Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2025 09:00 Formenn flokka í ríkisstjórn Íslands hafa birt grein um öryggi og varnir Íslands. Ég get ekki séð að hér sé um neina breytingu að ræða þrátt fyrir breytta heimsmynd. Það er nefnilega sérstakt að horfa upp á hvernig stríðs- og utanríkisstefna Vesturlanda heldur áfram að rugga heimsbyggðinni, ár eftir ár, áratug eftir áratug, án þess að nokkurt raunverulegt uppgjör eða lærdómur eigi sér stað. Ég hef unnið á átaka- og eftirstríðssvæðum í yfir 20 ár, meðal annars í Írak, Sýrlandi, Afganistan, Líbýu, Súdan, Sómalíu, Eþíópíu, Srí Lanka, Suður-Súdan og Haítí og ber vitni þess hvernig íhlutun Vesturlanda víðsvegar um heim hefur haft hræðileg áhrif. Ég hef séð hvernig borgarastríð spretta upp, hvernig samfélög liðast í sundur og hvernig saklausir borgarar greiða alltaf hæsta verðið – meðan valdablokkir á borð við NATO, Bandaríkin og bandamenn þeirra halda áfram án afleiðinga. Við skulum rifja upp: Ísland var á lista „Coalition of the Willing“ – hinna staðföstu þjóða sem studdu innrásina í Írak árið 2003, innrás sem byggði á fölsuðum upplýsingum um gereyðingarvopn sem aldrei fundust. Það hefur aldrei farið fram neitt pólitískt uppgjör á Íslandi vegna þeirrar afstöðu. Enginn hefur beðist afsökunar. Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar. Milljón manns létust í Írak og ISIS hryðjuverkasamtökin spruttu upp úr því hernámi. Þá má nefna Líbýu árið 2011, þar sem NATO fór fram með mikilli loftárásaherferð undir merkjum „mannúðaraðgerða“. Útkoman? Algjört stjórnleysi, sundruð þjóð, vopnuð stríð milli vopnaðra gengja, endurvakning hryðjuverkahópa og mikil fólksflótti yfir Miðjarðarhafið. Evrópskir skattgreiðendur greiða svo brúsann – bæði í fjármunum og í afleiðingum flóttamannastrauma og samtímis vex hægriöfgahreyfingar fiskur um hrygg um alla Evrópu. Í lok 2024 loguðu um 120 átök í heiminum samkvæmt Rauða Krossinum sem er það mesta sem við höfum séð síðan Seinni Heimsstyrjöld. Á Sahel-svæðinu í Afríku hefur íhlutun Vesturlanda, í bland við skort á raunverulegri friðaruppbyggingu, skapað vítahring óstöðugleika, uppreisnar og stjórnleysis. Landamæri brotna niður, vopnaðir hópar dafna, og milljónir eru á flótta. Fólksflóttinn teygir sig alla leið til Evrópu, þar sem stjórnvöld reyna nú að setja upp varnir gegn afleiðingum sem þau sjálf eiga sinn þátt í að skapa. En samt höldum við áfram að ræða þessi mál í hálfkæringi, með innantómum frösum um „alþjóðlegt öryggi“, „sameiginleg gildi“ og „mannúðarafskipti“. Af hverju tölum við ekki um hlutina umbúðarlaust? Af hverju skýlum við okkur á bak við sannleikann um raunverulega drifkrafta þessarar endalausu íhlutunar Vesturlanda – sem oftar en ekki snýst um viðskiptalega hagsmuni, aðgengi að olíu, gasi, steinefnum og öðrum auðlindum? Skerandi þögn íslenskra stjórnvalda gagnvart þjóðarmorðinu sem nú á sér stað í Gaza er líka áhyggjuefni. Þó Ísland hafi í orði kveðnu lýst yfir stuðningi við mannúð og réttarríki hefur lítið sem ekkert komið fram í formi skýrrar fordæmingar á grimmdarverkum Ísraela eða ásetningi þeirra um útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Þessi þögn er ekki bara siðferðisleg mistök – hún brýtur beinlínis gegn alþjóðalögum og skyldum Íslands samkvæmt Þjóðarmorðssamningnum frá 1948, sem leggur skýra ábyrgð á aðildarríki að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Meðhöndlun okkar á palestínsku flóttafólki og brottvísun Palestínumanna frá Íslandi er skömm fyrir íslensku þjóðina. Þögnin á alþjóðasviðinu grefur líka undan Sameinuðu þjóðunum, sem er sérstaklega hættulegt fyrir smáríki eins og Ísland sem treysta á virkt alþjóðakerfi til að vernda eigin hagsmuni og öryggi gagnvart hinum sterkari. Það er líka kominn tími til að ræða kostnaðinn. Samkvæmt nýjustu gögnum frá Global Military Spending Report eyddi heimurinn yfir 2.200 milljörðum Bandaríkjadala í hernað árið 2023. Það er met og hlutfallslega stærsti hluti heimsframleiðslunnar sem hefur farið í hernað síðan Kalda Stríðinu lauk. Þetta eru fjármunir sem annars gætu farið í heilbrigðiskerfi, loftslagsaðgerðir, menntun og velferð. Slíkt stríðsbrölt bitnar ekki bara á fólki í fjarlægum löndum – það dregur líka úr lífsgæðum okkar hér heima. Íslensk stjórnvöld standa nú á tímamótum: Ætlum við áfram að vera mállausir fylgihlutir í stefnu sem hefur leitt til óstöðugleika, mannfórna og niðurbrots alþjóðalaga? Eða ætlum við að kalla eftir skynsamari og mannúðlegri utanríkisstefnu? Tillögur að breytingum: Tími til að Ísland hugsi sig um Það er ekki nóg að benda á mistökin og hræðilegar afleiðingar hernaðaríhlutana síðustu áratuga – við verðum líka að horfa fram á veginn og velta fyrir okkur hvað við getum gert öðruvísi. Hér eru einföld, en raunhæf skref sem Ísland gæti tekið: Endurskoðun á utanríkisstefnu Íslands – Með skýra áherslu á alþjóðalög, mannréttindi og raunverulega friðaruppbyggingu í stað þess að styðja við stórveldin í hvert nýtt stríð. Stöðug og óháð afstaða gegn brotum á alþjóðalögum, óháð því hver gerandinn er – hvort sem það eru Bandaríkin, Ísrael, eða önnur ríki. Virkt og trúverðugt hlutverk Íslands innan Sameinuðu þjóðanna, þar sem við stöndum með minni ríkjum sem vilja verja alþjóðalög og styrkja réttarríkið á alþjóðavettvangi. Aukinn stuðningur við friðaruppbyggingu og þróunarsamvinnu, í stað þess að veita óbeinan eða beina stuðning við hernaðarbandalög – og skýr forgangsröðun á mannúð, réttlæti og uppbyggingu. Aðgreina betur varnarmál frá utanríkisþjónustu. Utanríkisráðuneytið er útávið í dag oft eins og starfandi varnarmálaráðuneyti og skilaboðin og ásýndin allt of herlæg. Krafa um gagnsæi í öllum stuðningi Íslands við alþjóðlegar aðgerðir, hvort sem hann er pólitískur, fjárhagslegur eða í gegnum þátttöku í hernaðarbandalögum. Við eigum rétt á að vita hvar við stöndum og hvers konar stefnu er verið að styðja sem krefst samtals við borgarasamfélagið. Þetta er ákall um skynsamari og mannúðlegri utanríkisstefnu – stefnu sem byggir á siðferðislegri ábyrgð, vernd alþjóðalaga og raunverulegum hagsmunum friðar og stöðugleika. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 18 ár og starfar nú sem öryggisráðgjafi í Afríku og Miðausturlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Helen Ólafsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Formenn flokka í ríkisstjórn Íslands hafa birt grein um öryggi og varnir Íslands. Ég get ekki séð að hér sé um neina breytingu að ræða þrátt fyrir breytta heimsmynd. Það er nefnilega sérstakt að horfa upp á hvernig stríðs- og utanríkisstefna Vesturlanda heldur áfram að rugga heimsbyggðinni, ár eftir ár, áratug eftir áratug, án þess að nokkurt raunverulegt uppgjör eða lærdómur eigi sér stað. Ég hef unnið á átaka- og eftirstríðssvæðum í yfir 20 ár, meðal annars í Írak, Sýrlandi, Afganistan, Líbýu, Súdan, Sómalíu, Eþíópíu, Srí Lanka, Suður-Súdan og Haítí og ber vitni þess hvernig íhlutun Vesturlanda víðsvegar um heim hefur haft hræðileg áhrif. Ég hef séð hvernig borgarastríð spretta upp, hvernig samfélög liðast í sundur og hvernig saklausir borgarar greiða alltaf hæsta verðið – meðan valdablokkir á borð við NATO, Bandaríkin og bandamenn þeirra halda áfram án afleiðinga. Við skulum rifja upp: Ísland var á lista „Coalition of the Willing“ – hinna staðföstu þjóða sem studdu innrásina í Írak árið 2003, innrás sem byggði á fölsuðum upplýsingum um gereyðingarvopn sem aldrei fundust. Það hefur aldrei farið fram neitt pólitískt uppgjör á Íslandi vegna þeirrar afstöðu. Enginn hefur beðist afsökunar. Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar. Milljón manns létust í Írak og ISIS hryðjuverkasamtökin spruttu upp úr því hernámi. Þá má nefna Líbýu árið 2011, þar sem NATO fór fram með mikilli loftárásaherferð undir merkjum „mannúðaraðgerða“. Útkoman? Algjört stjórnleysi, sundruð þjóð, vopnuð stríð milli vopnaðra gengja, endurvakning hryðjuverkahópa og mikil fólksflótti yfir Miðjarðarhafið. Evrópskir skattgreiðendur greiða svo brúsann – bæði í fjármunum og í afleiðingum flóttamannastrauma og samtímis vex hægriöfgahreyfingar fiskur um hrygg um alla Evrópu. Í lok 2024 loguðu um 120 átök í heiminum samkvæmt Rauða Krossinum sem er það mesta sem við höfum séð síðan Seinni Heimsstyrjöld. Á Sahel-svæðinu í Afríku hefur íhlutun Vesturlanda, í bland við skort á raunverulegri friðaruppbyggingu, skapað vítahring óstöðugleika, uppreisnar og stjórnleysis. Landamæri brotna niður, vopnaðir hópar dafna, og milljónir eru á flótta. Fólksflóttinn teygir sig alla leið til Evrópu, þar sem stjórnvöld reyna nú að setja upp varnir gegn afleiðingum sem þau sjálf eiga sinn þátt í að skapa. En samt höldum við áfram að ræða þessi mál í hálfkæringi, með innantómum frösum um „alþjóðlegt öryggi“, „sameiginleg gildi“ og „mannúðarafskipti“. Af hverju tölum við ekki um hlutina umbúðarlaust? Af hverju skýlum við okkur á bak við sannleikann um raunverulega drifkrafta þessarar endalausu íhlutunar Vesturlanda – sem oftar en ekki snýst um viðskiptalega hagsmuni, aðgengi að olíu, gasi, steinefnum og öðrum auðlindum? Skerandi þögn íslenskra stjórnvalda gagnvart þjóðarmorðinu sem nú á sér stað í Gaza er líka áhyggjuefni. Þó Ísland hafi í orði kveðnu lýst yfir stuðningi við mannúð og réttarríki hefur lítið sem ekkert komið fram í formi skýrrar fordæmingar á grimmdarverkum Ísraela eða ásetningi þeirra um útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Þessi þögn er ekki bara siðferðisleg mistök – hún brýtur beinlínis gegn alþjóðalögum og skyldum Íslands samkvæmt Þjóðarmorðssamningnum frá 1948, sem leggur skýra ábyrgð á aðildarríki að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Meðhöndlun okkar á palestínsku flóttafólki og brottvísun Palestínumanna frá Íslandi er skömm fyrir íslensku þjóðina. Þögnin á alþjóðasviðinu grefur líka undan Sameinuðu þjóðunum, sem er sérstaklega hættulegt fyrir smáríki eins og Ísland sem treysta á virkt alþjóðakerfi til að vernda eigin hagsmuni og öryggi gagnvart hinum sterkari. Það er líka kominn tími til að ræða kostnaðinn. Samkvæmt nýjustu gögnum frá Global Military Spending Report eyddi heimurinn yfir 2.200 milljörðum Bandaríkjadala í hernað árið 2023. Það er met og hlutfallslega stærsti hluti heimsframleiðslunnar sem hefur farið í hernað síðan Kalda Stríðinu lauk. Þetta eru fjármunir sem annars gætu farið í heilbrigðiskerfi, loftslagsaðgerðir, menntun og velferð. Slíkt stríðsbrölt bitnar ekki bara á fólki í fjarlægum löndum – það dregur líka úr lífsgæðum okkar hér heima. Íslensk stjórnvöld standa nú á tímamótum: Ætlum við áfram að vera mállausir fylgihlutir í stefnu sem hefur leitt til óstöðugleika, mannfórna og niðurbrots alþjóðalaga? Eða ætlum við að kalla eftir skynsamari og mannúðlegri utanríkisstefnu? Tillögur að breytingum: Tími til að Ísland hugsi sig um Það er ekki nóg að benda á mistökin og hræðilegar afleiðingar hernaðaríhlutana síðustu áratuga – við verðum líka að horfa fram á veginn og velta fyrir okkur hvað við getum gert öðruvísi. Hér eru einföld, en raunhæf skref sem Ísland gæti tekið: Endurskoðun á utanríkisstefnu Íslands – Með skýra áherslu á alþjóðalög, mannréttindi og raunverulega friðaruppbyggingu í stað þess að styðja við stórveldin í hvert nýtt stríð. Stöðug og óháð afstaða gegn brotum á alþjóðalögum, óháð því hver gerandinn er – hvort sem það eru Bandaríkin, Ísrael, eða önnur ríki. Virkt og trúverðugt hlutverk Íslands innan Sameinuðu þjóðanna, þar sem við stöndum með minni ríkjum sem vilja verja alþjóðalög og styrkja réttarríkið á alþjóðavettvangi. Aukinn stuðningur við friðaruppbyggingu og þróunarsamvinnu, í stað þess að veita óbeinan eða beina stuðning við hernaðarbandalög – og skýr forgangsröðun á mannúð, réttlæti og uppbyggingu. Aðgreina betur varnarmál frá utanríkisþjónustu. Utanríkisráðuneytið er útávið í dag oft eins og starfandi varnarmálaráðuneyti og skilaboðin og ásýndin allt of herlæg. Krafa um gagnsæi í öllum stuðningi Íslands við alþjóðlegar aðgerðir, hvort sem hann er pólitískur, fjárhagslegur eða í gegnum þátttöku í hernaðarbandalögum. Við eigum rétt á að vita hvar við stöndum og hvers konar stefnu er verið að styðja sem krefst samtals við borgarasamfélagið. Þetta er ákall um skynsamari og mannúðlegri utanríkisstefnu – stefnu sem byggir á siðferðislegri ábyrgð, vernd alþjóðalaga og raunverulegum hagsmunum friðar og stöðugleika. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 18 ár og starfar nú sem öryggisráðgjafi í Afríku og Miðausturlöndum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar