Úthlutun Matvælasjóðs Fjóla Einarsdóttir skrifar 14. júní 2025 10:00 Ég sem fædd og alin upp á Íslandi hef skilning á því að fiskurinn í sjónum kringum Íslandsstrendur var og er okkar auðlind. Ég sem bóndadóttir úr afskekktum en guðdómlega fallegum dal í Skagafirði skil sjálfbærni, nýtni og hversu mikilvægur búskapur hefur verið og er íslensku þjóðinni. Ég skil líka kvótakerfið. Ég skil háskólaumhverfið, bæði sem nemandi, kennari og starfsmaður á háskólaskrifstofu. Mest af öllu skil ég samt stöðu þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu því ég hef alla mína starfsævi unnið með og fyrir fólk sem þarf á okkur að halda sem samfélagi – á neyðartímum, í virkni og aðlögun fólks frá stríðshrjáðum löndum. Ég hef rannsakað og búið í Afríku þar sem ég sjálf var ekki í “sápukúlu Afríku stjórnvalda eða ferðamanna” heldur lifði á meðal heimamanna og upplifði rafmagnsleysi, matar- og vatnsskort. 100 lítra vatnsgjöf í Afríku frá heimamönnum eftir átta daga vatnsleysi er stærsta gjöf sem ég hef fengið í lífinu. Vatnið er dýrmætt og hef ég borið vatn úr ísilögðum bæjarlæknum í ærnar þegar allt fraus í fjárhúsunum sem lítil stúlka í frosthörkum. Þið vitið sem þekkið og finnið örugglega enn fyrir kuldanum þegar vatnið sullaðist niður stígvélin og fraus þar meðan þið báruð hverja fötuna á eftir annarri í fjárhúsin. Ég hef lært og upplifað allskonar. Ég ber virðingu fyrir að fólk sé allskonar og hafi mismunandi áhugamál og þarfir. Fjölbreytni er mikilvæg til þess að samfélag virki sem best fyrir alla. Minnsta kosti. Það er margt sem ég skil en ég hef engan skilning á því að stórfyrirtæki með milljarða tekjur á mánuði sæki um styrki í samkeppnissjóði nýsköpunarfyrirtækja. Fyrir mér er það eins og að fjármálaráðherra myndi standa í röðinni hjá Fjölskylduhjálp að þiggja matargjöf. Sem hann myndi auðvitað aldrei gera og Fjölskylduhjálp myndi auðvitað ekki taka hann framfyrir röðina og rétta honum poka af nauðsynjum. Því þau eru að hjálpa þeim sem minnst mega sín. Þetta er samt að raungerast í okkar samfélagi þegar kemur að umsókn styrkja til hins opinbera og er ég bókstaflega í áfalli yfir því. Bæði vegna þess að stórfyrirtæki dirfist að fara í röðina og enn frekar yfir því að þau eru kölluð fram fyrir í röðinni. Ráðherrar skrifa undir styrki og veita þá. Þeir eru því ábyrgir á framkvæmd stjórnsýslunnar. Potturinn er víða brotinn og skarinn ofan af mjöllinni bráðinn en hér er ég að tala um Matvælasjóð Íslands með sína fjóru flokka og skökku tölfræði úthlutunar. Nú hef ég sjálf ekki greint alla flokka sjóðsins til hins ítrasta eftir seinustu úthlutun en vona að með þessum skrifum að einhver taki það að sér. Frumkvöðlar í matvælaframleiðslu lögðu á sig umsóknarskrif nú í ár sem eru svipaðar og BA ritgerðir háskólanna til þess að falast eftir einhverjum hluta af tæpum 500 milljónum sem Atvinnumálaráðuneytið var að úthluta þetta árið. Margir hefðu getað sleppt þessari vinnu því í krónum talið eru það stórfyrirtækin og Matís eða þau fyrirtæki sem eru í samstarfi við Matís sem taka flestu krónurnar úr sjóðnum. Látið ekki blekkjast yfir tölfræðinni sem fylgir úthlutuninni, horfið á krónurnar sem úthlutað er. Hjá Matvælasjóð eru fjórir flokkar: Báran (3 milljónir sem hægt er að sækja um), Afurð (þar sem hæsti styrkurinn er 30 milljónir), Keldan (rannsóknir þar sem hæsti styrkur er einnig 30 milljónir) og Fjársjóður (30 milljónir hæsti styrkur). Líkt og sést í fljótu bragði eru flokkarnir mismunandi og því ætti auðvitað að gera tölfræði fyrir hvern flokk um sig. Atvinnuvegaráðuneytið gerir aftur á móti heildar tölfræði fyrir alla þessa flokka til að fegra úthlutunina og þar sem flestir fá litla styrki úr Bárunni hljómar tölfræðin eins og ríkið sé að útdeila þessum styrkjum til litla mannsins sem er að berjast í sinni frumkvöðvla starfssemi. Það er þó alrangt kæru lesendur og þegar vel er rýnt sést firring sjóðsins í öllu sínu veldi. Já og okkar allra því þessi sjóður er sex ára gamall og mótmæli hafa verið lágvær og við sem þjóðfélag bara leyft þessu að fljóta svona. Sem er bagalegt fyrir litlu nýsköpunarfyrirtækin að horfa upp á. 24 verkefni sóttu um í mikilvægasta flokkinn hjá Matvælasjóð að mínu mati - Afurð. 18 verkefni fengu synjun eða 75% umsækjenda í þessum flokk. Úhlutað var 134.344.133 krónum til aðeins sex fyrirtækja – þar af 54,4 milljónum til tveggja stórfyrirtækja sem eru með marga milljarða á milli handanna ár hvert. Af þessum sex verkefnum sem hlutu náð afurðar flokksins þetta árið fóru 83,33 % styrkjanna til verkefna á höfuðborgarsvæðinu en aðeins eitt fyrirtæki á landsbyggðinni fékk styrk úr þessum flokk í ár eða Ísfélagið í Vestmannaeyjum. Sömu viku og Ísfélagið fékk styrk var það að frumsýna nokkurra milljarða króna skip svo styrkurinn var sennilega ekki hápunktur vikunnar. Hjá flestum af litlu fyrirtækjunum hefði vilyrði um styrk verið fagnaðarefni ársins og seinustu ára ef af því er að spyrja. Ég spyr mig ekki aðeins að því af hverju það hallar svona á landsbyggðina í afurðar flokknum þetta árið heldur af hverju fór svona stór hluti af fjármagni úr flokknum til stórfyrirtækja? 21 verkefni í flokki Bárunnar hjá Matvælasjóð fengu samtals 60.446.619 kr. eða rétt yfir þá upphæð sem tvö milljarða fyrirtæki fengu hjá Afurð þetta árið. Tölfræði sjóðsins er ekki í krónutölum um hvernig skiptingin var til nýstofnaða fyrirtækja, lítilla fyrirtækja, meðal stórra fyrirtækja, stórra fyrirtækja og stofnana. Þegar litið er á tölfræðina sem ráðuneytið setti út hljómar þetta ekki svona. Þar kemur fram að aðeins 3% stórfyrirtækja fengu styrk þetta árið en þá er verið að meina af öllum styrktum verkefnum sama hvaða upphæð verkefnið fékk. Tölfræðin sem þau færa okkur er svo skökk og það hallar á bæði landsbyggðina og litlu fyrirtækin þegar litið er í krónur. Krónur er það sem skiptir máli. Ef við viljum breytingar þurfum við að breyta þessu. Skömmin er auðvitað hjá Atvinnumálaráðuneytinu að millifæra krónurnar úr sjóðnum til risa fyrirtækjanna og mata ranga tölfræði í okkur en skömmin er einnig hjá stórfyrirtækjunum að taka aurana frá litlum nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að berjast í bökkum á hávaxtatímum auralaus með aðeins hugsjón sína að vopni. Nú vonast ég til þess að samkeppnissjóðir fyrir lítil nýsköpunarfyrirtæki séu sjóðir fyrir lítil nýsköpunarfyrirtæki en ekki tækifæri fyrir fyrsta hlutafélag Íslands og fyrirtæki á sama kaliberi að soga fé til sín. Ráðherra ætti auðvitað ekki að skrifa undir og úthluta. Stjórnsýslan ætti auðvitað að vanda sig meira og fagráð að fá betri leiðbeiningar. Ráðherra viðreisnar er betri en þetta og fyrsta hlutafélag Íslands er betra en þetta. Hin stórfyrirtækin sem hafa tekið fé úr Matvælasjóð Íslands eru líka betri en þetta. Réttlætiskennd mín er margbrotin eftir þessa úthlutun Matvælasjóðs og nú þurfum við sem þjóð að rétta af vanda stjórnsýslunnar með ábendingum og aðhaldi. Ég er að benda á misferlið í kringum Matvælasjóð og vona að það stuðli að breytingum. Ég vona líka að þið sem eruð með verkefni sem var hafnað en ætlað er að skapi verðmæti til langs tíma haldið áfram þrátt fyrir þetta hreðjarspark sjóðsins í ár sem og seinustu ár. Það ætla ég minnsta kosti að gera. Höfundur er smáframleiðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Matvælaframleiðsla Nýsköpun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sem fædd og alin upp á Íslandi hef skilning á því að fiskurinn í sjónum kringum Íslandsstrendur var og er okkar auðlind. Ég sem bóndadóttir úr afskekktum en guðdómlega fallegum dal í Skagafirði skil sjálfbærni, nýtni og hversu mikilvægur búskapur hefur verið og er íslensku þjóðinni. Ég skil líka kvótakerfið. Ég skil háskólaumhverfið, bæði sem nemandi, kennari og starfsmaður á háskólaskrifstofu. Mest af öllu skil ég samt stöðu þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu því ég hef alla mína starfsævi unnið með og fyrir fólk sem þarf á okkur að halda sem samfélagi – á neyðartímum, í virkni og aðlögun fólks frá stríðshrjáðum löndum. Ég hef rannsakað og búið í Afríku þar sem ég sjálf var ekki í “sápukúlu Afríku stjórnvalda eða ferðamanna” heldur lifði á meðal heimamanna og upplifði rafmagnsleysi, matar- og vatnsskort. 100 lítra vatnsgjöf í Afríku frá heimamönnum eftir átta daga vatnsleysi er stærsta gjöf sem ég hef fengið í lífinu. Vatnið er dýrmætt og hef ég borið vatn úr ísilögðum bæjarlæknum í ærnar þegar allt fraus í fjárhúsunum sem lítil stúlka í frosthörkum. Þið vitið sem þekkið og finnið örugglega enn fyrir kuldanum þegar vatnið sullaðist niður stígvélin og fraus þar meðan þið báruð hverja fötuna á eftir annarri í fjárhúsin. Ég hef lært og upplifað allskonar. Ég ber virðingu fyrir að fólk sé allskonar og hafi mismunandi áhugamál og þarfir. Fjölbreytni er mikilvæg til þess að samfélag virki sem best fyrir alla. Minnsta kosti. Það er margt sem ég skil en ég hef engan skilning á því að stórfyrirtæki með milljarða tekjur á mánuði sæki um styrki í samkeppnissjóði nýsköpunarfyrirtækja. Fyrir mér er það eins og að fjármálaráðherra myndi standa í röðinni hjá Fjölskylduhjálp að þiggja matargjöf. Sem hann myndi auðvitað aldrei gera og Fjölskylduhjálp myndi auðvitað ekki taka hann framfyrir röðina og rétta honum poka af nauðsynjum. Því þau eru að hjálpa þeim sem minnst mega sín. Þetta er samt að raungerast í okkar samfélagi þegar kemur að umsókn styrkja til hins opinbera og er ég bókstaflega í áfalli yfir því. Bæði vegna þess að stórfyrirtæki dirfist að fara í röðina og enn frekar yfir því að þau eru kölluð fram fyrir í röðinni. Ráðherrar skrifa undir styrki og veita þá. Þeir eru því ábyrgir á framkvæmd stjórnsýslunnar. Potturinn er víða brotinn og skarinn ofan af mjöllinni bráðinn en hér er ég að tala um Matvælasjóð Íslands með sína fjóru flokka og skökku tölfræði úthlutunar. Nú hef ég sjálf ekki greint alla flokka sjóðsins til hins ítrasta eftir seinustu úthlutun en vona að með þessum skrifum að einhver taki það að sér. Frumkvöðlar í matvælaframleiðslu lögðu á sig umsóknarskrif nú í ár sem eru svipaðar og BA ritgerðir háskólanna til þess að falast eftir einhverjum hluta af tæpum 500 milljónum sem Atvinnumálaráðuneytið var að úthluta þetta árið. Margir hefðu getað sleppt þessari vinnu því í krónum talið eru það stórfyrirtækin og Matís eða þau fyrirtæki sem eru í samstarfi við Matís sem taka flestu krónurnar úr sjóðnum. Látið ekki blekkjast yfir tölfræðinni sem fylgir úthlutuninni, horfið á krónurnar sem úthlutað er. Hjá Matvælasjóð eru fjórir flokkar: Báran (3 milljónir sem hægt er að sækja um), Afurð (þar sem hæsti styrkurinn er 30 milljónir), Keldan (rannsóknir þar sem hæsti styrkur er einnig 30 milljónir) og Fjársjóður (30 milljónir hæsti styrkur). Líkt og sést í fljótu bragði eru flokkarnir mismunandi og því ætti auðvitað að gera tölfræði fyrir hvern flokk um sig. Atvinnuvegaráðuneytið gerir aftur á móti heildar tölfræði fyrir alla þessa flokka til að fegra úthlutunina og þar sem flestir fá litla styrki úr Bárunni hljómar tölfræðin eins og ríkið sé að útdeila þessum styrkjum til litla mannsins sem er að berjast í sinni frumkvöðvla starfssemi. Það er þó alrangt kæru lesendur og þegar vel er rýnt sést firring sjóðsins í öllu sínu veldi. Já og okkar allra því þessi sjóður er sex ára gamall og mótmæli hafa verið lágvær og við sem þjóðfélag bara leyft þessu að fljóta svona. Sem er bagalegt fyrir litlu nýsköpunarfyrirtækin að horfa upp á. 24 verkefni sóttu um í mikilvægasta flokkinn hjá Matvælasjóð að mínu mati - Afurð. 18 verkefni fengu synjun eða 75% umsækjenda í þessum flokk. Úhlutað var 134.344.133 krónum til aðeins sex fyrirtækja – þar af 54,4 milljónum til tveggja stórfyrirtækja sem eru með marga milljarða á milli handanna ár hvert. Af þessum sex verkefnum sem hlutu náð afurðar flokksins þetta árið fóru 83,33 % styrkjanna til verkefna á höfuðborgarsvæðinu en aðeins eitt fyrirtæki á landsbyggðinni fékk styrk úr þessum flokk í ár eða Ísfélagið í Vestmannaeyjum. Sömu viku og Ísfélagið fékk styrk var það að frumsýna nokkurra milljarða króna skip svo styrkurinn var sennilega ekki hápunktur vikunnar. Hjá flestum af litlu fyrirtækjunum hefði vilyrði um styrk verið fagnaðarefni ársins og seinustu ára ef af því er að spyrja. Ég spyr mig ekki aðeins að því af hverju það hallar svona á landsbyggðina í afurðar flokknum þetta árið heldur af hverju fór svona stór hluti af fjármagni úr flokknum til stórfyrirtækja? 21 verkefni í flokki Bárunnar hjá Matvælasjóð fengu samtals 60.446.619 kr. eða rétt yfir þá upphæð sem tvö milljarða fyrirtæki fengu hjá Afurð þetta árið. Tölfræði sjóðsins er ekki í krónutölum um hvernig skiptingin var til nýstofnaða fyrirtækja, lítilla fyrirtækja, meðal stórra fyrirtækja, stórra fyrirtækja og stofnana. Þegar litið er á tölfræðina sem ráðuneytið setti út hljómar þetta ekki svona. Þar kemur fram að aðeins 3% stórfyrirtækja fengu styrk þetta árið en þá er verið að meina af öllum styrktum verkefnum sama hvaða upphæð verkefnið fékk. Tölfræðin sem þau færa okkur er svo skökk og það hallar á bæði landsbyggðina og litlu fyrirtækin þegar litið er í krónur. Krónur er það sem skiptir máli. Ef við viljum breytingar þurfum við að breyta þessu. Skömmin er auðvitað hjá Atvinnumálaráðuneytinu að millifæra krónurnar úr sjóðnum til risa fyrirtækjanna og mata ranga tölfræði í okkur en skömmin er einnig hjá stórfyrirtækjunum að taka aurana frá litlum nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að berjast í bökkum á hávaxtatímum auralaus með aðeins hugsjón sína að vopni. Nú vonast ég til þess að samkeppnissjóðir fyrir lítil nýsköpunarfyrirtæki séu sjóðir fyrir lítil nýsköpunarfyrirtæki en ekki tækifæri fyrir fyrsta hlutafélag Íslands og fyrirtæki á sama kaliberi að soga fé til sín. Ráðherra ætti auðvitað ekki að skrifa undir og úthluta. Stjórnsýslan ætti auðvitað að vanda sig meira og fagráð að fá betri leiðbeiningar. Ráðherra viðreisnar er betri en þetta og fyrsta hlutafélag Íslands er betra en þetta. Hin stórfyrirtækin sem hafa tekið fé úr Matvælasjóð Íslands eru líka betri en þetta. Réttlætiskennd mín er margbrotin eftir þessa úthlutun Matvælasjóðs og nú þurfum við sem þjóð að rétta af vanda stjórnsýslunnar með ábendingum og aðhaldi. Ég er að benda á misferlið í kringum Matvælasjóð og vona að það stuðli að breytingum. Ég vona líka að þið sem eruð með verkefni sem var hafnað en ætlað er að skapi verðmæti til langs tíma haldið áfram þrátt fyrir þetta hreðjarspark sjóðsins í ár sem og seinustu ár. Það ætla ég minnsta kosti að gera. Höfundur er smáframleiðandi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun