Við erum réttindalaus Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2025 16:02 Nú í júní var lokað á endurgjaldslausa táknmálstúlkun og alla myndsímatúlkun hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Þetta þýðir að við sem þurfum að nota táknmálstúlkun á félagslegum viðburðum fáum ekki táknmálstúlk. Félagslegir viðburðir í okkar lífi eru t.d. útskrift barna okkar úr leik-grunn-framhaldsskólum, viðtal hjá lögfræðingi, þjónustufulltrúa í banka, fundir vegna tómstunda-íþróttastarfs barna okkar hjá íþróttafélögum, húsfundir, kaupa/selja fasteign eða bifreið, á stórum viðburðum í lífi okkar t.d. í brúðkaups/stórafmælis/útskriftarveislu okkar eða fjölskyldumeðlima okkar, taka þátt í almennu félagsstarfi eða hjá stjórnmálaflokki. Svona svo fátt eitt sé nefnt. Við þurfum líka á táknmálstúlkun að halda vegna atvinnu okkar og sem því að vera kannski sjálfstætt starfandi, við getum átt fyrirtæki/félag og þurfum að takast á við alla þá ábyrgð sem félagi/fyrirtækjarekstri fylgir og til þess þurfum við táknmálstúlk. Við þurfum líka að hringja t.d. að panta tíma hjá heilsugæslunni eða sérfræðingi. Til þess meðal margs annars notum við myndsímatúlkun sem er opin á virkum dögum frá klukkan 9-16 (á föstudögum til klukkan 12). Fjármagn fyrir þessa þjónustu kemur frá ríkissjóði, nánar tiltekið Menningaráðuneyti sem er yfir Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH). SHH eitt fær fé í rekstur sinn til að sinna félagslegri táknmálstúlkun og myndsímatúlkun. Aðeins táknmálstúlkar frá SHH eiga rétt á að sinna þessum verkefnum og við notendur verðurm að gera okkur að góðu að panta eingöngu táknmálstúlka frá SHH. Á SHH eru 12 táknmálstúlkar sem anna þessari þjónustu sem SHH býður upp á. Hins vegar eru 16 sjálfstæðir táknmálstúlkar líka til en fá ekki aðgang að þessu fjármagni ef þeir túlka félagsleg verkefni álíka þeim sem talin eru upp hér að ofan. EN já þá komum við okkur að kjarna málsins, við táknmálsfólk erum réttindalaus, algerlega réttindalaus til að fá táknmálstúlkun á félagslegum forsendum og myndsímatúlkun. Þessi ofantöld þjónusta er meðal annars þjónusta ríkisstofnunnar SHH og gæti alveg lagst niður ef ekki er til nægt fjármagn að halda hana út. Menningarráðuneytið gæti alveg skorið allt fjármagn niður einn daginn ef þeim þóknast svo til. Það er ekkert öruggt eða fast í lagabókstaf að réttindi okkar á forsendum táknmálsins séu til. Við búum því enn við þvílíkt óöryggi sem fyrr, jafnvel þó það séu til lög nr. 129/1990 um SHH og lög sem kveða á að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslenskri tungu nr. 61/2011. Við fögnum ákaft þegar þessi lög voru samþykkt á alþingi en núna er sagður ávinningur af þessum lögum hjóm eitt, rétt eins og tómahljóð í tunnu er. Það er þó vitað þetta er nauðsynleg þjónusta og fjármagn til þjónustunar er nauðsynlegt en er þó af skornum skammti. Fjármagni fyrir árið 2025 er skipt í fjóra hluta yfir árið. Fyrsti hlutinn kláraðist um miðjan mars og þá var táknmálstúlkun á félagslegum forsendum og myndsímatúlkun lokað í 2 vikur. Opnað aftur í apríl og núna á þessum öðrum hluta kláraðist fjármagnið 1 júní og verður opnað aftur 1. júlí. SHH fær úr ríkissjóði 34 milljónir til að nota í félagslega táknmálstúlkun árið 2025. Sé upphæðinni skipt í 4 hluta yfir árið þá er það 8,5 milljónir á hvert tímabil, mínus myndsímatúlkun þá eru það aðeins 4.562.500,- sem fara í félagslega táknmálstúlkun. Þetta er umfangið, umfang og kostnaður við félagslegrar táknmálstúlkunar og myndsímatúlkunar er þekktur. Það er ekki háar upphæðir miðað við að tæplega 300 einstaklingar sem teljast til táknmálsfólks eigi að nýta sér þetta fjármagn og sé þjónusta við táknmálsfólk. Þannig að þá má með sanni segja að þetta sé mjög naumt skammtað fyrir okkur táknmálsfólkið. Það þarf að hækka þessa tölu. Það er orðið þreytt dæmi að ætlast til að Menningarráðuneytið eitt og sér sjá alfarið um fjármagn fyrir félagslega táknmálstúlkun og myndsímatúlkun, þó svo það ráðuneyti er yfir Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Það er meiri hagur beggja megin borðs að fleiri ráðuneyti komi að með fjármagn og leggi vel í púkkið, sérstaklega þegar við tölum um félagslega táknmálstúlkun í víðara samhengi og líka myndsímatúlkun. Þá kannski yrði aldrei lokað á okkur. Hlutfall hvers ráðuneytis gæti verið mismunandi en öll til samans eru þau mikilvæg og mætti alveg láta öll deila hlutfallslega jafnt sín á milli. Það ætti að tryggja þessa skiptingu milli ráðuneyta í lögum - svona til þess að réttindi okkar á forsendum táknmálsins séu tryggð. Við viljum að réttindi okkar til félagslegrar táknmálstúlkunar séu tryggð, í lagabókstaf/reglugerð. Það er full þörf á því. Það er með öllu ólíðandi að lokað sé á táknmálsþjónustu og að það skuli eiga sér í stað hér á Íslandi sem hefur ríkisstjórn sem tekur vel á öllu bakslagi og hefur unnið hörðum höndum að leiðrétta það sem leiðrétta þarf og hlúa að eftir síðustu ríkisstjórn. Af mörgu er að hyggja og er félagsleg táknmálstúlkun og myndsímatúlkun þar á meðal, jafnvel líka textun á innlent sjónvarpsefni. Það varð alvarlegt bakslag í táknmálsþjónustu á Íslandi. Það þarf að taka á því og gera betur í eitt skipti fyrir öll. Myndsímatúlkun er útaf fyrir sig svo til nokkuð sem ætti að heyra undir alþjónustu fjarskipta, innan Fjarskiptastofnun (fyrrum Póst og fjarskiptastofnun). Það er líka full þörf á að rýmka opnunartímann, við þurfum líka að nota símann og hringja á öðrum tímum en eingöngu á virkum dögum frá klukkan 9-16 (12 á föstudögum). Seinniparts, kvöld og helgar opnun væru vel þegin og óskað er hér með eftir að það sé tekið inn í reikningsdæmið. Við viljum líka að væntanleg réttindi okkar til félagslegrar táknmálstúlkunar skuli ekki vera bundin við rekstur einnar stofnunar þ.e. SHH eins og er núna. Við viljum að sjálfstæðir táknmálstúlkar geti líka fengið aðgang að því fjármagni og fengið greitt fyrir vinnu sína. Rétt eins og aðrar stéttir geta unnið sem sjálfstætt starfandi við verkefni á vegum hins opinbera. Burt með einokun og hömlur á okkar val. Við viljum fá viðurkenningu á tilveru okkar hjá ríkisstjórn Íslands og fá að vera með, gera okkar verkefni á forsendum táknmálsins. Táknmál er okkar fyrsta mál og táknmál er mannréttindi ekki val. Vera ekki háð öðrum sem heyra - er það til of mikils mælst? Eins ótrúlegt og þetta hljómar núna þá er ótrúlegt að það þurfi að segja þetta núna á þessu annars ágæta ári 2025. Þegar þið í ríkisstjórn lagið þetta megið þið alveg taka fleira með í dæmið t.d. textun á innlendu sjónvarpsefni, það þarf að koma því í lög. Þetta allt hvort sem er textun eða táknmálstúlkun snýst um aðgengi um að er vel skrifað og mælt með í Samningi SÞ um réttindi fatlaðra, sem núna stendur til að lögfesta. Við táknmálsfólk erum fólk eins og þið. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á texta/táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Táknmál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú í júní var lokað á endurgjaldslausa táknmálstúlkun og alla myndsímatúlkun hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Þetta þýðir að við sem þurfum að nota táknmálstúlkun á félagslegum viðburðum fáum ekki táknmálstúlk. Félagslegir viðburðir í okkar lífi eru t.d. útskrift barna okkar úr leik-grunn-framhaldsskólum, viðtal hjá lögfræðingi, þjónustufulltrúa í banka, fundir vegna tómstunda-íþróttastarfs barna okkar hjá íþróttafélögum, húsfundir, kaupa/selja fasteign eða bifreið, á stórum viðburðum í lífi okkar t.d. í brúðkaups/stórafmælis/útskriftarveislu okkar eða fjölskyldumeðlima okkar, taka þátt í almennu félagsstarfi eða hjá stjórnmálaflokki. Svona svo fátt eitt sé nefnt. Við þurfum líka á táknmálstúlkun að halda vegna atvinnu okkar og sem því að vera kannski sjálfstætt starfandi, við getum átt fyrirtæki/félag og þurfum að takast á við alla þá ábyrgð sem félagi/fyrirtækjarekstri fylgir og til þess þurfum við táknmálstúlk. Við þurfum líka að hringja t.d. að panta tíma hjá heilsugæslunni eða sérfræðingi. Til þess meðal margs annars notum við myndsímatúlkun sem er opin á virkum dögum frá klukkan 9-16 (á föstudögum til klukkan 12). Fjármagn fyrir þessa þjónustu kemur frá ríkissjóði, nánar tiltekið Menningaráðuneyti sem er yfir Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH). SHH eitt fær fé í rekstur sinn til að sinna félagslegri táknmálstúlkun og myndsímatúlkun. Aðeins táknmálstúlkar frá SHH eiga rétt á að sinna þessum verkefnum og við notendur verðurm að gera okkur að góðu að panta eingöngu táknmálstúlka frá SHH. Á SHH eru 12 táknmálstúlkar sem anna þessari þjónustu sem SHH býður upp á. Hins vegar eru 16 sjálfstæðir táknmálstúlkar líka til en fá ekki aðgang að þessu fjármagni ef þeir túlka félagsleg verkefni álíka þeim sem talin eru upp hér að ofan. EN já þá komum við okkur að kjarna málsins, við táknmálsfólk erum réttindalaus, algerlega réttindalaus til að fá táknmálstúlkun á félagslegum forsendum og myndsímatúlkun. Þessi ofantöld þjónusta er meðal annars þjónusta ríkisstofnunnar SHH og gæti alveg lagst niður ef ekki er til nægt fjármagn að halda hana út. Menningarráðuneytið gæti alveg skorið allt fjármagn niður einn daginn ef þeim þóknast svo til. Það er ekkert öruggt eða fast í lagabókstaf að réttindi okkar á forsendum táknmálsins séu til. Við búum því enn við þvílíkt óöryggi sem fyrr, jafnvel þó það séu til lög nr. 129/1990 um SHH og lög sem kveða á að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslenskri tungu nr. 61/2011. Við fögnum ákaft þegar þessi lög voru samþykkt á alþingi en núna er sagður ávinningur af þessum lögum hjóm eitt, rétt eins og tómahljóð í tunnu er. Það er þó vitað þetta er nauðsynleg þjónusta og fjármagn til þjónustunar er nauðsynlegt en er þó af skornum skammti. Fjármagni fyrir árið 2025 er skipt í fjóra hluta yfir árið. Fyrsti hlutinn kláraðist um miðjan mars og þá var táknmálstúlkun á félagslegum forsendum og myndsímatúlkun lokað í 2 vikur. Opnað aftur í apríl og núna á þessum öðrum hluta kláraðist fjármagnið 1 júní og verður opnað aftur 1. júlí. SHH fær úr ríkissjóði 34 milljónir til að nota í félagslega táknmálstúlkun árið 2025. Sé upphæðinni skipt í 4 hluta yfir árið þá er það 8,5 milljónir á hvert tímabil, mínus myndsímatúlkun þá eru það aðeins 4.562.500,- sem fara í félagslega táknmálstúlkun. Þetta er umfangið, umfang og kostnaður við félagslegrar táknmálstúlkunar og myndsímatúlkunar er þekktur. Það er ekki háar upphæðir miðað við að tæplega 300 einstaklingar sem teljast til táknmálsfólks eigi að nýta sér þetta fjármagn og sé þjónusta við táknmálsfólk. Þannig að þá má með sanni segja að þetta sé mjög naumt skammtað fyrir okkur táknmálsfólkið. Það þarf að hækka þessa tölu. Það er orðið þreytt dæmi að ætlast til að Menningarráðuneytið eitt og sér sjá alfarið um fjármagn fyrir félagslega táknmálstúlkun og myndsímatúlkun, þó svo það ráðuneyti er yfir Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Það er meiri hagur beggja megin borðs að fleiri ráðuneyti komi að með fjármagn og leggi vel í púkkið, sérstaklega þegar við tölum um félagslega táknmálstúlkun í víðara samhengi og líka myndsímatúlkun. Þá kannski yrði aldrei lokað á okkur. Hlutfall hvers ráðuneytis gæti verið mismunandi en öll til samans eru þau mikilvæg og mætti alveg láta öll deila hlutfallslega jafnt sín á milli. Það ætti að tryggja þessa skiptingu milli ráðuneyta í lögum - svona til þess að réttindi okkar á forsendum táknmálsins séu tryggð. Við viljum að réttindi okkar til félagslegrar táknmálstúlkunar séu tryggð, í lagabókstaf/reglugerð. Það er full þörf á því. Það er með öllu ólíðandi að lokað sé á táknmálsþjónustu og að það skuli eiga sér í stað hér á Íslandi sem hefur ríkisstjórn sem tekur vel á öllu bakslagi og hefur unnið hörðum höndum að leiðrétta það sem leiðrétta þarf og hlúa að eftir síðustu ríkisstjórn. Af mörgu er að hyggja og er félagsleg táknmálstúlkun og myndsímatúlkun þar á meðal, jafnvel líka textun á innlent sjónvarpsefni. Það varð alvarlegt bakslag í táknmálsþjónustu á Íslandi. Það þarf að taka á því og gera betur í eitt skipti fyrir öll. Myndsímatúlkun er útaf fyrir sig svo til nokkuð sem ætti að heyra undir alþjónustu fjarskipta, innan Fjarskiptastofnun (fyrrum Póst og fjarskiptastofnun). Það er líka full þörf á að rýmka opnunartímann, við þurfum líka að nota símann og hringja á öðrum tímum en eingöngu á virkum dögum frá klukkan 9-16 (12 á föstudögum). Seinniparts, kvöld og helgar opnun væru vel þegin og óskað er hér með eftir að það sé tekið inn í reikningsdæmið. Við viljum líka að væntanleg réttindi okkar til félagslegrar táknmálstúlkunar skuli ekki vera bundin við rekstur einnar stofnunar þ.e. SHH eins og er núna. Við viljum að sjálfstæðir táknmálstúlkar geti líka fengið aðgang að því fjármagni og fengið greitt fyrir vinnu sína. Rétt eins og aðrar stéttir geta unnið sem sjálfstætt starfandi við verkefni á vegum hins opinbera. Burt með einokun og hömlur á okkar val. Við viljum fá viðurkenningu á tilveru okkar hjá ríkisstjórn Íslands og fá að vera með, gera okkar verkefni á forsendum táknmálsins. Táknmál er okkar fyrsta mál og táknmál er mannréttindi ekki val. Vera ekki háð öðrum sem heyra - er það til of mikils mælst? Eins ótrúlegt og þetta hljómar núna þá er ótrúlegt að það þurfi að segja þetta núna á þessu annars ágæta ári 2025. Þegar þið í ríkisstjórn lagið þetta megið þið alveg taka fleira með í dæmið t.d. textun á innlendu sjónvarpsefni, það þarf að koma því í lög. Þetta allt hvort sem er textun eða táknmálstúlkun snýst um aðgengi um að er vel skrifað og mælt með í Samningi SÞ um réttindi fatlaðra, sem núna stendur til að lögfesta. Við táknmálsfólk erum fólk eins og þið. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á texta/táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun