

Skóla- og menntamál
Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar!
Nú er ég á fyrsta degi í verkfalli og hef verið að velta hlutunum fyrir mér. Einhver skriður er kominn á viðræður og fjölmiðlabann á deiluaðila. Ég hét því fyrir 20 árum síðan að ef ég myndi aftur enda í verkfalli og því niðurbroti sem því fylgir þá myndi ég hætta sem kennari.

Borgið lausnargjaldið
Kennarasambandið hefur boðist til að hætta ótímabundnu verkfalli á fjórum leikskólum gegn því að sveitarfélögin borgi leikskólakennurum laun í verkfallinu.

Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum
Samningaviðræður í kjaradeilu lækna eru komnar á lokastig. Nýr taktur blasir við í kjaradeilu kennara eftir að samningsaðilar fundu sameiginlega grundvöll í gær.

Ögurstund runnin upp í Karphúsinu
Stór dagur er runninn upp í Karphúsinu. Vinnufundir í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga hófust í morgun og samninganefndir hafa svo verið boðaðar til eiginlegs samningafundar klukkan 12. Þá funda læknar og ríkið einnig í kapphlaupi við tímann.

Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist ekki treysta Sjálfstæðisflokknum til að fjárfesta í menntakerfinu. Hann segir flokkinn hafa barist gegn fjárveitingum til málaflokksins og lagt til niðurskurð á hverju ári.

Skilum skömminni
Jæja. Búið að tilkynna að leikskóli sonar míns fari í ótímabundið verkfall 10. desember.

Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga?
Undarleg og óvænt atburðarás hófst á föstudaginn. Samtök kennara lýstu því yfir að þau væru til í að aflýsa verkföllum í þeim leikskólum sem lokaðir hafa verið síðustu vikur. Ljóst var að þetta boð átti sér stað þrátt fyrir að illa gangi við samningaborðið enda var á sama tíma tilkynnt að brátt hæfust verkföll í tíu leikskólum til viðbótar.

Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara
Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu.

KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“
Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna.

Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“
Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum.

Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum
Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október.

Boða verkföll í tíu leikskólum í desember
Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma.

Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland?
Í næstu viku fáum við tækifæri til að móta framtíðina. Þetta er stund til að íhuga hvað skiptir raunverulegu máli fyrir samfélag okkar, bæði í dag og til lengri tíma.

Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni?
Farsældarlögin eru stórt framfaraskref þegar kemur að því að tryggja velferð barna á Íslandi. Lögin byggja á þeirri grundvallarforsendu að allir sem vinna með og fyrir börn – hvort sem það eru skólar, heimili, frístundastarf, heilbrigðisþjónusta eða félagsþjónusta – vinni saman að farsæld þeirra. Markmiðið er að koma auga á og bregðast við aðstæðum barna áður en vandamál verða of flókin.

Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna?
Árið 2014 var samþykkt umfangsmikil breyting á menntakerfinu þegar nám til stúdentsprófs var stytt úr fjórum árum í þrjú.

Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara
Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra.

Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti?
Í fyrstu grein okkar minntumst við á hvernig íslenskum skólum hefur að mati OECD gengið vel að tryggja jöfn tækifæri til náms – þau meta íslenska kerfið þannig að félags- og efnahagslegir þættir hafi ekki sterk tengsl við frammistöðu nemenda í PISA-könnunum.

Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum
Sögur frá undarlegri heimsókn Miðflokksmanna í Verkmenntaskólann á Akureyri halda áfram að berast en skólameistari VMA segir formann flokksins hafa spurt nemendur hvort hann mætti koma með þeim inn í kennslustund. Þá hafi myndbirting hans í gærkvöldi komið flatt upp á pilta sem stilltu sér upp fyrir sjálfu með honum fyrr um daginn.

Í upphafi skal endinn skoða..
Byggjum traustan grunn.. Dæmisaga nr 2 úr daglegu lífi.

Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun
Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta boðun verkfalls í janúar. Samninganefnd Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga fundaði í dag hjá sáttasemjara þriðja daginn í röð.

„Fólki er frekar misboðið“
Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins.

Er aukin einkavæðing lausnin?
Það ætti að vera augljóst öllum að hægri vængur íslenskra stjórnmála er hlynntur einkavæðingu í velferðarþjónustunni, í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og einnig í samgöngum.

Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík
Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna sjálfstætt starfandi leikskóla hækkar um 290 milljónir króna á ári með nýjum samningi sem hefur verið samþykktur. Samningurinn felur meðal annars í sér að sjálfstæðu leikskólarnir tengist inn í leikskólakerfi borgarinnar.

Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói
Borgarstjóri og rektor Háskóla Íslands skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu sem felur í sér uppbyggingu fullburða vísindaseturs opnu almenningi í Háskólabíói.

Fontur – hiti þrjú stig
Í bernsku minni malaði útvarpið stöðugt. Ég man eftir þægilegum röddum á rás tvö. Útvarpsleikfimin skýrmælt. Og svo var stundum stinningskaldi og súld á stöku stað svo sem á Fonti og Dalatanga. Um seinni partinn tók Sigurður G. Tómasson og hans fólk öll völd með Þjóðarsálinni sálugu sem verður að teljast einn albesti útvarpsþáttur sögunnar.

Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar
Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum.

Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn?
Alls konar stéttir fara í verkfall með aðferðum sem eiga að vera óþægilegar, t.d. lítill hluti hótelstarfsfólks, sem gerir það að verkum að hótelið lamast.

„Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“
Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum.

Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi?
Hér er önnur grein af þremur um íslensk ungmenni, skólana þeirra og alþjóðlegan samanburð. Fyrsta greinin fjallaði um styrkleika íslensku grunnskólanna. Þessi grein fjallar um PISA og mögulegar skýringar á versnandi frammistöðu Íslands. Í þriðju grein verður fjallað um möguleg áhrif aukins einkareksturs og skólavals á námsárangur og samfélag.

Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum
Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar.