Heilbrigðismál

Fréttamynd

Á­kváðu að hafa sjúk­linga frekar á barna­deild en á gangi

Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur.

Innlent
Fréttamynd

Er það ekki bara frábært að vinna eftir sjötugt!

Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar áform stjórnvalda um að leggja fram frumvarp til breytinga á heilbrigðislögum nr. 34/2012 um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráð fólk til starfa til 75 ára aldurs. Hugmyndafræðin um að veita atvinnurekendum þessa heimild er góð en ekki nægjanlega vel ígrunduð sé horft til réttarstöðu starfsfólks sem ræður sig til starfa eftir sjötugt.

Skoðun
Fréttamynd

Land­spítalinn standi nú á kross­götum

Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum.

Innlent
Fréttamynd

Ógeðslega spillingarsamfélagið

Við lifum í landi sem á að geta brauðfætt alla, veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og þar með geðheilbrigðisþjónustu en NEI við fáum ekki notið þess. Það kemur sífellt betur í ljós í hvers konar landi við lifum í landi þar sem lítill hluti þjóðarinnar getur skarað eld að sinni köku og skilið eftir rústir einar fyrir ca. 90% landsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Vill leyfa heil­brigðis­starfs­fólki að vinna lengur

Heilbrigðisráðuneytið hefur sett áform um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn í samráðsgátt. Breytingunni er ætlað að mæta mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu með því að heimila heilbrigðisstofnunum að ráða fólk eftir sjötíu ára aldur.

Innlent
Fréttamynd

Sérfræðingar fylgjast með nýju afbrigði af afbrigði

Sérfræðingar hafa nú augun á nýju afbrigði af afbrigði kórónuveirunnar, BA.2.75, sem hefur fengið viðurnefnið „Centaurus“. Það er afbirgði Ómíkron-afbrigðisins BA.2 og breiðist nú hratt út á Indlandi. Þá hefur það einnig greinst á Bretlandseyjum.

Erlent
Fréttamynd

Útbreiðsla apa­bólu í Bret­landi tvö­faldist á tveggja vikna fresti

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti.

Erlent
Fréttamynd

Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur

Þegar stúlkubörn fæðast þá eru þær með eggjastokka sem innihalda egg sem síðar geta frjóvgast og orðið að einstaklingi. Á unglingsaldri kemur kynþroskinn, þá byrja blæðingar og hormónaframleiðsla eggjastokka veldur því að hárvöxtur eykst og brjóstin stækka. Þetta er eðlilegur gangur lífsins.

Skoðun
Fréttamynd

Löng og ströng bið eftir heilbrigðisþjónustu?

Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Kalla inn starfs­menn úr sumar­leyfum

Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins.

Innlent
Fréttamynd

Endó­metríósa eða móður­sýki?

Á liðnum vetri fór ég til kvensjúkdómalæknis sem ég hef ekki farið til áður. Hann hefur ágæta þekkingu á endómetríósu og þess vegna ákvað ég að spyrja hann hvers vegna svo fáir greinist með sjúkdóminn árlega á Íslandi. Ég velti því upp hvort það væri vegna langra biðlista eða gamalgróinna viðhorfa um að túrverkir væru eðlilegir? Eða var það kannski vegna þess að ekki er hlustað á konur?

Skoðun
Fréttamynd

Fordómar í heilbrigðiskerfinu og bankakerfinu á Íslandi

Fyrst vil ég segja að mín upplifun er sú að við teljum okkur flest fordómalaus en kannski ef maður er heiðarlegur við sjálfan sig og fer í heiðarlega sjálfsskoðun gæti maður fundið einhverskonar snefil af fordómum innra með sér sem maður er ómeðvitaður um. Þannig enginn er að mínu mati ,,heilagur” í þessum efnum. Oftast er þetta eitthvað í undirvitundinni hjá okkur en ekki á yfirborðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Sköpum bjarta framtíðarsýn á sviði augnlækninga á Íslandi

Einn helsti styrkur íslenska heilbrigðiskerfisins er flest í því að hér á landi þurfa læknar að sækja sér framhaldsmenntun erlendis. Þetta víkkar sjóndeildarhringinn og hefur orðið til þess að hér á landi hefur safnast mikil alþjóðleg þekking og góð yfirsýn yfir ólík vinnubrögð, hugmyndir og nýjungar í læknisfræði.

Skoðun
Fréttamynd

Oln­boga­börn þjóð­fé­lagsins, þá og nú

Með lögum nr. 64/2010 var samþykkt að nýr Landspítali skyldi rísa við Hringbraut. Lengi hafði verið kallað eftir því að umönnun og aðbúnaður sjúklinga myndi færður til nútímahorfs með byggingu nýs hátæknisjúkrahúss enda húsakostur gamla Landspítalans óhagkvæmur og kominn til ára sinna. 

Skoðun
Fréttamynd

Mann­réttinda­brot framin á stofnunum landsins „nær dag­lega“

Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir.

Innlent
Fréttamynd

Viðbragðsteymi bráðaþjónustu ræðst í aðgerðir

Viðbragðsteymi bráðaþjónustu í landinu hefur ráðist í aðgerðir. Meðal þeirra er opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma, ný fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga og ráðning tveggja erlendra sérfræðinga í bráðalækningum.

Innlent