Þjórsárver ekki þess virði? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 17. júní 2025 14:02 Það hvað við metum til verðmæta er mismunandi manna á milli. Sem betur fer þá eigum við tól sem búið er að þróa og sammælast um að sé góð til að meta hvaða virkjanaframkvæmdir skuli alls ekki ráðast í og hvaða virkjanahugmyndir geti farið áfram í frekara leyfisveitingaferli. Aðferðarfræðin heitir Rammaáætlun og hún hefur það hlutverk að flokka í verndarflokk þær virkjanahugmyndir þar sem náttúran er verðmætari ósnortin en virkjuð á meðan þær sem eru metnar hagkvæmari eru settar í nýtingarflokk. Þá hefst hið hefðbundna leyfisveitingarferli og þurfa þessar virkjanir, þrátt fyrir að vera í nýtingarflokki, að standast aðra löggjöf um umhverfismat, mengunarvarnir og fleira sem eru varnaglar umhverfi og samfélagi til handa. Norðlingaölduveita var á sínum tíma flokkuð í verndarflokk vegna áhrifa sinna á Þjórsárver. Kjalölduveita var svo flokkuð í vernd af faghópi 3. áfanga rammaáætlunar á þeim forsendum að framkvæmdirnar væru svo líkar fyrrnefndri Norðlingaölduveitu og áhrifin álíka, að hægt væri að flokka hugmyndina strax í verndarflokk. Orðrétt segir: „Þrátt fyrir að nafn virkjunarkostsins sé annað, vatnsborð lónsins sé lægra, lónið minna og mannvirki neðar í farveginum hafa framkvæmdirnar áhrif á sama landsvæði og því hefur þessi breytta útfærsla virkjunarkostsins ekki áhrif á þessar grunnforsendur flokkunarinnar.“ Í pólitískum hrærigraut og hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar var virkjunin færð í biðflokk á ný, og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis leggur nú til að halda henni þar áfram, þvert á álit fagráðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sagði í ræðustól Alþingis að um væri að ræða hagkvæmustu virkjun á Íslandi. Ef virkjunin væri svona hagkvæm þá hefði hún verið flokkuð í nýtingarflokk. Ráðherrann gleymir að faghópur rammaáætlunar er einmitt að meta fórnarkostnað á móti ávinningi í fleiru en peningum. Fórnarkostnaðurinn er ekki síst óafturkræft rask á hjarta landsins, og því hefur hugmyndin þegar verið metin óhagkvæm. Fullyrðingar um hagkvæmni mega ekki gleyma því að auður okkar er metinn í öðru og meira en fjármagni. Mannauður er ekki síður mikilvægur og svo er það öll verðmætin sem felast í ósnortinni náttúru. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsmál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það hvað við metum til verðmæta er mismunandi manna á milli. Sem betur fer þá eigum við tól sem búið er að þróa og sammælast um að sé góð til að meta hvaða virkjanaframkvæmdir skuli alls ekki ráðast í og hvaða virkjanahugmyndir geti farið áfram í frekara leyfisveitingaferli. Aðferðarfræðin heitir Rammaáætlun og hún hefur það hlutverk að flokka í verndarflokk þær virkjanahugmyndir þar sem náttúran er verðmætari ósnortin en virkjuð á meðan þær sem eru metnar hagkvæmari eru settar í nýtingarflokk. Þá hefst hið hefðbundna leyfisveitingarferli og þurfa þessar virkjanir, þrátt fyrir að vera í nýtingarflokki, að standast aðra löggjöf um umhverfismat, mengunarvarnir og fleira sem eru varnaglar umhverfi og samfélagi til handa. Norðlingaölduveita var á sínum tíma flokkuð í verndarflokk vegna áhrifa sinna á Þjórsárver. Kjalölduveita var svo flokkuð í vernd af faghópi 3. áfanga rammaáætlunar á þeim forsendum að framkvæmdirnar væru svo líkar fyrrnefndri Norðlingaölduveitu og áhrifin álíka, að hægt væri að flokka hugmyndina strax í verndarflokk. Orðrétt segir: „Þrátt fyrir að nafn virkjunarkostsins sé annað, vatnsborð lónsins sé lægra, lónið minna og mannvirki neðar í farveginum hafa framkvæmdirnar áhrif á sama landsvæði og því hefur þessi breytta útfærsla virkjunarkostsins ekki áhrif á þessar grunnforsendur flokkunarinnar.“ Í pólitískum hrærigraut og hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar var virkjunin færð í biðflokk á ný, og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis leggur nú til að halda henni þar áfram, þvert á álit fagráðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sagði í ræðustól Alþingis að um væri að ræða hagkvæmustu virkjun á Íslandi. Ef virkjunin væri svona hagkvæm þá hefði hún verið flokkuð í nýtingarflokk. Ráðherrann gleymir að faghópur rammaáætlunar er einmitt að meta fórnarkostnað á móti ávinningi í fleiru en peningum. Fórnarkostnaðurinn er ekki síst óafturkræft rask á hjarta landsins, og því hefur hugmyndin þegar verið metin óhagkvæm. Fullyrðingar um hagkvæmni mega ekki gleyma því að auður okkar er metinn í öðru og meira en fjármagni. Mannauður er ekki síður mikilvægur og svo er það öll verðmætin sem felast í ósnortinni náttúru. Höfundur er formaður Landverndar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun