Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi

Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Willum einn af pressukóngum Evrópu

Íslenski landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson er í frábærum hópi á mjög athyglisverðum tölfræðilista unnum upp úr upplýsingum frá sjö bestu deildum Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við vorum sofandi“

Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, átti fá orð til að lýsa því sem gekk á í leik liðsins gegn nýliðum Luton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiða­blik 2022 | Há­flug á vængjum Hrafnsins

Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tveir sigrar í röð hjá De Rossi og Roma

Daniele De Rossi hefur nú unnið báða leiki sína sem aðalþjálfari Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Rómverjar unnu 2-1 útisigur á Salernitana í eina leik kvöldsins.

Fótbolti