Skoðun

Ég hef ofur­trú á mann­eskjunni í for­vörnum og öryggi á bæjarhátíðunum

Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Manneskjan er ekki fullkomin, við getum lært og breytt okkar eigin vana svo lengi sem við lifum. Allir geta valið á hverjum degi að vaxa, að hlusta á aðra, að snúa við blaðinu í hegðun og gera betur sem manneskja.

Ég trúi því að við getum orðið fyrirmyndir í eigin samfélagi. Að við getum öll staðið saman og tekið ábyrgð þar sem manngæskan er vopnið okkar.

Bæjarhátíðir um landið eru gullin tækifæri.

Hátíðir eru til að hafa skemmtilegt, að mínu mati líka til að efla, styrkja, bæta og breyta menningu. Ég ætla að hvetja okkur öll til að gera þær að vettvangi jákvæðrar orku, kærleika og sýnilegra forvarnar gegn ofbeldi og óréttlæti.

Þar sem fólk á öllum aldri finna að þau skipta máli. Að við hlustum, við sjáum hvort annað.

Við sem skipuleggjum og tökum þátt getum valið að smita út frá okkur með gleði, virðingu og lausnum.

Það kostar ekki neitt að vera fyrirmynd.

Það kostar ekki neitt að hlusta.

Það kostar ekki neitt að virða.

Það kostar ekki neitt að vera jákvæð.

Það kostar bara, að ákveða og gera það!

Ég vel að við erum ekki að leita að sökudólgum við erum hér til að verða okkar eigin Riddarar kærleikans og eigin Lausnahetjur.

Við byrjum með samtalinu við hvert annað, að efla og styrkja trú okkar á því að við sjálf og börn eigum skilið samfélag og framtíð sem bíður uppá farsæld og öryggi.

Í ágústmánuði eru fjölmargar hátíðir haldnar um land allt.

Með þessum skrifum mínum vil ég skora á alla sem standa að hátíðum með einum eða öðrum hætti. Takið Riddara kærleikans til fyrirmyndar, bætið inn kærleikshring, hér er hægt að læra hvernig við gerum það.

Að leita markvisst að jákvæðum, hugsunum, lausnum og hrósa öðrum með því að vera mannbætandi og til fyrirmyndar.

Ég skora á þig að vera með.

Að æfa þig.

Að smita út frá þér.

Ef við byrjum saman, getum við breytt öllu.

Eitt samtal í einu.

Eitt augnablik í einu.

Eitt hjarta í einu sem velur kærleikann.

Við getum alltaf gert betur og við byrjum í dag.

Góða skemmtun

Höfundur er kennari með áherslu á forvarnir

Samtalið fræðsla ekki hræðsla www.samtalid.is




Skoðun

Sjá meira


×