki ábyrg meðferð á þessari mikilvægu auðlind. Ef þróunin heldur áfram má alveg gera ráð fyrir að umsóknir fari yfir 1.000 næsta vor. Hvernig á þá að bregðast við? Þá þarf annað hvort að skera niður heimild á hvern bát – t.d. í kílóum á veiðiferð – eða draga úr fjölda daga. Báðar leiðir eru pólitískt þungar og enn hefur ekkert verið sagt um hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við aukningu í aðsókn. Það eru engar tölur í frumvarpinu, engar áætlanir, engin greining – aðeins fögur fyrirheit um að reyna að borga þetta til baka seinna. Strandveiðar eru mikilvægar, en til að þær geti dafnað sem nýliðunarleið og byggðaaðgerð þarf kerfið að byggjast á traustum grunni, regluverki sem farið er eftir og gagnsæi. Það verður ekki gert með bráðabirgðalöggjöf og innantómum loforðum heldur með skýrri stefnu og ábyrgri framkvæmd. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun