Herðist á rembihnútnum sem Lindarhvolsmálið er í Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi var gestur á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Þar var Lindarhvolsmálið enn og aftur til umfjöllunar. Innlent 17. apríl 2023 12:17
Sagður neita að mæta múlbundinn á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingi kemur saman aftur eftir páskafrí á mánudag og stjórnskipunar og eftilitsnefnd þingsins tekur upp þráðinn í Lindarhvolsmálinu svokallaða. Leynd sem hvílir á greinargerð setts ríkisendurskoðanda er áfram steinn í götu nefndarinnar Innlent 15. apríl 2023 12:00
Guðlaugur felur Ásmundi lykilhlutverk í orkumálum til framtíðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Ásmund Friðriksson, samflokksþingmann sig í Sjálfstæðisflokknum, fomann starfshóps til að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Er þar m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Innlent 14. apríl 2023 15:34
Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. Innlent 14. apríl 2023 15:04
Þrýstu á ráðherra að skipa Seyðfirðinga í jarðganganefnd Fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði, Margrét Guðjónsdóttir, sem núna er fulltrúi heimastjórnar Seyðisfjarðar í Múlaþingi, lýsir því í grein á Vísi hvernig það kom til að Seyðfirðingar fengu tvo fulltrúa af fimm í nefnd samgönguráðherra um næstu jarðgöng á Austurlandi. Sú niðurstaða nefndarinnar árið 2019, að leggja til Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, hefur síðan verið lögð til grundvallar þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að þau skuli vera næst í röðinni. Innlent 14. apríl 2023 10:40
Hildur og Gísli eignuðust „lítinn páskaunga“ á skírdag Hildur Sverrisdóttir alþingismaður og sambýlismaður hennar, Gísli Árnason, hafa eignast dreng. Drengurinn er þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Gísli þrjú börn. Lífið 13. apríl 2023 13:15
Ítrekaður klaufaskapur með hagsmunaskrá varpi ljósi á áhugaleysi Heimspekingur og rannsóknasérfræðingur hjá Siðfræðistofnun segir að breyta þurfi vinnubrögðum og verklagi í kringum hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa. Ítrekaður klaufaskapur og áhugaleysi á gegnsæi eyði því litla trausti sem enn sé til staðar til kjörinna fulltrúa. Innlent 13. apríl 2023 13:08
Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. Innlent 13. apríl 2023 11:57
Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. Innlent 12. apríl 2023 16:19
Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. Innlent 11. apríl 2023 21:51
Íslensk matvara á páskum 2024 Formaður Viðreisnar er framsýn kona og hugsar til framtíðar, þar viljum við öll vera. Hún undirstrikar það í grein sinni á Vísi í gær. Viðreisn horfir stíft til Evrópusambandsins þar sem sólin virðist skína skærar og verndartollar eru ekki til, eða hvað? Skoðun 11. apríl 2023 11:30
Gömul saga og ný Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði út og suður. Kjósendur fyrirgáfu það fljótt og vel, það var jú Covid. Skoðun 11. apríl 2023 07:30
Sigurlaug Bjarnadóttir er látin Sigurlaug Bjarnadóttir, fyrrverandi þingmaður og kennari, er látin 96 ára að aldri. Innlent 9. apríl 2023 12:13
Þingforseti fer í blóra við lög um þingsköp – Hvað er til ráða? Baráttan um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol hefur nú staðið í á fimmta ár. Jafnlengi hefur greinarhöfundur barist fyrir birtingu hennar á tvennum vígstöðvum þ.e. í forsætisnefnd með aðstoð hluta af fulltrúum stjórnarandstöðunnar og lengst af einn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Skoðun 6. apríl 2023 12:31
Launalægsta fólkið megi ekki við tekjuskerðingunni Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagðar eru til ýmsar breytingar á fæðingarorlofslöggjöfinni. Þingmaðurinn segir breytingarnar eiga að tryggja betur afkomuöryggi foreldra og stuðla að auknu jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Innlent 5. apríl 2023 14:21
Hart tekist á um erfðafjárskatt: „Er þetta í alvöru forgangsröðunin?“ Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að fyrstu tíu milljónir erfðafjár verði gerðar skattfrjálsar. Samkvæmt núgildandi lögum eru fyrstu 5,7 milljónir erfðafjár skattfrjálsar. Þingmaður Samfylkingar segir erfðafjárskattinn þann sanngjarnasta. Ekki sé rétt forgangsröðun að veita efnamesta fólki landsins skattaafslátt með þessari breytingu. Innlent 5. apríl 2023 00:03
Ósátt með fréttaflutning af meintum tengslum við hælisleitendur Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er ósátt með fréttaflutning Morgunblaðsins af meintum tengslum hennar við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hún sakar blaðamann um að vera ófaglegan. Innlent 4. apríl 2023 21:47
Stéttaskipting felist í núgildandi reglum um dýrahald Inga Sæland formaður Flokks fólksins fer fyrir frumvarpi um breytingu á fjöleignahúsalögum sem myndi gera katta- og hundahald ekki háð leyfi annarra íbúa fjöleignarhúsa. Hún segir mikla stéttaskiptingu felast í núgildandi lögum. Innlent 4. apríl 2023 18:52
Gagnist ekki fátækum en þó þeim sem hafi milljónir á milli handanna Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurkjördæmi leggja í nýju frumvarpi til að foreldrar fái að gefa börnum sínum tíu milljónir króna skattfrjálst í arf. Þó slík lög gagnist ekki tekjulágum hér á landi sé um að ræða lága fjárhæð sem gæti nýst fjölmörgum fjölskyldum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lifa í hliðarveruleika. Innlent 4. apríl 2023 11:05
Evrópumeistarar með yfirdrátt „Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína í síðustu viku. Nú þegar áætlunin hefur verið kynnt blasir við að staðan er óbreytt. Skoðun 4. apríl 2023 11:01
„Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. Innlent 1. apríl 2023 13:39
Bjarni væri að fá falleinkunn í skóla Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnina gera of lítið og of seint í baráttunni gegn verðbólgunni með nýrri fjármálaáætlun. Innlent 31. mars 2023 23:32
Ganga mátti lengra í fjármálaáætlun til að vinna bug á verðbólgu Almennt var búist við umfangsmeiri breytingum á nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hægt væri að ganga lengra í aðhaldi til að vinna bug á verðbólgunni og þenslunni. Fjármálaáætlun mun ekki hafa áhrif á verðbólguhorfur til skamms tíma, segja viðmælendur Innherja. Innherji 31. mars 2023 11:59
Fjármálaáætlun – umbúðir um ekki neitt Það voru margir sem biðu óþreyjufullir eftir framlagningu fjármálaáætlunar sem nú hefur litið dagsins ljós. Ástæðurnar fyrir þessum spenningi eru augljósar. Heimilin glíma nú við mestu verðbólgu frá hruni, endurteknar vaxtahækkanir, stóraukna greiðslubyrði lána og mikla hækkun matarverðs. Skoðun 31. mars 2023 09:01
„Ég sé ekkert óeðlilegt við þetta“ Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi í dag atkvæði gegn vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra. Hann segist ekki sjá neitt athugavert við það. Innlent 30. mars 2023 20:34
Tómas sá eini sem greiddi ekki atkvæði: „Ég er eins og vindpoki á flugvellinum“ Vantrauststillaga á hendur dómsmálaráðherra var felld í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og tuttugu og tveir með henni. Einn þingmaður var viðstaddur og greiddi ekki atkvæði: Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Innlent 30. mars 2023 17:52
Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. Innlent 30. mars 2023 15:29
Tillaga um vantraust á hendur Jóni felld Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. 35 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Innlent 30. mars 2023 13:13
Segir aðgerðirnar ekki duga Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgu ekki duga. Hann segir boðaðar skattahækkanir illa ígrundaðar. Þá lýsir stjórn Félags atvinnurekenda yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. Innlent 30. mars 2023 12:29
Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. Innlent 30. mars 2023 12:13