Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 91-87 | Fimmti sigur Þórs Þorlákshafnar í röð Þór Þorlákshöfn vann fjögurra stiga sigur á ÍR 91-87. Þórsarar voru leiðandi en ÍR sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni gaf ekkert eftir. Fjórði leikhluti var stál í stál en Þór hafði betur að lokum og vann sinn fimmta sigur í röð. Körfubolti 5. mars 2023 23:25
Umfjöllun: Grindavík - Stjarnan 99-88 | Grindvíkingar keyrðu yfir Stjörnuna og lyftu sér upp í úrslitakeppnissæti Grindavík lyfti sér upp í sjöunda sæti Subway-deildar karla í körfubolta er liðið vann mikilvægan ellefu stiga sigur gegn Stjörnunni í kvöld, 99-88. Körfubolti 5. mars 2023 23:05
„Ef ég ætti að lýsa leiknum í einu orði þá væri það einbeitingarleysi“ Þór Þorlákshöfn vann fjögurra stiga sigur á ÍR 91-87. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ánægður með sigurinn en hefði viljað sjá betri frammistöðu. Sport 5. mars 2023 22:25
„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“ Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur. Körfubolti 5. mars 2023 22:07
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 94-100 | Stólarnir að slíta sig frá Blikum Tindastóll vann mikilvægan sex stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 94-100. Liðin sitja í 5. og 6. sæti Subway-deildarinnar og með sigrinum náðu Stólarnir fjögurra stiga forskoti á Blika. Körfubolti 5. mars 2023 21:14
„Enginn dómari hefur komið til mín og sagst vera að hætta því hann fái ekki nógu vel greitt“ Körfuboltadómarar á Íslandi hafa verið með lausan samning við Körfuknattleikssambandið í níu ár. Sambandið kveðst ekki skylt að semja sérstaklega við verktakastétt. Körfubolti 24. febrúar 2023 23:01
„Þetta eru akkúrat þeir þrír sem ég ætlaði að nefna“ „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hverjir væru þrír bestu leikmennirnir í Subway deild karla í körfubolta og fleira skemmtilegt. Að þessu sinni voru þeir Sævar Sævarsson og Örvar Þór Kristjánsson ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda. Körfubolti 20. febrúar 2023 23:32
Telur að Keflvíkingar séu einfaldlega að hugsa: „Vá, þetta er bara að gerast aftur“ „Þetta var erfitt, þetta var alltaf að vera erfitt án Harðar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar en Hörður Axel Vilhjálmsson, lykilmaður Keflavíkur, var fjarri góðu gamni í leiknum. Körfubolti 19. febrúar 2023 13:01
„Þegar hann er góður þá vinnur Tindastóll flest lið“ „Pétur Rúnar Birgisson átti flottan leik, hann átti svona leiðtogaleik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um frammistöðu Péturs Rúnars í sigri Tindastóls á Grindavík. Farið var yfir áhrif Pavel Ermolinskij, nýs þjálfara Stólanna, á Pétur Rúnar í þættinum. Körfubolti 19. febrúar 2023 08:01
Hlynur dustar rykið af landsliðsskónum: „Fannst alltaf hallærislegt þegar menn voru að koma aftur“ Allt er fertugum fært. Hlynur Bæringsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í íslenska landsliðið í körfubolta á nýjan leik fyrir leikina gegn Spánverjum og Georgíu í undankeppni heimsmeistaramótsins síðar í þessum mánuði. Körfubolti 18. febrúar 2023 10:30
Umfjöllun og viðöl: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Sjóðheitir Þórsarar keyrðu yfir orkulitla Keflvíkinga Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. Körfubolti 17. febrúar 2023 23:01
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 75-89 | Héraðsbúar banka á dyr úrslitakeppninnar Höttur fjarlægðist fallsæti með frábærum sigri gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur urðu 75-89 sem er ótrúlegur munur þar sem leikurinn var framlengdur. Körfubolti 17. febrúar 2023 22:42
„Snýst um að einfalda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur“ Lárus Jónsson þjálfari Þórs í Subway-deild karla hefur heldur betur ástæðu til að brosa um þessar mundir. Hans menn búnir að vinna fjóra leiki í röð og farnir að sjá sæti í úrslitakeppninni í hillingum. Fjórði sigurinn kom í Keflavík í kvöld, og var í raun bara nokkuð þægilegur sigur þar sem Þórsarar virtust vera með leikinn nokkurn veginn í sínum höndum allan tímann. Körfubolti 17. febrúar 2023 22:37
„Ég er að horfa í einn kaldann á Hótel Selfoss hjá Bjögga snögga í kvöld“ „Leikplanið hjá okkur varnarlega gekk upp, náðum að ýta þeim úr því sem þeir eru góðir í. Þetta var mjög vel framkvæmt hjá okkur. Trúin og hvernig við réðumst á þá í framlengingunni sýnir styrk hjá liði sem er búið að tapa fleiri lengjum en það hefur unnið. Það var öflugt að klára þetta,“ sagði glaður Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, eftir sigur gegn Stjörnunni í kvöld. Körfubolti 17. febrúar 2023 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Breiðablik 135-95 | Eftir erfiða byrjun gjörsigruðu Njarðvíkingar Blika Njarðvík og Breiðablik mættust í Subway deild karla í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Skemmst er frá því að segja að leikurinn endaði með stórsigri heimamanna 135-95. Körfubolti 16. febrúar 2023 22:33
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 88-95 | Haukar unnu endurkomusigur Haukar unnu sjö stiga útisigur á ÍR 88-95 í hörkuleik þar sem eimamenn voru yfir nánast allan seinni hálfleik. Haukar kveiktu hins vegar á sér í fjórða leikhluta sem þeir unnu með sautján stigum. Körfubolti 16. febrúar 2023 22:22
Kristófer: Sýndum svægi í seinni hálfleik Kristófer Acox, fyrirliði Vals, leiddi sína menn til sigurs á gömlu félögum sínum með stórleik þegar Valur vann KR 90-71 í 17. umferð Subway deildarinnar í körfuknattleik karla. Kappinn skilaði af sér 24 stigum og átta fráköstum og samtals 34 framlagspunktum. Körfubolti 16. febrúar 2023 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Grindavík 95-82 | Annar sigur Stólanna í röð Tindastóll vann góðan 13 stiga sigur er liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Þetta var annar sigur liðsins í röð, en Grindvíkingar eru hægt og rólega að sogast niður í fallbaráttuna. Körfubolti 16. febrúar 2023 22:02
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og juku á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komu sér í efsta sæti Subway deildar karla. Körfubolti 16. febrúar 2023 21:47
„Erum sterkir andlega þegar á móti blæs“ Haukar unnu endurkomusigur á ÍR 88-95. Haukar unnu síðustu tíu mínúturnar með sautján stigum og Maté Dalmay var létt eftir leik. Körfubolti 16. febrúar 2023 21:40
Benedikt: „Það er ógeðslega erfitt að spila á móti þeim“ Benedikt Guðmundssyni, þjálfara liðs Njarðvíkur í Subway-deild karla í körfubolta, leist ekkert á blikuna í upphafi leiks hans manna á heimavelli gegn Breiðablik fyrr í kvöld. Eftir tvær og hálfa mínútu í fyrsta leikhluta var staðan 0-11 fyrir gestina. Körfubolti 16. febrúar 2023 21:27
Pavel bað um stöðugleika og þá gerðist það hafði aldrei gerst á tímabilinu Tindastóll komst aftur á sigurbraut i Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi þegar liðið vann sannfærandi 21 stigs sigur á Hetti, 109-88. Körfubolti 14. febrúar 2023 16:01
„Orðið annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft“ Þrátt fyrir ungan aldur eru bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fyrir löngu orðnir þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Þeir skiluðu báðir flottri frammistöðu er Þór Þ. vann öruggan sigur gegn Íslandsmeisturum Vals síðastliðinn föstudag og voru til umræðu í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi. Körfubolti 13. febrúar 2023 23:31
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Höttur 109-88 | Stólarnir aftur á sigurbraut Tindastóll vann mikilvægan sigur er liðið tók á móti Hetti í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 109-88 og Stólarnir eru komnir aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Körfubolti 13. febrúar 2023 22:05
Keflvíkingar í fýlu á toppnum Þrátt fyrir að Keflavík sé á toppi Subway-deildar karla í körfubolta finnst sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds eins og ekki sé allt með felldu í Bítlabænum. Körfubolti 13. febrúar 2023 16:01
Subway Körfuboltakvöld: Bestu og verstu liðin í dag Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á föstudaginn þar sem þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Darri Freyr Atlason fóru yfir helstu málin úr síðustu umferð. Körfubolti 12. febrúar 2023 22:31
Sjáðu flottustu tilþrif 16. umferðar: Bræðratvenna í Þorlákshöfn Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir tilþrif 16.umferðar í Subway-deildinni í þættinum á föstudag. Bræðurnir Tómas Valur og Styrmir Snær Þrastarsynir voru þar efstir á lista. Körfubolti 12. febrúar 2023 11:00
„Þetta er búið hjá KR“ Eitt sigursælasta körfuboltalið landsins mun að öllum líkindum leika í B-deild á næstu leiktíð. Körfubolti 11. febrúar 2023 13:00
Yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga í Subway-deild karla, var að vonum ósáttur í leikslok þar sem hans menn töpuðu stórt gegn grönnum sínum úr Njarðvík, lokatölur 71-94. Jóhann tók undir orð blaðamanns að fyrri hálfleikurinn hefði reynst þeim dýr þar sem mikið vantaði uppá frammistöðu hans manna á báðum endum vallarins. Körfubolti 10. febrúar 2023 22:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Ískaldir Grindvíkingar áttu ekki séns í sjóðheita Njarðvíkinga Njarðvíkingar mættu til Grindavíkur í miklum ham í kvöld, búnir að vinna fimm leiki í röð, þar sem þeir mættu löskuðu liði Grindvíkinga. Heimamenn án Gaios Skordilis sem tók út leikbann og komu inn í þennan leik með fjóra ósigra í röð á bakinu. Fór það svo að gestirnir unnu öruggan sigur. Körfubolti 10. febrúar 2023 22:10