Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar 29. júlí 2025 07:31 Þann 26.07. s.l. birtist hér á vefnum grein eftir Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, Ísrael – brostnir draumar og lygar, og hafi hún þökk fyrir gagngera grein, ekki síst þar sem málið snertir hana persónulega. Það er ljóst og er vitað, að sagan endurtekur sig í sífellu, burtséð frá allri upplýsingu og menntun mannsins. Gaza er lifandi mynd hins pólitíska og illvíga hrærigrauts. Þegar farið er ofaní saumana á sögu hinna stríðandi fylkinga kemur í ljós að þær eiga sér sameiginlegan forföður, Abraham með synina tvo, Ísak og Ísmael, þ.e. forfeður Hebrea/Ísraels og araba. Heimildir eru um þá m.a. í Fyrstu Mósebók, Gamla testamentinu. Um Ísmael er sagt: „Statt þú upp (Hagar), reistu sveininn á fætur og leiddu hann þér við hönd, því að ég mun gjöra hann að mikilli þjóð“(1 Mós. 21.18). Hvað Abraham sjálfan varðar, þá er málið eilítið annað: „Og eg mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera.........og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta“ (1 Mós. 12.2-3). Ennfremur nokkru síðar: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi gef ég þetta land, frá Egyptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat......“ (1 Mós. 15.18- 19). Til viðbótar, þá er nafnið Ísrael af guðlegum toga þar sem Guð veitti það syni Ísaks, Jakobi, og nefndi hann Ísra-el. Sáttmálanum við Abraham í 15. kaflanum er verulega hampað af Ísrael og stuðningmönnum þess ríkis, í því að orðið „sæði“ er tekið sem í þágufalli fleitölu, þannig að tilgreint landssvæði er þannig gjöf Guðs til hinna sönnu afkomenda Abrahams gegnum Ísak, en ekki Ísmael. Hin kristna, vestræna menning lítur á fyrirheitið í 15. kafla Fyrstu Mósebókar sem fyrirheit til handa Ísrael. Það er hinsvegar vert að það athugist, að orðið „sæði“ er þarna í eintölu, ekki fleirtölu, og á í raun réttri við um Jesúm Krist og síðan alla þá sem veita honum viðtöku, sbr. skýra afstöðu Páls postula í Galatabréfinu 3.16. Ísrael hefur samkvæmmt ofangreindu talið sig eiga rétt á þessu landssvæði frá örófi alda. Þessu til viðbótar liggur til grundvallar túlkun hins almenna kristna heims og mögulega Ísraels einnig, að samkvæmt spádómsorði Daníelsbótkar, 8. og 9. kafla, þá hófst hinn eiginlegi tími Ísraels 2300 árum eftir að enduruppbygging múra Jerúsalemborgar hófst á dögum Nehemía spámanns árið 444 f. Kr., sem uppfylltist árið 1948, þannig að það ártal er engin tilviljun í sögu Ísraels. Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning upp til hópa? Það helgast að ætla má af því að litið er á Ísraelsríkið sem uppfyllingu fyrirheitisins gefið Abraham, og þar sem slíkt fyrirheit er beint frá Guði komið er til einskis að berjast gegn því. Með þessu móti hefur það frítt spil gegn íbúum Gaza og mun valta endanlega yfir land og þjóð að öllu óbreyttu. Hér er ekki einungis um pólitísk átök að ræða heldur ævagamalt og illvígt trúarbragðastríð, þar sem áhrifavaldar í veraldarpólitík kristinnar menningar eru seldir undir sömu hugmyndafræði og Ísrael, að ekki sé minnst á framtíðarsýnina í ljósi ætlaðra heimsslita, þriðja musterisins, skamms valdatíma andkrists og endanlegs ríkis Messíasar. Þjóðernishreinsunarstefna Ísraels á sér langa sögu. Haft var fyrir satt að alvaran hafi hafist fyrir alvöru í valdatíð A. Sharons. Dæmið var sett upp eftirfarandi. Ariel White - hvítur þvottur Ariel Color - litaður þvottur Ariel Sharon - þjóðernishreinsun. Þannig að það sé á hreinu: Ísrael í dag er ekki hinn fyrirheitni afkomandi Abrahams og þar með ekki útvalin þjóð Guðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Torfason Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Trúmál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þann 26.07. s.l. birtist hér á vefnum grein eftir Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, Ísrael – brostnir draumar og lygar, og hafi hún þökk fyrir gagngera grein, ekki síst þar sem málið snertir hana persónulega. Það er ljóst og er vitað, að sagan endurtekur sig í sífellu, burtséð frá allri upplýsingu og menntun mannsins. Gaza er lifandi mynd hins pólitíska og illvíga hrærigrauts. Þegar farið er ofaní saumana á sögu hinna stríðandi fylkinga kemur í ljós að þær eiga sér sameiginlegan forföður, Abraham með synina tvo, Ísak og Ísmael, þ.e. forfeður Hebrea/Ísraels og araba. Heimildir eru um þá m.a. í Fyrstu Mósebók, Gamla testamentinu. Um Ísmael er sagt: „Statt þú upp (Hagar), reistu sveininn á fætur og leiddu hann þér við hönd, því að ég mun gjöra hann að mikilli þjóð“(1 Mós. 21.18). Hvað Abraham sjálfan varðar, þá er málið eilítið annað: „Og eg mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera.........og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta“ (1 Mós. 12.2-3). Ennfremur nokkru síðar: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi gef ég þetta land, frá Egyptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat......“ (1 Mós. 15.18- 19). Til viðbótar, þá er nafnið Ísrael af guðlegum toga þar sem Guð veitti það syni Ísaks, Jakobi, og nefndi hann Ísra-el. Sáttmálanum við Abraham í 15. kaflanum er verulega hampað af Ísrael og stuðningmönnum þess ríkis, í því að orðið „sæði“ er tekið sem í þágufalli fleitölu, þannig að tilgreint landssvæði er þannig gjöf Guðs til hinna sönnu afkomenda Abrahams gegnum Ísak, en ekki Ísmael. Hin kristna, vestræna menning lítur á fyrirheitið í 15. kafla Fyrstu Mósebókar sem fyrirheit til handa Ísrael. Það er hinsvegar vert að það athugist, að orðið „sæði“ er þarna í eintölu, ekki fleirtölu, og á í raun réttri við um Jesúm Krist og síðan alla þá sem veita honum viðtöku, sbr. skýra afstöðu Páls postula í Galatabréfinu 3.16. Ísrael hefur samkvæmmt ofangreindu talið sig eiga rétt á þessu landssvæði frá örófi alda. Þessu til viðbótar liggur til grundvallar túlkun hins almenna kristna heims og mögulega Ísraels einnig, að samkvæmt spádómsorði Daníelsbótkar, 8. og 9. kafla, þá hófst hinn eiginlegi tími Ísraels 2300 árum eftir að enduruppbygging múra Jerúsalemborgar hófst á dögum Nehemía spámanns árið 444 f. Kr., sem uppfylltist árið 1948, þannig að það ártal er engin tilviljun í sögu Ísraels. Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning upp til hópa? Það helgast að ætla má af því að litið er á Ísraelsríkið sem uppfyllingu fyrirheitisins gefið Abraham, og þar sem slíkt fyrirheit er beint frá Guði komið er til einskis að berjast gegn því. Með þessu móti hefur það frítt spil gegn íbúum Gaza og mun valta endanlega yfir land og þjóð að öllu óbreyttu. Hér er ekki einungis um pólitísk átök að ræða heldur ævagamalt og illvígt trúarbragðastríð, þar sem áhrifavaldar í veraldarpólitík kristinnar menningar eru seldir undir sömu hugmyndafræði og Ísrael, að ekki sé minnst á framtíðarsýnina í ljósi ætlaðra heimsslita, þriðja musterisins, skamms valdatíma andkrists og endanlegs ríkis Messíasar. Þjóðernishreinsunarstefna Ísraels á sér langa sögu. Haft var fyrir satt að alvaran hafi hafist fyrir alvöru í valdatíð A. Sharons. Dæmið var sett upp eftirfarandi. Ariel White - hvítur þvottur Ariel Color - litaður þvottur Ariel Sharon - þjóðernishreinsun. Þannig að það sé á hreinu: Ísrael í dag er ekki hinn fyrirheitni afkomandi Abrahams og þar með ekki útvalin þjóð Guðs.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar