Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2025 09:02 Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað. Alþingi samþykkti nýlega þróunarsamvinnustefnu þar sem stefnan var sett á að ná loksins að uppfylla loforð Íslands um að verja 0,7% af þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Varða á þeirri leið átti að vera framlög upp í 0,4% á næsta ári, en nú stefnir í að hlutfallið verði aðeins 0,35%. Munurinn þar á millinemur um 2,3 milljörðum króna. Hvað þýðir þetta í raun? Við þurfum að velja hvar við stöðvum lífsbjargandi verkefni og göngum í burtu frá samfélögum sem við höfum heitið aðstoð. Á að veita meðferð fyrir vannærð börn eða á að velja að hjálpa nýfæddum börnum á stríðssvæðum? Siðferðisleg áskorun sem enginn á að standa frammi fyrir. Til að setja þetta í samhengi Fyrir 2,3 milljarða króna væri hægt að veita hundruðum þúsunda barna aðgang að hreinu vatni, næringu, skólum og heilbrigðisþjónustu. Við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, vinnum í löndum þar sem þessi þjónusta getur skipt sköpum og við sjáum daglega afleiðingar þess þegar hún bregst. Þróunar- og mannúðaraðstoð er nefnilega ekki góðgerðarmál – hún er strategísk fjárfesting í friði, stöðugleika og mannréttindum . Þegar við hjálpumst ekki að við að útrýma fátækt, óstöðuleika og faröldrum verður heimurinn hættulegri. Það ýtir undir landsflótta, efnahagslegar krísur og átök. Þessi vandamál virða engin landamæri og mun koma niður á okkur öllum fyrr en varir. Þetta er kjarna öryggismál og siðferðisleg skylda okkar allra. Við getum gert betur Þetta er nefnilega spurning um forgangsröðun – ekki fjármagn. Ísland hefur efni á að standa við skuldbindingar sínar, allt er þetta spurning um hvaða ákvarðanir kjörnir fulltrúar taka. Vissulega þyrfti að stíga stór skref til að uppfylla loforð Íslands í þróunarsamvinnu, en aðstæður í heiminum kalla einmitt á stjórnvöld sem hafa kjark til að taka stór og metnaðarfull skref. Til að mæta óstöðugleika í heiminum leggur ríkisstjórnin til að auka framlög til öryggis- og varnarmála um helming eða 52,5%. Þróunarsamvinna snýst líka um að draga úr óstöðugleika í heiminum en þar hækkar krónutalan bara um 9% til samanburðar. Stjórnvöld verða að standa við loforð um þróunarsamvinnu Barnaheill hvetja stjórnvöld til að standa við eigin stefnu og tryggja að framlög til þróunarsamvinnu hækki eins og lofað var. Það skiptir ekki bara máli fyrir orðspor Íslands – heldur fyrir líf barna um allan heim. Þegar við segjum að börn eigi rétt á framtíð, verðum við að sýna það í verki. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróunarsamvinna Alþingi Tótla I. Sæmundsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað. Alþingi samþykkti nýlega þróunarsamvinnustefnu þar sem stefnan var sett á að ná loksins að uppfylla loforð Íslands um að verja 0,7% af þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Varða á þeirri leið átti að vera framlög upp í 0,4% á næsta ári, en nú stefnir í að hlutfallið verði aðeins 0,35%. Munurinn þar á millinemur um 2,3 milljörðum króna. Hvað þýðir þetta í raun? Við þurfum að velja hvar við stöðvum lífsbjargandi verkefni og göngum í burtu frá samfélögum sem við höfum heitið aðstoð. Á að veita meðferð fyrir vannærð börn eða á að velja að hjálpa nýfæddum börnum á stríðssvæðum? Siðferðisleg áskorun sem enginn á að standa frammi fyrir. Til að setja þetta í samhengi Fyrir 2,3 milljarða króna væri hægt að veita hundruðum þúsunda barna aðgang að hreinu vatni, næringu, skólum og heilbrigðisþjónustu. Við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, vinnum í löndum þar sem þessi þjónusta getur skipt sköpum og við sjáum daglega afleiðingar þess þegar hún bregst. Þróunar- og mannúðaraðstoð er nefnilega ekki góðgerðarmál – hún er strategísk fjárfesting í friði, stöðugleika og mannréttindum . Þegar við hjálpumst ekki að við að útrýma fátækt, óstöðuleika og faröldrum verður heimurinn hættulegri. Það ýtir undir landsflótta, efnahagslegar krísur og átök. Þessi vandamál virða engin landamæri og mun koma niður á okkur öllum fyrr en varir. Þetta er kjarna öryggismál og siðferðisleg skylda okkar allra. Við getum gert betur Þetta er nefnilega spurning um forgangsröðun – ekki fjármagn. Ísland hefur efni á að standa við skuldbindingar sínar, allt er þetta spurning um hvaða ákvarðanir kjörnir fulltrúar taka. Vissulega þyrfti að stíga stór skref til að uppfylla loforð Íslands í þróunarsamvinnu, en aðstæður í heiminum kalla einmitt á stjórnvöld sem hafa kjark til að taka stór og metnaðarfull skref. Til að mæta óstöðugleika í heiminum leggur ríkisstjórnin til að auka framlög til öryggis- og varnarmála um helming eða 52,5%. Þróunarsamvinna snýst líka um að draga úr óstöðugleika í heiminum en þar hækkar krónutalan bara um 9% til samanburðar. Stjórnvöld verða að standa við loforð um þróunarsamvinnu Barnaheill hvetja stjórnvöld til að standa við eigin stefnu og tryggja að framlög til þróunarsamvinnu hækki eins og lofað var. Það skiptir ekki bara máli fyrir orðspor Íslands – heldur fyrir líf barna um allan heim. Þegar við segjum að börn eigi rétt á framtíð, verðum við að sýna það í verki. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun