
Kosningar 2016

Uppbrot fjórflokksins blasir við
Grundvallarbreyting gæti orðið á íslenska flokkakerfinu, gangi nýjasta skoðanakönnun Fréttablaðsins eftir. Samkvæmt henni næðu sjö flokkar á Alþingi, sem hefur aldrei gerst áður en það gæti fært íslenska flokkakerfið nær því norræna, að mati Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings.

Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl
Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins.

Kosningavitinn: Ein leið til að finna sinn flokk
Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til Alþingis.

Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó
Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina.

Árni Páll íhugar að kvarta til ÖSE
Til greina kemur að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, ef ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram kosningabaráttu á meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum.

Mikilvægt að klára lífeyrissjóðsmálið á þessu þingi
Þingmaður VG telur það einsýnt að gera þurfi breytingar á lífeyrissjóðafrumvarpinu og koma til móts við óánægjuraddir. Meirihluti fjárlaganefndar telur mikilvægt að frumvarpið klárist fyrir þinglok svo hægt sé að veita fé í verk

Björt framtíð fengi kjörinn þingmann
Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í.

Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar: „Nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni“
Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar sveitarfélaganna en þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og fjármála-og efnahagsráðherra í kosningaþætti RÚV í kvöld þar sem rætt var um efnahagsmál og atvinnulíf.

Framsóknarflokkurinn vill koma á 25 prósenta tekjuskatti upp að 970 þúsund krónum
Vilja fara eftir umbótatillögum á skattkerfinu frá verkefnisstjórn.

Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum í Reykjavík
Sprungið gatnakerfi, vanræktar almenningssamgöngur og fjársvelt heilbrigðiskerfi virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast á íbúum Reykjavíkur.

Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar
Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni.

„Ekki eftir miklu að slægjast“
Þorsteinn Víglundsson segir Viðreisn nær Bjartri framtíð og Pírötum en stjórnarflokkunum.

Flokkur fólksins birtir lista Suðurkjördæmis
Halldór Gunnarsson, fyrrverandi prestur, skipar efsta sæti listans.

Björt framtíð og Vinstri græn bæta við sig fylgi
Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina um tvö prósentustig og mælist um 36% samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.

Björt framtíð birtir fullskipaðan framboðslista í Reykjavík suður
Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri leiðir listann.

Ósigur Sigmundar
Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra.

Átök, dramatík og Framsóknarfimma á flokksþingi
Það fór vart framhjá mörgum að flokksþing Framsóknar fór fram í Háskólabíói um helgina og að flokksmenn kusu sér nýjan formann í dag.

Sigmundur Davíð gekk út af flokksþinginu á meðan Sigurður Ingi var enn í pontu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu í dag.

Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs
Svarar því ekki hvort hann standi við bakið á nýkjörnum formanni.

Tístarar tjá sig: "Vonandi mun Sigmundur núna geta einbeitt sér að snappinu“
Dagurinn hefur verið viðburðaríkur hjá Framsóknarmönnum.

Eygló óskar nýrri stjórn velfarnaðar
Eygló birti mynd af nýrri stjórn Framsóknarflokksins á Twitter í dag.

Skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk
Gunnar Kristinn Þórðarson hefur ákveðið að segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og afþakka 5. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður vegna niðurstöðunnar í formannskjörinu.

Jón Björn kjörinn ritari Framsóknarflokksins
Jón hlaut 84,7% atkvæða.

Gunnar Bragi dró framboð sitt til ritara til baka
Hefur verið eindreginn stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjöri Framsóknarflokksins í dag.

Eygló Harðardóttir dregur framboð sitt til baka
Eygló vill að flokkurinn leiti sátta og nái að sameinast á ný.

Tafir vegna aukinnar aðstoðar við fatlað fólk: „Ríkið hefur ekki klárað málið.“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja verði að fjármagn fylgi frá ríkinu til að innleiða svokallaða NPA-samninga.

Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“
Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur.

Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins
Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða.

Tæknimönnum Háskólabíós sagt að streyma einungis ræðu Sigmundar Davíðs
Ekki komu upp nein vandræði varðandi beina útsendingu frá flokksþingi Framsóknarflokksins í gær.

Lilja býður sig fram til varaformanns Framsóknar
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir framboði til varaformanns Framsóknarflokksins.