Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2025 15:16 vísir/viktor freyr Stjarnan lagði Þór/KA 4-1 í mikilvægum sigri í Bestu deild kvenna í dag. Sigurinn lyftir liðinu fyrir ofan Þór/KA í 5. sæti í deildinni. Gyða Kristín Gunnarsdóttir átti stórleik og var með tvö mörk og stoðsendingu í leiknum. Fyrri hálfleikur var nokkuð bragðdaufur en Stjörnukonur voru meira með boltann en náðu illa að nýta stöðurnar sem þær komust í. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu og kom Garðbæingum yfir. Á 35. mínútu fékk Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, að líta gula spjaldið vegna kjaftbrúks. Tæplega mínútu síðar jafnaði Karen María Sigurgeirsdóttir metin fyrir Þór/KA úr laglegu skoti fyrir utan teig. Ekki besta augnablikið fyrir Kalla. Stjarnan tók aftur forystuna á 60. mínútu eftir markmannsmistök. Úlfa Dís Kreye kom þá boltanum í netið eftir að Jessica Grace Berlin, markvörður Þór/KA, missti hann frá sér eftir fyrirgjöf Gyðu Kristínar Gunnarsdóttur. Snædís María Jörundsdóttir kom boltanum í netið á 69. mínútu eftir hornspyrnu. Bríet Ragnarsdóttir dæmdi Snædísi brotlega. Umdeild ákvörðun í stúkunni og undirrituð er sammála því að dómurinn er ansi harður. Fanney Lísa Jóhannesdóttir gerði svo endanlega út um leikinn á 85. mínútu og innsiglaði sigur Stjörnunnar. Sigurinn lyftir Stjörnunni upp í efri hluta deildarinnar í 5. sæti með 22 stig. Atvik leiksins Það verður að vera markið sem Bríet Ragnarsdóttir dæmdi af Stjörnunni á 69. mínútu. Dómarinn taldi að Snædís María Jörundsdóttir hefði brotið á Jessicu, í marki gestanna í hornspyrnuni. Stjörnur og skúrkar Gyða Kristín Gunnarsdóttir með tvö mörk í dag og eina og hálfa stoðsendingu að mínu mati, þar sem hún átti fyrirgjöfina sem Jessica missir í marki tvö. Stemning og umgjörð Það er alltaf fín umgjörðin hér í Garðabænum. Fámennt en góðmennt í stúkunni. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna var meðal manna í stúkunni. Dómarar Bríet Bragadóttir var á flautunni í dag. Með henni upp og niður hliðarlínuna voru Eydís Ragna Einarsdóttir og Tryggvi Elías Hermannsson. Margar áhugaverðar ákvarðanir dómaranna í leiknum. Viðtöl Jóhannes Karl Sigursteinsson: „Þessi sigur skipti okkur gríðarlegu máli“ Jóhannes Karl er þjálfari Stjörnunnarvísir „Mér fannst frammistaðan virkilega góð. Við byrjum leikinn mjög vel en við erum kannski ekki að ná að opna beina sénsa en við náum að skapa mikið af 1 á móti 1 stöðum. Það eru stöður sem við viljum fá og náum að skapa mark eftir þá leikstöðu.“ „Það kemur smá kafli eftir markið, þar sem leikmaður hjá þeim fer útaf meidd og þær breyta um leikkerfi. Við vorum ekki alveg nógu fljótar að bregðast við því. Það var stuttur kafli og við náðum fljótlega tökum á því og mér fannst seinni hálfleikur frábær“. - Sagði Kalli, þjálfari Stjörnunnar sáttur eftir sigur liðsins. Kalli fékk að líta gula spjaldið tæplega mínútu áður en Þór/KA jöfnuðu metin í fyrri hálfleik. Var það einbeitingarleysi eftir gula spjaldið að liðið fékk þetta jöfnunarmark á sig? „Nei, ég held að leikmenn hafi lítið pælt í því. Markið kemur eftir okkar eigið innkast og þetta var bara röð tilviljanna. Ég held að það sem ég er að segja þarna á hliðarlínunni hafi ósköp lítil áhrif á það.“ „Þessi sigur skipti okkur gríðarlegu máli. Það eru tveir leikir eftir og við viljum vera í efri hlutanum. Það skiptir máli að fá stigin þrjú en það skiptir líka máli að fá frammistöðu sem við getum verið stolt af og ánægð með. Frammistaðan er það sem við tökum út úr þessum leik og við verðum að halda í þessa spilamennsku eins og í dag.“ - Sagði Kalli að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Þór Akureyri KA
Stjarnan lagði Þór/KA 4-1 í mikilvægum sigri í Bestu deild kvenna í dag. Sigurinn lyftir liðinu fyrir ofan Þór/KA í 5. sæti í deildinni. Gyða Kristín Gunnarsdóttir átti stórleik og var með tvö mörk og stoðsendingu í leiknum. Fyrri hálfleikur var nokkuð bragðdaufur en Stjörnukonur voru meira með boltann en náðu illa að nýta stöðurnar sem þær komust í. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu og kom Garðbæingum yfir. Á 35. mínútu fékk Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, að líta gula spjaldið vegna kjaftbrúks. Tæplega mínútu síðar jafnaði Karen María Sigurgeirsdóttir metin fyrir Þór/KA úr laglegu skoti fyrir utan teig. Ekki besta augnablikið fyrir Kalla. Stjarnan tók aftur forystuna á 60. mínútu eftir markmannsmistök. Úlfa Dís Kreye kom þá boltanum í netið eftir að Jessica Grace Berlin, markvörður Þór/KA, missti hann frá sér eftir fyrirgjöf Gyðu Kristínar Gunnarsdóttur. Snædís María Jörundsdóttir kom boltanum í netið á 69. mínútu eftir hornspyrnu. Bríet Ragnarsdóttir dæmdi Snædísi brotlega. Umdeild ákvörðun í stúkunni og undirrituð er sammála því að dómurinn er ansi harður. Fanney Lísa Jóhannesdóttir gerði svo endanlega út um leikinn á 85. mínútu og innsiglaði sigur Stjörnunnar. Sigurinn lyftir Stjörnunni upp í efri hluta deildarinnar í 5. sæti með 22 stig. Atvik leiksins Það verður að vera markið sem Bríet Ragnarsdóttir dæmdi af Stjörnunni á 69. mínútu. Dómarinn taldi að Snædís María Jörundsdóttir hefði brotið á Jessicu, í marki gestanna í hornspyrnuni. Stjörnur og skúrkar Gyða Kristín Gunnarsdóttir með tvö mörk í dag og eina og hálfa stoðsendingu að mínu mati, þar sem hún átti fyrirgjöfina sem Jessica missir í marki tvö. Stemning og umgjörð Það er alltaf fín umgjörðin hér í Garðabænum. Fámennt en góðmennt í stúkunni. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna var meðal manna í stúkunni. Dómarar Bríet Bragadóttir var á flautunni í dag. Með henni upp og niður hliðarlínuna voru Eydís Ragna Einarsdóttir og Tryggvi Elías Hermannsson. Margar áhugaverðar ákvarðanir dómaranna í leiknum. Viðtöl Jóhannes Karl Sigursteinsson: „Þessi sigur skipti okkur gríðarlegu máli“ Jóhannes Karl er þjálfari Stjörnunnarvísir „Mér fannst frammistaðan virkilega góð. Við byrjum leikinn mjög vel en við erum kannski ekki að ná að opna beina sénsa en við náum að skapa mikið af 1 á móti 1 stöðum. Það eru stöður sem við viljum fá og náum að skapa mark eftir þá leikstöðu.“ „Það kemur smá kafli eftir markið, þar sem leikmaður hjá þeim fer útaf meidd og þær breyta um leikkerfi. Við vorum ekki alveg nógu fljótar að bregðast við því. Það var stuttur kafli og við náðum fljótlega tökum á því og mér fannst seinni hálfleikur frábær“. - Sagði Kalli, þjálfari Stjörnunnar sáttur eftir sigur liðsins. Kalli fékk að líta gula spjaldið tæplega mínútu áður en Þór/KA jöfnuðu metin í fyrri hálfleik. Var það einbeitingarleysi eftir gula spjaldið að liðið fékk þetta jöfnunarmark á sig? „Nei, ég held að leikmenn hafi lítið pælt í því. Markið kemur eftir okkar eigið innkast og þetta var bara röð tilviljanna. Ég held að það sem ég er að segja þarna á hliðarlínunni hafi ósköp lítil áhrif á það.“ „Þessi sigur skipti okkur gríðarlegu máli. Það eru tveir leikir eftir og við viljum vera í efri hlutanum. Það skiptir máli að fá stigin þrjú en það skiptir líka máli að fá frammistöðu sem við getum verið stolt af og ánægð með. Frammistaðan er það sem við tökum út úr þessum leik og við verðum að halda í þessa spilamennsku eins og í dag.“ - Sagði Kalli að lokum.
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti