Matty Cash afgreiddi City Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. október 2025 16:00 Matty Cash skoraði markið sem skildi liðin að. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Aston Villa vann afar sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn í Aston Villa voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og Matty Cash kom liðinu yfir með marki á 19. mínútu. Í síðari hálfleik voru gestirnir í Manchester City mun líklegri til afreka og leikurinn fór að miklu leyti fram í kringum vítateig Aston Villa. Gestunum tókst þó ekki að finna jöfnunarmarkið og niðurstaðan því 1-0 sigur Aston Villa sem nú situr í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki, einu stigi minna en Manchester City sem situr í fjórða sæti. Enski boltinn
Aston Villa vann afar sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn í Aston Villa voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og Matty Cash kom liðinu yfir með marki á 19. mínútu. Í síðari hálfleik voru gestirnir í Manchester City mun líklegri til afreka og leikurinn fór að miklu leyti fram í kringum vítateig Aston Villa. Gestunum tókst þó ekki að finna jöfnunarmarkið og niðurstaðan því 1-0 sigur Aston Villa sem nú situr í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki, einu stigi minna en Manchester City sem situr í fjórða sæti.