Úthlutun Matvælasjóðs Fjóla Einarsdóttir skrifar 14. júní 2025 10:00 Ég sem fædd og alin upp á Íslandi hef skilning á því að fiskurinn í sjónum kringum Íslandsstrendur var og er okkar auðlind. Ég sem bóndadóttir úr afskekktum en guðdómlega fallegum dal í Skagafirði skil sjálfbærni, nýtni og hversu mikilvægur búskapur hefur verið og er íslensku þjóðinni. Ég skil líka kvótakerfið. Ég skil háskólaumhverfið, bæði sem nemandi, kennari og starfsmaður á háskólaskrifstofu. Mest af öllu skil ég samt stöðu þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu því ég hef alla mína starfsævi unnið með og fyrir fólk sem þarf á okkur að halda sem samfélagi – á neyðartímum, í virkni og aðlögun fólks frá stríðshrjáðum löndum. Ég hef rannsakað og búið í Afríku þar sem ég sjálf var ekki í “sápukúlu Afríku stjórnvalda eða ferðamanna” heldur lifði á meðal heimamanna og upplifði rafmagnsleysi, matar- og vatnsskort. 100 lítra vatnsgjöf í Afríku frá heimamönnum eftir átta daga vatnsleysi er stærsta gjöf sem ég hef fengið í lífinu. Vatnið er dýrmætt og hef ég borið vatn úr ísilögðum bæjarlæknum í ærnar þegar allt fraus í fjárhúsunum sem lítil stúlka í frosthörkum. Þið vitið sem þekkið og finnið örugglega enn fyrir kuldanum þegar vatnið sullaðist niður stígvélin og fraus þar meðan þið báruð hverja fötuna á eftir annarri í fjárhúsin. Ég hef lært og upplifað allskonar. Ég ber virðingu fyrir að fólk sé allskonar og hafi mismunandi áhugamál og þarfir. Fjölbreytni er mikilvæg til þess að samfélag virki sem best fyrir alla. Minnsta kosti. Það er margt sem ég skil en ég hef engan skilning á því að stórfyrirtæki með milljarða tekjur á mánuði sæki um styrki í samkeppnissjóði nýsköpunarfyrirtækja. Fyrir mér er það eins og að fjármálaráðherra myndi standa í röðinni hjá Fjölskylduhjálp að þiggja matargjöf. Sem hann myndi auðvitað aldrei gera og Fjölskylduhjálp myndi auðvitað ekki taka hann framfyrir röðina og rétta honum poka af nauðsynjum. Því þau eru að hjálpa þeim sem minnst mega sín. Þetta er samt að raungerast í okkar samfélagi þegar kemur að umsókn styrkja til hins opinbera og er ég bókstaflega í áfalli yfir því. Bæði vegna þess að stórfyrirtæki dirfist að fara í röðina og enn frekar yfir því að þau eru kölluð fram fyrir í röðinni. Ráðherrar skrifa undir styrki og veita þá. Þeir eru því ábyrgir á framkvæmd stjórnsýslunnar. Potturinn er víða brotinn og skarinn ofan af mjöllinni bráðinn en hér er ég að tala um Matvælasjóð Íslands með sína fjóru flokka og skökku tölfræði úthlutunar. Nú hef ég sjálf ekki greint alla flokka sjóðsins til hins ítrasta eftir seinustu úthlutun en vona að með þessum skrifum að einhver taki það að sér. Frumkvöðlar í matvælaframleiðslu lögðu á sig umsóknarskrif nú í ár sem eru svipaðar og BA ritgerðir háskólanna til þess að falast eftir einhverjum hluta af tæpum 500 milljónum sem Atvinnumálaráðuneytið var að úthluta þetta árið. Margir hefðu getað sleppt þessari vinnu því í krónum talið eru það stórfyrirtækin og Matís eða þau fyrirtæki sem eru í samstarfi við Matís sem taka flestu krónurnar úr sjóðnum. Látið ekki blekkjast yfir tölfræðinni sem fylgir úthlutuninni, horfið á krónurnar sem úthlutað er. Hjá Matvælasjóð eru fjórir flokkar: Báran (3 milljónir sem hægt er að sækja um), Afurð (þar sem hæsti styrkurinn er 30 milljónir), Keldan (rannsóknir þar sem hæsti styrkur er einnig 30 milljónir) og Fjársjóður (30 milljónir hæsti styrkur). Líkt og sést í fljótu bragði eru flokkarnir mismunandi og því ætti auðvitað að gera tölfræði fyrir hvern flokk um sig. Atvinnuvegaráðuneytið gerir aftur á móti heildar tölfræði fyrir alla þessa flokka til að fegra úthlutunina og þar sem flestir fá litla styrki úr Bárunni hljómar tölfræðin eins og ríkið sé að útdeila þessum styrkjum til litla mannsins sem er að berjast í sinni frumkvöðvla starfssemi. Það er þó alrangt kæru lesendur og þegar vel er rýnt sést firring sjóðsins í öllu sínu veldi. Já og okkar allra því þessi sjóður er sex ára gamall og mótmæli hafa verið lágvær og við sem þjóðfélag bara leyft þessu að fljóta svona. Sem er bagalegt fyrir litlu nýsköpunarfyrirtækin að horfa upp á. 24 verkefni sóttu um í mikilvægasta flokkinn hjá Matvælasjóð að mínu mati - Afurð. 18 verkefni fengu synjun eða 75% umsækjenda í þessum flokk. Úhlutað var 134.344.133 krónum til aðeins sex fyrirtækja – þar af 54,4 milljónum til tveggja stórfyrirtækja sem eru með marga milljarða á milli handanna ár hvert. Af þessum sex verkefnum sem hlutu náð afurðar flokksins þetta árið fóru 83,33 % styrkjanna til verkefna á höfuðborgarsvæðinu en aðeins eitt fyrirtæki á landsbyggðinni fékk styrk úr þessum flokk í ár eða Ísfélagið í Vestmannaeyjum. Sömu viku og Ísfélagið fékk styrk var það að frumsýna nokkurra milljarða króna skip svo styrkurinn var sennilega ekki hápunktur vikunnar. Hjá flestum af litlu fyrirtækjunum hefði vilyrði um styrk verið fagnaðarefni ársins og seinustu ára ef af því er að spyrja. Ég spyr mig ekki aðeins að því af hverju það hallar svona á landsbyggðina í afurðar flokknum þetta árið heldur af hverju fór svona stór hluti af fjármagni úr flokknum til stórfyrirtækja? 21 verkefni í flokki Bárunnar hjá Matvælasjóð fengu samtals 60.446.619 kr. eða rétt yfir þá upphæð sem tvö milljarða fyrirtæki fengu hjá Afurð þetta árið. Tölfræði sjóðsins er ekki í krónutölum um hvernig skiptingin var til nýstofnaða fyrirtækja, lítilla fyrirtækja, meðal stórra fyrirtækja, stórra fyrirtækja og stofnana. Þegar litið er á tölfræðina sem ráðuneytið setti út hljómar þetta ekki svona. Þar kemur fram að aðeins 3% stórfyrirtækja fengu styrk þetta árið en þá er verið að meina af öllum styrktum verkefnum sama hvaða upphæð verkefnið fékk. Tölfræðin sem þau færa okkur er svo skökk og það hallar á bæði landsbyggðina og litlu fyrirtækin þegar litið er í krónur. Krónur er það sem skiptir máli. Ef við viljum breytingar þurfum við að breyta þessu. Skömmin er auðvitað hjá Atvinnumálaráðuneytinu að millifæra krónurnar úr sjóðnum til risa fyrirtækjanna og mata ranga tölfræði í okkur en skömmin er einnig hjá stórfyrirtækjunum að taka aurana frá litlum nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að berjast í bökkum á hávaxtatímum auralaus með aðeins hugsjón sína að vopni. Nú vonast ég til þess að samkeppnissjóðir fyrir lítil nýsköpunarfyrirtæki séu sjóðir fyrir lítil nýsköpunarfyrirtæki en ekki tækifæri fyrir fyrsta hlutafélag Íslands og fyrirtæki á sama kaliberi að soga fé til sín. Ráðherra ætti auðvitað ekki að skrifa undir og úthluta. Stjórnsýslan ætti auðvitað að vanda sig meira og fagráð að fá betri leiðbeiningar. Ráðherra viðreisnar er betri en þetta og fyrsta hlutafélag Íslands er betra en þetta. Hin stórfyrirtækin sem hafa tekið fé úr Matvælasjóð Íslands eru líka betri en þetta. Réttlætiskennd mín er margbrotin eftir þessa úthlutun Matvælasjóðs og nú þurfum við sem þjóð að rétta af vanda stjórnsýslunnar með ábendingum og aðhaldi. Ég er að benda á misferlið í kringum Matvælasjóð og vona að það stuðli að breytingum. Ég vona líka að þið sem eruð með verkefni sem var hafnað en ætlað er að skapi verðmæti til langs tíma haldið áfram þrátt fyrir þetta hreðjarspark sjóðsins í ár sem og seinustu ár. Það ætla ég minnsta kosti að gera. Höfundur er smáframleiðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Matvælaframleiðsla Nýsköpun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sem fædd og alin upp á Íslandi hef skilning á því að fiskurinn í sjónum kringum Íslandsstrendur var og er okkar auðlind. Ég sem bóndadóttir úr afskekktum en guðdómlega fallegum dal í Skagafirði skil sjálfbærni, nýtni og hversu mikilvægur búskapur hefur verið og er íslensku þjóðinni. Ég skil líka kvótakerfið. Ég skil háskólaumhverfið, bæði sem nemandi, kennari og starfsmaður á háskólaskrifstofu. Mest af öllu skil ég samt stöðu þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu því ég hef alla mína starfsævi unnið með og fyrir fólk sem þarf á okkur að halda sem samfélagi – á neyðartímum, í virkni og aðlögun fólks frá stríðshrjáðum löndum. Ég hef rannsakað og búið í Afríku þar sem ég sjálf var ekki í “sápukúlu Afríku stjórnvalda eða ferðamanna” heldur lifði á meðal heimamanna og upplifði rafmagnsleysi, matar- og vatnsskort. 100 lítra vatnsgjöf í Afríku frá heimamönnum eftir átta daga vatnsleysi er stærsta gjöf sem ég hef fengið í lífinu. Vatnið er dýrmætt og hef ég borið vatn úr ísilögðum bæjarlæknum í ærnar þegar allt fraus í fjárhúsunum sem lítil stúlka í frosthörkum. Þið vitið sem þekkið og finnið örugglega enn fyrir kuldanum þegar vatnið sullaðist niður stígvélin og fraus þar meðan þið báruð hverja fötuna á eftir annarri í fjárhúsin. Ég hef lært og upplifað allskonar. Ég ber virðingu fyrir að fólk sé allskonar og hafi mismunandi áhugamál og þarfir. Fjölbreytni er mikilvæg til þess að samfélag virki sem best fyrir alla. Minnsta kosti. Það er margt sem ég skil en ég hef engan skilning á því að stórfyrirtæki með milljarða tekjur á mánuði sæki um styrki í samkeppnissjóði nýsköpunarfyrirtækja. Fyrir mér er það eins og að fjármálaráðherra myndi standa í röðinni hjá Fjölskylduhjálp að þiggja matargjöf. Sem hann myndi auðvitað aldrei gera og Fjölskylduhjálp myndi auðvitað ekki taka hann framfyrir röðina og rétta honum poka af nauðsynjum. Því þau eru að hjálpa þeim sem minnst mega sín. Þetta er samt að raungerast í okkar samfélagi þegar kemur að umsókn styrkja til hins opinbera og er ég bókstaflega í áfalli yfir því. Bæði vegna þess að stórfyrirtæki dirfist að fara í röðina og enn frekar yfir því að þau eru kölluð fram fyrir í röðinni. Ráðherrar skrifa undir styrki og veita þá. Þeir eru því ábyrgir á framkvæmd stjórnsýslunnar. Potturinn er víða brotinn og skarinn ofan af mjöllinni bráðinn en hér er ég að tala um Matvælasjóð Íslands með sína fjóru flokka og skökku tölfræði úthlutunar. Nú hef ég sjálf ekki greint alla flokka sjóðsins til hins ítrasta eftir seinustu úthlutun en vona að með þessum skrifum að einhver taki það að sér. Frumkvöðlar í matvælaframleiðslu lögðu á sig umsóknarskrif nú í ár sem eru svipaðar og BA ritgerðir háskólanna til þess að falast eftir einhverjum hluta af tæpum 500 milljónum sem Atvinnumálaráðuneytið var að úthluta þetta árið. Margir hefðu getað sleppt þessari vinnu því í krónum talið eru það stórfyrirtækin og Matís eða þau fyrirtæki sem eru í samstarfi við Matís sem taka flestu krónurnar úr sjóðnum. Látið ekki blekkjast yfir tölfræðinni sem fylgir úthlutuninni, horfið á krónurnar sem úthlutað er. Hjá Matvælasjóð eru fjórir flokkar: Báran (3 milljónir sem hægt er að sækja um), Afurð (þar sem hæsti styrkurinn er 30 milljónir), Keldan (rannsóknir þar sem hæsti styrkur er einnig 30 milljónir) og Fjársjóður (30 milljónir hæsti styrkur). Líkt og sést í fljótu bragði eru flokkarnir mismunandi og því ætti auðvitað að gera tölfræði fyrir hvern flokk um sig. Atvinnuvegaráðuneytið gerir aftur á móti heildar tölfræði fyrir alla þessa flokka til að fegra úthlutunina og þar sem flestir fá litla styrki úr Bárunni hljómar tölfræðin eins og ríkið sé að útdeila þessum styrkjum til litla mannsins sem er að berjast í sinni frumkvöðvla starfssemi. Það er þó alrangt kæru lesendur og þegar vel er rýnt sést firring sjóðsins í öllu sínu veldi. Já og okkar allra því þessi sjóður er sex ára gamall og mótmæli hafa verið lágvær og við sem þjóðfélag bara leyft þessu að fljóta svona. Sem er bagalegt fyrir litlu nýsköpunarfyrirtækin að horfa upp á. 24 verkefni sóttu um í mikilvægasta flokkinn hjá Matvælasjóð að mínu mati - Afurð. 18 verkefni fengu synjun eða 75% umsækjenda í þessum flokk. Úhlutað var 134.344.133 krónum til aðeins sex fyrirtækja – þar af 54,4 milljónum til tveggja stórfyrirtækja sem eru með marga milljarða á milli handanna ár hvert. Af þessum sex verkefnum sem hlutu náð afurðar flokksins þetta árið fóru 83,33 % styrkjanna til verkefna á höfuðborgarsvæðinu en aðeins eitt fyrirtæki á landsbyggðinni fékk styrk úr þessum flokk í ár eða Ísfélagið í Vestmannaeyjum. Sömu viku og Ísfélagið fékk styrk var það að frumsýna nokkurra milljarða króna skip svo styrkurinn var sennilega ekki hápunktur vikunnar. Hjá flestum af litlu fyrirtækjunum hefði vilyrði um styrk verið fagnaðarefni ársins og seinustu ára ef af því er að spyrja. Ég spyr mig ekki aðeins að því af hverju það hallar svona á landsbyggðina í afurðar flokknum þetta árið heldur af hverju fór svona stór hluti af fjármagni úr flokknum til stórfyrirtækja? 21 verkefni í flokki Bárunnar hjá Matvælasjóð fengu samtals 60.446.619 kr. eða rétt yfir þá upphæð sem tvö milljarða fyrirtæki fengu hjá Afurð þetta árið. Tölfræði sjóðsins er ekki í krónutölum um hvernig skiptingin var til nýstofnaða fyrirtækja, lítilla fyrirtækja, meðal stórra fyrirtækja, stórra fyrirtækja og stofnana. Þegar litið er á tölfræðina sem ráðuneytið setti út hljómar þetta ekki svona. Þar kemur fram að aðeins 3% stórfyrirtækja fengu styrk þetta árið en þá er verið að meina af öllum styrktum verkefnum sama hvaða upphæð verkefnið fékk. Tölfræðin sem þau færa okkur er svo skökk og það hallar á bæði landsbyggðina og litlu fyrirtækin þegar litið er í krónur. Krónur er það sem skiptir máli. Ef við viljum breytingar þurfum við að breyta þessu. Skömmin er auðvitað hjá Atvinnumálaráðuneytinu að millifæra krónurnar úr sjóðnum til risa fyrirtækjanna og mata ranga tölfræði í okkur en skömmin er einnig hjá stórfyrirtækjunum að taka aurana frá litlum nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að berjast í bökkum á hávaxtatímum auralaus með aðeins hugsjón sína að vopni. Nú vonast ég til þess að samkeppnissjóðir fyrir lítil nýsköpunarfyrirtæki séu sjóðir fyrir lítil nýsköpunarfyrirtæki en ekki tækifæri fyrir fyrsta hlutafélag Íslands og fyrirtæki á sama kaliberi að soga fé til sín. Ráðherra ætti auðvitað ekki að skrifa undir og úthluta. Stjórnsýslan ætti auðvitað að vanda sig meira og fagráð að fá betri leiðbeiningar. Ráðherra viðreisnar er betri en þetta og fyrsta hlutafélag Íslands er betra en þetta. Hin stórfyrirtækin sem hafa tekið fé úr Matvælasjóð Íslands eru líka betri en þetta. Réttlætiskennd mín er margbrotin eftir þessa úthlutun Matvælasjóðs og nú þurfum við sem þjóð að rétta af vanda stjórnsýslunnar með ábendingum og aðhaldi. Ég er að benda á misferlið í kringum Matvælasjóð og vona að það stuðli að breytingum. Ég vona líka að þið sem eruð með verkefni sem var hafnað en ætlað er að skapi verðmæti til langs tíma haldið áfram þrátt fyrir þetta hreðjarspark sjóðsins í ár sem og seinustu ár. Það ætla ég minnsta kosti að gera. Höfundur er smáframleiðandi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar