Innlent

Eldur í þvotta­húsi á Granda

Agnar Már Másson skrifar
Slökkviliðið hefur verið ræst út.
Slökkviliðið hefur verið ræst út. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið var ræst út vegna minniháttar eldsvoða í þvottahúsinu Fjöður að Fiskislóð á Granda í vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan 21 í kvöld. Vel tókst að slökkva eldinn.

Sírenur ómuðu víða um vesturborgina á níunda tímanum í kvöld þegar allt tiltækt lið slökkviliðsins var ræst út.

Steinþór Darri Þorsteinsson varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að eldur hafi komið upp í þvottahúsi á Fiskislóð 65 en þar er þvottahúsið Fjöður einmitt til húsa.

Varðstjórinn segir kollega sína hafa verið fljóta að slökkva eldinn. Það hafi ekki tekið nema um tvær mínútur.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Veistu meira um málin? Áttu mynd? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur nafnlaust fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×