Trumpistar eru víða Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 26. júní 2025 08:30 Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst. NATO þjóðir segjast vera að verja lýðræði og frelsi okkar allra. Mannréttindi sögð skipta svo miklu máli, og því verði að veita mótspyrnu þegar lönd eins og Rússland (sem eru vond) ætli að taka þau af okkur. Þessi heimsmynd hljómar ævintýralega einföld, en hún hefur verið teiknuð svona upp frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vesturlönd eru þannig góða liðið sem er annt um mannréttindi, en aðrir tilheyra vonda liðinu. Með þessa möntru að leiðarljósi hafa ýmis voðaverk verið réttlætt í nafni NATO. Raunverulegur tilgangur NATO er auðvitað allt annar en hann er gefinn út fyrir að vera. Fyrst og fremst þjónar bandalagið hlutverki fyrir heimsvaldastefnuna, sem Ísland er hluti af. Við, eða réttara sagt auðvaldið á Íslandi nýtur góðs af því að verið sé að halda öðrum heimshlutum niðri með hervaldi. Án þess myndi kapítalismi ekki fúnkera á Vesturlöndum. Ástandið á Gaza hefur afhjúpað hversu lítið er á bakvið möntru NATO um mannréttindi og lýðræði. Þetta eru atriði sem skipta engu máli. Ef svo væri, hefðu aðildarríki þess fyrir löngu beitt Ísrael mun harðari þrýstingi. Ekki hefur einu sinni verið tekið til umræðu að beita landið viðskiptaþvingunum. Að sjá leiðtoga okkar flaðra upp við Trump kemur lítið á óvart þegar á hólminn er komið. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra okkar sagði hann „heillandi“ og stærði sig af því að hafa tekið „í spaðann“ á þeim manni. Forsætisráðherra talaði um að þau væru að þrýsta á um vopnahlé, en það er til lítils að segjast tala fyrir friði þegar maður samhliða styður veru Íslands í hernaðarbandalagi, sem hefur sýnt í verki að hlutverk þess er að halda niðri allri ógn við auðvaldsskipulagið. Það er eins og að ausa vatni úr bát með annarri hendi en bora gat á botninn með hinni. Þær vita ásamt öðrum leiðtogum í Evrópu, að eina leiðin til að halda auðvaldsskipulaginu gangandi hér á landi er að halda NATO á lífi. Án þess væri ekki hægt að halda hnattræna suðrinu niðri. Allt er gert til þess að halda Trump góðum og fá hann til að skuldbinda Bandaríkin áfram við NATO. Það er lykillinn að því að kapítalismi geti lifað lengur í Evrópu. Já, þegar á hólminn er komið eru nánast allir Trumpistar. Kratar, frjálslynda miðjan og hægrið þurfa öll á Trump að halda. Kapítalískt skipulag þarf á Trump að halda. Ég hef trú á því að Sósíalistaflokkur Íslands muni aldrei samþykkja slíka niðurlægingu. Þess vegna býð ég þeim sem vilja verja fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslands að skrá sig í flokkinn. Það er vel hægt að standa vörð um hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, án þess að að nauðbeygja sig fyrir erlendum stórveldum. Skráning hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu NATO Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst. NATO þjóðir segjast vera að verja lýðræði og frelsi okkar allra. Mannréttindi sögð skipta svo miklu máli, og því verði að veita mótspyrnu þegar lönd eins og Rússland (sem eru vond) ætli að taka þau af okkur. Þessi heimsmynd hljómar ævintýralega einföld, en hún hefur verið teiknuð svona upp frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vesturlönd eru þannig góða liðið sem er annt um mannréttindi, en aðrir tilheyra vonda liðinu. Með þessa möntru að leiðarljósi hafa ýmis voðaverk verið réttlætt í nafni NATO. Raunverulegur tilgangur NATO er auðvitað allt annar en hann er gefinn út fyrir að vera. Fyrst og fremst þjónar bandalagið hlutverki fyrir heimsvaldastefnuna, sem Ísland er hluti af. Við, eða réttara sagt auðvaldið á Íslandi nýtur góðs af því að verið sé að halda öðrum heimshlutum niðri með hervaldi. Án þess myndi kapítalismi ekki fúnkera á Vesturlöndum. Ástandið á Gaza hefur afhjúpað hversu lítið er á bakvið möntru NATO um mannréttindi og lýðræði. Þetta eru atriði sem skipta engu máli. Ef svo væri, hefðu aðildarríki þess fyrir löngu beitt Ísrael mun harðari þrýstingi. Ekki hefur einu sinni verið tekið til umræðu að beita landið viðskiptaþvingunum. Að sjá leiðtoga okkar flaðra upp við Trump kemur lítið á óvart þegar á hólminn er komið. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra okkar sagði hann „heillandi“ og stærði sig af því að hafa tekið „í spaðann“ á þeim manni. Forsætisráðherra talaði um að þau væru að þrýsta á um vopnahlé, en það er til lítils að segjast tala fyrir friði þegar maður samhliða styður veru Íslands í hernaðarbandalagi, sem hefur sýnt í verki að hlutverk þess er að halda niðri allri ógn við auðvaldsskipulagið. Það er eins og að ausa vatni úr bát með annarri hendi en bora gat á botninn með hinni. Þær vita ásamt öðrum leiðtogum í Evrópu, að eina leiðin til að halda auðvaldsskipulaginu gangandi hér á landi er að halda NATO á lífi. Án þess væri ekki hægt að halda hnattræna suðrinu niðri. Allt er gert til þess að halda Trump góðum og fá hann til að skuldbinda Bandaríkin áfram við NATO. Það er lykillinn að því að kapítalismi geti lifað lengur í Evrópu. Já, þegar á hólminn er komið eru nánast allir Trumpistar. Kratar, frjálslynda miðjan og hægrið þurfa öll á Trump að halda. Kapítalískt skipulag þarf á Trump að halda. Ég hef trú á því að Sósíalistaflokkur Íslands muni aldrei samþykkja slíka niðurlægingu. Þess vegna býð ég þeim sem vilja verja fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslands að skrá sig í flokkinn. Það er vel hægt að standa vörð um hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, án þess að að nauðbeygja sig fyrir erlendum stórveldum. Skráning hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar