
Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“
„Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol.
Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.
„Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol.
„Vörpunarverk Þórönnu er eitt stærsta og viðamesta verkefnið á hátíðinni í ár en áralöng hefð er fyrir því að varpa nýju verki á kirkjuna á Vetrarhátíð,“ segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi en glæsileg dagskrá Vetrarhátíðar hefst í kvöld klukkan 18 þegar verki Þórönnu Björnsdóttur verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju.
Fjórði þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.
Nú styttist óðum í að ný Idolstjarna Íslands verði krýnd en aðeins fjórir keppendur standa eftir; Saga Matthildur, Kjalar, Bía og Símon Grétar.
Bandaríska stórsöngkonan Beyoncé kemur til með að leggja land undir fót í sumar. Hún tilkynnti í dag um að í maí hæfist tónleikaferðalag hennar um Evrópu og Norður-Ameríku.
Breski söngvarinn Ozzy Osbourne hefur hætt við tónleikaferðalag sitt til Evrópu. Hann segir líkama sinn ekki geta höndlað ferðalagið en hann er enn að jafna sig eftir slys sem hann lenti í árið 2019.
„Ég kúkaði á mig uppi á sviði í Brussel,“ rifjar tónlistarmaðurinn Mugison upp, aðspurður hvert sé vandræðalegasta augnablik sem hann hafi upplifað uppi á sviði.
Ólafur Kjartan Sigurðarson segir ákveðinn draum hafa ræst þegar hann söng í verkinu Tannhäuser á stóra sviði Royal Opera House í Covent Garden, London síðastliðið sunnudagskvöld. Blaðamaður ræddi við hann um viðburðaríkt líf hans.
Hinn 26 ára gamli Jaafar Jackson mun feta í fótspor föðurbróður síns, Michael Jackson, í kvikmynd sem gera á um lífshlaup poppkóngsins.
Slagorð Eurovision keppninnar sem haldin verður í Liverpool í ár, hefur verið afhjúpað og útlit keppninnar sömuleiðis. Kostnaður Breta við keppnina gæti numið meira en þremur milljörðum íslenskra króna.
Birgitta Haukdal var gestur í þriðja þætti af Körrent þar sem hún ræddi meðal annars um dómarastarfið í Idolinu og söngferilinn. Þá var hún meðal annars spurð hvað hefði skipt sköpum í hennar ferli.
Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, frumsýndi um helgina söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu.
Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu.
Tom Verlaine, söngvari og gítarleikari bandarísku hljómsveitarinnar Television, er látinn. Verlaine lést 73 ára eftir skammvinn veikindi.
Ríkissjónvarpið hefur nú formlega kynnt lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppninni. Meðal flytjenda er hljómsveitin Celebs, Langi Seli og skuggarnir og Kjalar.
Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans.
Kanadíska tríóið Jessica Pearson and the East Wind vakti mikla athygli hér á landi á dögunum fyrir það að blása til tónleika um borð í Icelandair flugvél. Farþegar vélarinnar voru fastir um borð vegna veðurs og hvatti áhöfnin hljómsveitina til að taka nokkur lög.
Fimm keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Þemað voru lög úr kvikmyndum og sungu keppendur lög hvaðanæva að.
Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision.
Nýtt tónlistamyndband söngkonunnar Taylor Swift við lagið „Lavander Haze“ kom út í morgun. Í myndbandinu má sjá fjólublátt mistur læðast yfir allt og gullfiska svífa um himingeiminn.
Spennan magnast því aðeins fimm keppendur standa eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands. Í kvöld munu keppendur stíga á stokk í Idolhöllinni og að þessu sinni munu þeir flytja lög úr kvikmyndum.
Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir.
Miley Cyrus gaf út nýtt lag og myndband nú á dögunum sem hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum. Æðislegt lag sem yfirfyllir Tiktok-ið mitt þessa dagana. Annað hvort myndband hjá mér núna er yfirfullt af einstaklingum í öllum sínum fjölbreytileika, dansandi að innlifun eftir takti lagsins. Það verður að segjast að þetta er skref upp á við frá brjáluðu lauk kerlingunni sem einhverra hluta vegna var alltaf að poppa upp hjá mér.
Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.
„Ég fékk bara hugdettu, hvaða blað er kötturinn að lesa?“ segir Grétar Þór Sigurðsson spurður út í kveikjuna að stórskemmtilegu tísti þar sem hann svarar því sem margir hafa eflaust velt fyrir sér: hvað skyldi kötturinn í tónlistarmyndbandi Bjarkar fyrir lagið Triumph of a Heart vera að lesa?
„Ég var búin að vera að ganga í gegnum ástarsorg og fannst þetta mjög erfitt allt saman. En á sama tíma var það líka pirrandi því ég nennti ekkert að mér liði illa lengur,“ segir tónlistarkonan Kristín Sesselja sem var að senda frá sér lagið „I'm Still Me“.
Öllu verður til tjaldað á Prikinu annað kvöld þar sem viðburðurinn Super Soaker verður haldinn í samvinnu við listasamlagið Post-dreifingu. Er um að ræða tvíþætta tónlistarveislu en fyrra kvöldið fer fram á Prikinu á morgun og það síðara í kjallaranum á 12 Tónum laugardagskvöldið 28. janúar.
„Það var ótrúlega gaman að sjá framan í fólkið, sem ég sé bara myndir af á netinu,“ segir Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona. Hún var að ljúka sínu fyrsta „sóló“ tónleikaferðalagi.
Stórstjarnan og tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur selt fjárfestingafélaginu Hipgnosis Songs Capital réttinn á tónlist sinni fyrir um 200 milljónir dala, eða um 29 milljarða króna.
Ísadóra Bjarkardóttir Barney hefur gefið út sinn fyrsta sólólag en lagið ber heitið Bergmál. Ísadóra er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu.