„Fólk var að rífast um það hver Húgó væri á meðan að ég sat bara beint fyrir framan þau“ Tónlistarmaðurinn Hugo skipar þriðja sæti íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Farinn. Hugo var valinn Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og hefur vakið mikla athygli fyrir grímuna sem hann klæðist hvert skipti sem hann kemur fram. Enginn virðist vita hver raunverulegi maðurinn sé á bak við Hugo. Blaðamaður hafði samband við Hugo og tók púlsinn á honum. Tónlist 16. apríl 2022 16:01
Liz Sheridan er látin Leikkonan Liz Sheridan, sem helst er þekkt fyrir að leika móður Jerry Seinfeld í Seinfeld-þáttunum, er látin, 93 ára að aldri. Lífið 16. apríl 2022 09:02
Átti ekki að lifa af en gefur nú út plötu Svavar greindist nýlega með hjartagalla eftir að hafa fengið blóðtappa í heilann og eftir mikla óvissu um orsök ferðir hans á spítalans fékk hann þau svör að að hann ætti ekki miklar líkur á að lifa af veikindinn. Svavar hefur alltaf verið heilbrigður og mikill útivistarmaður og hafði verið í fjallgöngum, stundað sund og líkamsrækt og var honum því verulega brugðið við þessar fréttir. Albumm 15. apríl 2022 14:30
Sveitapabbar í útlegð í úthverfunum sameinast í rólegum hljóðheimi Hljómsveitin LÓN sendi frá sér lagið Drifting fyrr í dag. Fyrsta plata hljómsveitarinnar er væntanleg 15. maí næstkomandi og ber nafnið Thankfully Distracted. Tónlist 15. apríl 2022 13:30
Ryðguð í skipulagningu en mikil stemning fram undan Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefst í kvöld - eftir tveggja ára Covid-hlé. Rokkstjóri hátíðarinnar segir mikla stemningu í bænum og að fullt sé út úr dyrum hjá mörgum bæjarbúum. Innlent 15. apríl 2022 13:24
„Tónlist hefur verið minn persónulegi sálfræðingur frá því að ég byrjaði fyrst að semja“ Eydís Helena Evensen er skapandi listakona með meiru sem ber ýmsa hatta á borð við tónskáld og píanóleikara. Hún sendi frá sér EP plötuna Frost síðastliðna helgi en þar er að finna fjögur tónverk eftir Eydísi. Samhliða plötunni sendu Eydís og maki hennar Einar Egils frá sér myndverk við lagið Dawn is near. Blaðamaður hafði samband við Eydísi og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. Tónlist 15. apríl 2022 11:00
Einkatónleikar og NFT – Kig & Husk safnar fyrir vínyl-útgáfu á Karolina Fund KILL THE MOON, fyrsta breiðskífa KIG & HUSK kom út um mitt síðasta ár (2021) og fékk um leið frábærar viðtökur tónlistargagnrýnenda auk þess sem hún hlaut tilnefningu til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem besta plata ársins 2021. Albumm 14. apríl 2022 14:31
Volaða land keppir í Cannes Kvikmyndin Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, hefur verið valin til að keppa á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Bíó og sjónvarp 14. apríl 2022 13:57
Upprisa Aldrei fór ég suður um helgina Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði nú um helgina eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal tónlistarmanna verða Bríet, Mugison og Páll Óskar. Menning 14. apríl 2022 11:09
Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. Innlent 13. apríl 2022 20:10
Feilskot við Nýló Árið 1938 mótaði afi minn Ásmundur Sveinsson myndhöggvari mynd sem hann kallaði Fyrsta hvíta móðirin. Verk þetta sýnir Guðríði Þorbjarnardóttur en talið er að hún hafi verið fyrsta evrópska konan sem ól barn í Ameríku og var það um árið 1000. Skoðun 13. apríl 2022 17:01
Nýjar kvikmyndir á hverjum degi yfir páskana á Stöð 2+ Dagskráin á Stöð 2+ er stútfull af fjölbreyttu efni svo það er auðvelt fyrir alla að finna eitthvað til að horfa á. Nýjar kvikmyndir koma inn á hverjum degi og hafa páskarnir aldrei litið betur út á Stöð 2+. Lífið samstarf 13. apríl 2022 13:00
Varð fljótt vinsælasti tónlistarmaður landsins Ásgeir Trausti heldur upp á tíu ára afmæli plötunnar Dýrð í dauðaþögn með stórtónleikum í Eldborg 27. ágúst. Albumm 12. apríl 2022 23:56
Loksins almennileg stikla fyrir fjórðu þáttaröð Stranger Things Netflix birti í dag stiklu fyrir fjórðu þáttaröð af hinum geysivinsælu Stranger Things. Þáttaröðin kemur út í sumar en margir hafa beðið hennar í ofvæni allt frá því að þriðja þáttaröð kom út fyrir heilum þremur árum. Bíó og sjónvarp 12. apríl 2022 23:19
„Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. Innlent 12. apríl 2022 14:00
Gamli turninn á Lækjartorgi fær nýtt hlutverk Gamli söluturninn á Lækjartorgi, sem hefur lengi vel verið eitt helsta kennileiti miðbæjarins, fær nýtt hlutverk á næstunni þegar honum verður breytt í hljómturn en til stendur að gera turninn að miðpunkt tónlistar í miðbænum. Innlent 12. apríl 2022 11:42
Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. Innlent 11. apríl 2022 22:56
Mánudagsplaylisti Júlíönu Liborius Leikkonan og Leikstjórinn Júlíana liborius hefur marga hatta og hefur svo sannarlega komið víða við sem allt tengist sviðslistum á einn eða annan hátt. Albumm 11. apríl 2022 21:51
Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. Lífið 11. apríl 2022 17:31
Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. Innlent 11. apríl 2022 14:34
Eydís og Einar gefa út myndverk saman við nýtt lag Tónskáldið og píanóleikarinn Eydís Evensen gaf út plötuna FROST um helgina. Samhliða útgáfunni kom út undurfagurt myndverk, sem Eydís gerði ásamt Einari Egils. Tónlist 11. apríl 2022 14:26
Málar hrúta, kýr, skeggjaða karla og Emil í Kattholti Hrútar, svín, kýr, Emil í Kattholti, skeggjaðir karlar, konan hans, börnin þeirra og hann sjálfur er meðal þess, sem myndlistarmaður í Kópavogi málar í frítímum sínum. Hrúturinn þykir einstaklega glæsilegur. Menning 10. apríl 2022 19:50
„Höldum áfram að gera lög sem okkur finnst skemmtileg“ Hljómsveitin Inspector Spacetime sendi frá sér lagið Kenndu mér síðastliðinn föstudag og er þetta tíunda lagið sem hljómsveitin sendir frá sér. Tónlist 10. apríl 2022 10:01
Ragnar lenti í fárviðri á slóðum Shackleton og þurfti að binda sig við þilfarið Í ferð sinni til Suðurskautsins sigldi Ragnar Axelsson sömu leið og breski heimskautafarinn Sir Ernest Shackleton. Vísindamenn fundu flak skip hans Endurance, í síðasta mánuði, 107 árum eftir að það sökk. Flakið fannst á botni Weddel-hafs, undan ströndum Suðurskautslandsins, og þykir fundurinn einn sá merkasti í sögunni. Menning 10. apríl 2022 07:00
Pálmasunnudagur Pálmasunnudag ber upp viku fyrir páskadag ár hvert og markar jafnframt upphaf dymbilviku. Í ár, 2022, ber daginn upp þann 10. apríl. Menning 10. apríl 2022 05:01
Rjómatertuslagurinn hörmulegur en skemmtilegur Barnamenningarhátíð í Reykjavík náði hápunkti í dag en fjöldi viðburða voru haldnir um bæ allan. Í Norræna húsinu fengu börn að setja sig í hlutverk fullorðna fólksins og hin hefðbundnu hlutverk snerust við. Innlent 9. apríl 2022 22:30
Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. Innlent 9. apríl 2022 21:31
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted - Íslenskt indí, KUSK og veisla á Sirkus! Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 9. apríl 2022 17:00
Með hækkandi sól klífur listann Nú styttist óðfluga í Eurovision og íslenski listinn fylgist spenntur með á hliðarlínunni. Framlag okkar Íslendinga, lagið Með hækkandi sól, hækkar sig um tólf sæti á milli vikna og situr nú í sjötta sæti íslenska listans. Tónlist 9. apríl 2022 16:02
Innri börnin blása lífi í trylltar konur í pönkhljómsveit Pönksveitin The Boob Sweat Gang sendi frá sér sitt fyrsta lag, „Alpha Mom“, í dag ásamt tónlistarmyndbandi þar sem hliðar sjálf hljómsveitarmeðlima fá að skína. Blaðamaður hafði samband við hljómsveitina, en allir meðlimir sveitarinnar eru sviðslistakonur. Tónlist 9. apríl 2022 09:01