

Stjórnmál
Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Svona verða hátíðarhöldin á fimmtudaginn
Vikivaki verður sunginn í Dómkirkjunni, Vetrarsól í Alþingishúsinu og almenningur getur fylgst með af risaskjá á Austurvelli. Dagskráin fyrir innsetningarathöfn Höllu Tómasdóttur liggur fyrir.

Skorar á Guðrúnu að fallast ekki á lausn Helga frá störfum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara frá störfum vegna ummæla hans um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum.

Frumvarp um sviptingu verndar lítur dagsins ljós í haust
Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp sem myndi gera yfirvöldum kleift að svipta fólk alþjóðlegri vernd, gerist það uppvíst að alvarlegum afbrotum. Hún leggur frumvarpið fram í haust, en það myndi aðeins gilda um afbrot framin eftir að lögin taka gildi.

ÉG ÞORI!
Enginn sem freistar þess að koma sér þaki yfir höfuðið í því stjórnleysi sem hér ríkir, getur gert sér í hugarlund hvaða vinnuþrælkun og fjötrar munu binda hann til framtíðar.

Umboðsmaður barna krefst svara um nýtt námsmat
Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um innleiðingu nýs samræmds námsmats. Einnig er óskað eftir því að ráðuneytið leggi fram skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum, sem ráðuneytið hefur ekki skilað af sér síðan 2019. Lögum samkvæmt á að leggja slíka skýrslu fram á þriggja ára fresti.

Aftengja sig Pírataspjallinu
Hópnum „Pírataspjallið 2“ hefur verið læst og nafninu breytt í „Vettvangurinn.“ Píratar hafa ákveðið að aftengja hreyfinguna við hópinn sem var með tæplega tólf þúsund meðlimi.

„Orðlaus af reiði“ yfir óboðlegu leikskólahúsnæði í Ármúla
Foreldri barns í leikskólanum Brákarborg kveðst orðlaus af reiði og ekki vita hvað hún eigi að gera, en til stendur að færa starfsemi leikskólans tímabundið yfir í skrifstofuhúsnæði í Ármúla, sem hún segir óboðlegt leikskólabörnum. Í gær barst foreldrum póstur um að framkvæmdir yrðu í húsnæði Brákarborgar í ótilgreindan tíma, og starfsemi skólans yrði færð yfir í Ármúlann á meðan.

„Hvað ertu að gera í þessum karlrembuflokki?“
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er gestur Einar Bárðarsonar í nýjasta þættinum hans af Einmitt.

Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf
„Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“

Þórarinn selur ekki sinn hlut í Búsæld
Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að selja sinn hlut í Búsæld ehf. Heilmikil umræða varð um eignarhald hans og konu hans í félaginu þegar Kaupfélag Skagfirðinga keypti meirihluta hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska.

Þrettán vilja stýra ráðuneyti Svandísar
Þrettán umsækjendur eru um embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins sem auglýst var um miðjan júní sl. en umsóknarfrestur rann út 19. júlí.

Arnar Þór íhugar að stofna stjórnmálaflokk
Arnar Þór Jónsson, lögmaður og forsetaframbjóðandi, íhugar að stofna stjórnmálaflokk. Hann segir stjórnarflokkana orðna viðskila við hugsjónir sínar og að þörf sé á heilindum í íslenskum stjórnmálum.

Les(mis)skilningur Miðflokksmanna
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, hafa látið mikið fara fyrir skoðunum sínum á Mannréttindastofnun Íslands upp á síðkastið og hafa slengt fram allskonar fullyrðingum en eins og gengur og gerist eru þær því miður bara ekki sannleikanum samkvæmar.

Röng skilaboð að Yaris borgi það sama og stór jeppi
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina.

„Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“
Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust.

Málflutningur Viðskiptaráðs óásættanlegur
Menntamálaráðherra segir málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Ráðið segir Kennarasamband Íslands hafa leitt málaflokkinn í öngstræti og hvetur stjórnvöld til að taka fyrir frekari afskipti sambandsins.

Mikill meirihluti landsmanna mótfallinn sjókvíaeldi
Í nýrri könnun Gallups kemur fram að rúm sextíu og fimm prósent þjóðarinnar er andsnúin sjókvíaeldi meðan tæp fjórtán prósent eru jákvæð.

Skerjafjarðarskáld skriplar á skötu en gefst ekki upp
Kristján Hreinsson skáld, kenndur við Skerjafjörðinn er ósáttur við að Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi vísað kæru hans á hendur Ríkisútvarpinu frá. En hann er hvergi nærri af baki dottinn.

Landtöku Ísraela skuli hætt
Utanríkisráðuneytið kallar eftir því í tilkynningu að Ísraelar láti af landtöku í Palestínu.

Eflum Mjódd sem miðstöð almenningssamgangna fyrir landið allt
Sterkar almenningssamgöngur fyrir fjölmennsta íbúahorn landsins ætti að vera í algjörum forgangi hjá pólitíkinni - svæði sem 82% landsmanna býr á og langflestir ferðamenn snerta fyrst. Strætó bs. þjónustar höfuðborgarsvæðið og landsbyggðarstrætó, sem Vegagerðin ber ábyrgð á og rekur, sinnir á tengingu út land, eins og til Keflavíkur, Akureyrar og austur fyrir fjall.

Félag í eigu rabbína keypti Framsóknarhúsið
Félag í eigu rabbínsins Avraham „Avi“ Feldham hefur fest kaup á Framsóknarhúsinu á Hverfisgötu. Hann flutti hingað til lands árið 2018 til þess að koma fyrstu íslensku sýnagógunni á laggirnar.

Afstaða borgarstjóra „blaut tuska í andlit margra“
Oddviti Flokks fólksins í borginni kveðst sleginn yfir ummælum borgarstjóra um stöðu fólks sem býr í hjólhýsum í borginni. Fólkið hafi fengið fyrirheit um úrlausn sinna mála, sem nú virðist úr sögunni.

Á undan áætlun í ríkisfjármálum
Í nýbirtum ríkisreikningi fyrir árið 2023 kemur fram að heildarafkoma ríkissjóðs hafi verið um 100 milljörðum króna betri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum, það er að segja 20 milljarða halli í stað 120. Þar segir einnig að frumjöfnuður, með öðrum orðum afkoma ríkissjóðs án tillits til vaxtagjalda og -tekna, var jákvæður um 78 milljarða.

Sakar Maríu um trumpisma
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma.

Umræða um ábyrgð starfsfólks MAST eigi ekki rétt á sér
Matvælaráðherra segir umræðu um persónulega ábyrgð starfsfólks Matvælastofnunar á veitingu rekstrarleyfis til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi ekki eiga rétt á sér.

Bjarni fór á fund konungs
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór á fund Karls III Bretakonungs að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheimhöll. Karl Bretakonungur bauð leiðtogum til móttöku í höllinni.

Bendir íbúum á tjaldsvæði í grennd við borgina
„Ég hef ekki verið hlynntur þessari þróun að Reykjavíkurborg búi til hjólhýsagarð sem sérstakt húsnæðisúrræði. Aðal atriðið er það að byggja nóg til þess að allir geti fundið þak yfir höfuðið og mæta sérstaklega lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og það erum við að gera.“

Leggur til atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið fyrir kosningar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leggur til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Vilji þjóðin sækja um myndi hún svo fá að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu samningaviðræðna.

Fimmtán ár – nýtum tímann betur
Tíminn er dýrmætur. Líka í pólitík. Í vikunni voru liðin fimmtán ár frá því að Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra lagði formlega fram umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Samstarfsmenn hans í ríkisstjórn komu í veg fyrir að honum tækist að ljúka viðræðunum.

Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“
Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður.