Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2025 20:02 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var meðal leiðtoga sem sóttu fund European Political Community í Danmörku í dag. EPA/THOMAS TRAASDAHL DENMARK OUT Rússar reyna á þolmörk Evrópu og það hefur aldrei verið mikilvægara að ríki álfunnar standi saman að sögn forsætisráðherra Danmerkur. Úkraínumenn munu gegna lykilhlutverki við að aðstoða önnur ríki við að koma sér upp drónavörnum og forsætisráðherra Íslands telur eðlilegt að Íslendingar taki mögulega þátt í slíku samstarfi. Það hefur vart verið þverfótað fyrir þjóðarleiðtogum, lögreglu og hermönnum við gæslu í Kaupmannahöfn í vikunni, fyrst vegna leiðtogafundar ESB í gær og aftur í dag þegar leiðtogar fleiri ríkja komu saman til fundar European Political Community, EPC. Umræða um fjölþáttaógnir og öryggisástandið í Evrópu var fyrirferðarmikil, einkum í ljósi nýliðinna atburða í álfunni. Sú ógn sem stafar af mögulegum drónaárásum og öðrum fjölþáttaógnum verða meðal annars á dagskrá fundar þjóðaröryggisráðs Íslands sem kemur saman á morgun, og tekur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og formaður ráðsins sitt hvað með að borðinu eftir samtöl sín í Kaupmannahöfn í dag. Drónavarnir Íslandi ekki óviðkomandi „Þetta er auðvitað nýr veruleiki sem mörg lönd standa frammi fyrir. Leiðtogar Evrópusambandsins í gær ræddu til að mynda um samstarf á sviði svokallaðs drónaveggs. Ég held að við þurfum að hafa það í huga að ef að þessi lönd, sem eru mörg hver stærri og með umfangsmeiri varnir en við, eru að horfa til þess að vera í samstarfi um slíkar varnir á sviði dróna, þá er það eitthvað sem við eigum líka að vera að horfa til, möguleg þátttaka í slíku samstarfi,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Kallar þjóðaröryggisráð saman „Þannig við erum auðvitað hér til að virkja þessi samtöl, til þess að koma okkur inn í verkefni sem að við getum líka notað,“ bætir Kristrún við, og bendir á að þetta sé í takt við aukið samstarf Evrópuríki og NATO á breiðari grunni hvað lítur að öryggis- og varnarmálum. Úkraína sent liðsauka til Danmerkur Enn liggur ekkert staðfest fyrir um það hver ber ábyrgð á óvelkominni drónaumferð við flugvelli og aðra hernaðarinnviði í Danmörku á dögunum. Það kom hins vegar skýrt fram í máli Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Volódimír Selenskí Úkraínuforseta á blaðamannafundi þeirra að loknum leiðtogafundi í gær að helsta ógnin sem steðji að Evrópu komi frá Rússlandi. Selenskí og Mette Frederiksen hafa lítinn húmor fyrir hegðun Rússa sem beinist gegn Evrópu. EPA/IDA MARIE ODGAARD „Rússar eru að prófa okkur og nú sem aldrei fyrr þurfum við að standa saman,“ sagði Mette meðal annars. Fyrr í dag vildi hún í samtali við fjölmiðla hvorki staðfesta né hafna því hvort aðgerð franska sjóhersins gegn rússnesku olíuskipi á dögunum tengist rannsókn drónaumferðar, en sagði þó að rússneski skuggaflotinn svokallaði hafi lengi verið til mikilla vandræða. Atburði í álfunni undanfarin misseri, hvort sem það eru brot á lofthelgi, netárásir eða undirróðsherferðir gegn ríkjum Evrópu þurfi að skoðast í samhengi. Danir líkt og fleiri Evrópuríki horfa Danir til þess að efla eigin drónavarnir og framleiðslu, í nánu samstarfi við Úkraínumenn. Danir eru meðal þeirra ríkja sem hafa stutt hvað mest hlutfallslega við varnir Úkraínu, en nú eru Úkraínumenn hins vegar einnig með viðveru í Danmörku til að styðja við drónavarnir og deila sinni sérþekkingu á því sviði. „Við finnum að Evrópa er augljóslega ákveðin í því að bregðast við, og bregðast almennilega við vaxandi drónaógn. Rússneskir drónar hafa gengið of langt,“ sagði Selenskí meðal annars. Ungverjum ekki snúist hugur Hann hvatti einnig til frekari viðskiptaþvingana geng Rússum og til harðari stefnu gegn kaupum á olíu frá Rússlandi. Forsætisráðherra Ungverjalands hefur verið hvað tregastur Evrópuleiðtoga við að breyta um stefnu í þeim efnum. „Ég reyni að vera sterkur maður en ég get breytt stefnu en ég get ekki breytt landafræði. Ungverjaland er landlukt ríki og við erum bara með olíuleiðslur svo við verðum að versla frá Rússum,“ sagði Orban kokhraustur við blaðamenn í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Ríkisstjórn hans hefur einnig lagst gegn aðild Úkraínu að Evrópusambandinu, sem hefur lagt stein í götu Evrópusambandsaðildar Úkraínu. Mette Frederiksen og Viktor Orbàn eru aldeilis ekki alltaf sammála, til að mynda hvað lítur að stuðningi við Úkraínu og hvernig honum skuli háttað.AP/Emil Helms/Ritzau Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Drónaumferð á dönskum flugvöllum Danmörk Úkraína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira
Það hefur vart verið þverfótað fyrir þjóðarleiðtogum, lögreglu og hermönnum við gæslu í Kaupmannahöfn í vikunni, fyrst vegna leiðtogafundar ESB í gær og aftur í dag þegar leiðtogar fleiri ríkja komu saman til fundar European Political Community, EPC. Umræða um fjölþáttaógnir og öryggisástandið í Evrópu var fyrirferðarmikil, einkum í ljósi nýliðinna atburða í álfunni. Sú ógn sem stafar af mögulegum drónaárásum og öðrum fjölþáttaógnum verða meðal annars á dagskrá fundar þjóðaröryggisráðs Íslands sem kemur saman á morgun, og tekur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og formaður ráðsins sitt hvað með að borðinu eftir samtöl sín í Kaupmannahöfn í dag. Drónavarnir Íslandi ekki óviðkomandi „Þetta er auðvitað nýr veruleiki sem mörg lönd standa frammi fyrir. Leiðtogar Evrópusambandsins í gær ræddu til að mynda um samstarf á sviði svokallaðs drónaveggs. Ég held að við þurfum að hafa það í huga að ef að þessi lönd, sem eru mörg hver stærri og með umfangsmeiri varnir en við, eru að horfa til þess að vera í samstarfi um slíkar varnir á sviði dróna, þá er það eitthvað sem við eigum líka að vera að horfa til, möguleg þátttaka í slíku samstarfi,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Kallar þjóðaröryggisráð saman „Þannig við erum auðvitað hér til að virkja þessi samtöl, til þess að koma okkur inn í verkefni sem að við getum líka notað,“ bætir Kristrún við, og bendir á að þetta sé í takt við aukið samstarf Evrópuríki og NATO á breiðari grunni hvað lítur að öryggis- og varnarmálum. Úkraína sent liðsauka til Danmerkur Enn liggur ekkert staðfest fyrir um það hver ber ábyrgð á óvelkominni drónaumferð við flugvelli og aðra hernaðarinnviði í Danmörku á dögunum. Það kom hins vegar skýrt fram í máli Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Volódimír Selenskí Úkraínuforseta á blaðamannafundi þeirra að loknum leiðtogafundi í gær að helsta ógnin sem steðji að Evrópu komi frá Rússlandi. Selenskí og Mette Frederiksen hafa lítinn húmor fyrir hegðun Rússa sem beinist gegn Evrópu. EPA/IDA MARIE ODGAARD „Rússar eru að prófa okkur og nú sem aldrei fyrr þurfum við að standa saman,“ sagði Mette meðal annars. Fyrr í dag vildi hún í samtali við fjölmiðla hvorki staðfesta né hafna því hvort aðgerð franska sjóhersins gegn rússnesku olíuskipi á dögunum tengist rannsókn drónaumferðar, en sagði þó að rússneski skuggaflotinn svokallaði hafi lengi verið til mikilla vandræða. Atburði í álfunni undanfarin misseri, hvort sem það eru brot á lofthelgi, netárásir eða undirróðsherferðir gegn ríkjum Evrópu þurfi að skoðast í samhengi. Danir líkt og fleiri Evrópuríki horfa Danir til þess að efla eigin drónavarnir og framleiðslu, í nánu samstarfi við Úkraínumenn. Danir eru meðal þeirra ríkja sem hafa stutt hvað mest hlutfallslega við varnir Úkraínu, en nú eru Úkraínumenn hins vegar einnig með viðveru í Danmörku til að styðja við drónavarnir og deila sinni sérþekkingu á því sviði. „Við finnum að Evrópa er augljóslega ákveðin í því að bregðast við, og bregðast almennilega við vaxandi drónaógn. Rússneskir drónar hafa gengið of langt,“ sagði Selenskí meðal annars. Ungverjum ekki snúist hugur Hann hvatti einnig til frekari viðskiptaþvingana geng Rússum og til harðari stefnu gegn kaupum á olíu frá Rússlandi. Forsætisráðherra Ungverjalands hefur verið hvað tregastur Evrópuleiðtoga við að breyta um stefnu í þeim efnum. „Ég reyni að vera sterkur maður en ég get breytt stefnu en ég get ekki breytt landafræði. Ungverjaland er landlukt ríki og við erum bara með olíuleiðslur svo við verðum að versla frá Rússum,“ sagði Orban kokhraustur við blaðamenn í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Ríkisstjórn hans hefur einnig lagst gegn aðild Úkraínu að Evrópusambandinu, sem hefur lagt stein í götu Evrópusambandsaðildar Úkraínu. Mette Frederiksen og Viktor Orbàn eru aldeilis ekki alltaf sammála, til að mynda hvað lítur að stuðningi við Úkraínu og hvernig honum skuli háttað.AP/Emil Helms/Ritzau
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Drónaumferð á dönskum flugvöllum Danmörk Úkraína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira