X (Twitter) Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir löngu hafa gleymt tísti frá 2015 þar sem hún kallaði Donald Trump verðandi forseta Bandaríkjanna þröngsýnan, fáfróðan og fordómafullan fábjána. Innlent 8.11.2024 12:02 X snýr aftur í Brasilíu Hæstiréttur Brasilíu hefur tilkynnt að núgildandi banni gegn X verði aflétt eftir að fyrirtækið samþykkti að greiða fimm milljónir dala í sekt og loka á ákveðna aðganga. Erlent 9.10.2024 08:05 Vill rétta Musk niðurskurðarhnífinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, er sagður hafa um nokkuð skeið rætt við ráðgjafa sína um að skipa auðjöfra og þekkta forstjóra í starfshóp sem finna á leiðir til niðurskurðar hjá alríkisstjórn Bandaríkjanna. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, er meðal þeirra sem gæti setið í starfshópnum og hefur hann lýst því yfir að hann sé tilbúinn til starfa. Erlent 3.9.2024 09:35 Lokar fyrir aðgang að X í Brasilíu Hæstiréttardómari í Brasilíu fyrirskipaði að aðgangi að samfélagsmiðlinum X skyldi lokað í landinu eftir að fyrirtækið hunsaði tilskipun hans um að tilnefna löglegan fulltrúa þar. Málið tengist því að X neitaði að verða við dómsúrskurðum um að loka skyldi á notendur sem dreifa fölskum upplýsingum á miðlinum. Erlent 30.8.2024 21:08 Fóru um víðan völl í samtali á X í gær Auðjöfurinn Elon Musk fór mjúkum höndum um Donald Trump í viðtali á X í gær, sem hófst um það bil 40 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Trump fór mikinn gegn innflytjendum og kallaði Kamölu Harris ítrekað „róttækling“. Erlent 13.8.2024 07:02 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. Erlent 9.8.2024 09:57 Mikill viðbúnaður vegna mögulegra óeirða í dag Þúsundir lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu vegna hættu á frekari óeirðum á Englandi í dag. Boðað hefur verið til að minnsta kosti þrjátíu mótmæla víðsvegar um landið en þau hafa ítrekað leyst upp í uppþot og ofbeldi í kjölfar hnífaárásar í Southport í síðustu viku. Erlent 7.8.2024 09:57 Flytur fyrirtækin vegna löggjafar um trans börn Auðjöfurinn og athafnamaðurinn Elon Musk hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar samskiptamiðilsins X og geimferðafyrirtækisins SpaceX frá Kaliforníu til Texas. Viðskipti erlent 17.7.2024 08:58 Ekki lengur hægt að sjá hvað aðrir „læka“ Samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, hefur fjarlægt þann möguleika, sem notendur höfðu áður, að sjá hvað aðrir notendur „læka“, eða kunna að meta, á miðlinum. Viðskipti erlent 13.6.2024 19:00 Rannsakar Musk vegna falsfrétta í Brasilíu Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði fyrir um að Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, sætti rannsókn fyrir að dreifa falsfréttum og að hindra framgang réttvísinnar. Musk segist ekki ætla að virða tilskipanir brasilískra dómstóla um að loka á nettröll. Erlent 8.4.2024 09:13 Segist nota ketamín gegn þunglyndi Elon Musk, einhver auðugasti maður heims, segist nota ketamín gegn „neikvæðu efnaástandi“ eða þunglyndi og að hann sé „nánast alltaf“ edrú þegar hann birtir færslur á X seint á kvöldin og næturnar. Musk segist ekki nota of mikið ketamín og telur að hluthafar í fyrirtækjum hans hagnist á notkuninni. Erlent 19.3.2024 13:28 Elon Musk og Andrew Tate brugðið yfir þingpallamálinu Auðjöfurinn Elon Musk, samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate og formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson velta fyrir sér atviki sem átti sér stað á Alþingi Íslendinga í vikunni. Það er þegar karlmaður steig yfir handrið þingpallana, öskraði á dómsmálaráðherra, og var í kjölfarið fjarlægður af þingvörðum og lögreglu. Innlent 7.3.2024 22:04 Djúpfölsuð sjálfsfróun hlaðvarpsstjörnu afhjúpar brotalamir á Twitter Hlaðvarpsstjörnunni Bobbi Althoff brá í brún þegar hún sá hvers vegna nafn sitt hafði verið að trend-a á samfélagsmiðlinum X. Djúpfalsað myndband (e. deep fake) af Althoff að fróa sér var þá búið að vera í dreifingu á miðlinum og fengið margar milljónir áhorfs. Erlent 24.2.2024 00:17 Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. Erlent 9.2.2024 09:00 Höfðar mál gegn Disney og Lucasfilm með stuðningi Musks Leikkonan Gina Carano hefur höfðað mál gegn Walt Disney og Lucasfilm, með stuðningi auðjöfursins Elons Musk. Carano heldur því fram að hún hafi ranglega verið rekin frá þáttunum Mandalorian árið 2021 vegna þess að hún hafi dreift íhaldssömum stjórnmálaskoðunum sínum á samfélagsmiðlum. Erlent 7.2.2024 14:24 Vill færa skráningu Tesla til Texas Auðjöfurinn Elon Musk vill færa skráningu Tesla frá Delaware og til Texas. Það er eftir að dómari í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að 55 milljarða dala kaupréttarsamningur sem gerður var við hann árið 2018 hefði verið ólöglegur. Viðskipti erlent 1.2.2024 18:16 Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. Viðskipti erlent 8.1.2024 23:33 Threads aðgengilegt á Íslandi Forsvarsmenn Meta, áður Facebook, hafa gert samskiptaforritið Threads aðgengilegt víða í Evrópu og þar á meðal á Íslandi. Enn sem komið er virðist forritið aðeins aðgengilegt í tölvum og í símum Apple. Viðskipti erlent 14.12.2023 14:38 Musk býður Alex Jones velkominn á X Elon Musk, auðjöfur og eigandi samfélagsmiðilsins X, hefur boðið bandaríska fjölmiðlamanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones velkominn á miðilinn í kjölfar kosningar sem Musk hélt á X-síðu sinni. Erlent 10.12.2023 10:04 Sagði forstjóra Disney að fara í rassgat Elon Musk, einn auðugasti maður heims og eigandi Tesla, SpaceX og X (áður Twitter), svo einhver fyrirtæki séu nefnd, sagði forstjóra Disney og forsvarsmönnum annarra fyrirtækja sem hafa hætt að auglýsa á X að „fara í rassgat“. Þetta sagði auðjöfurinn í viðtali sem streymt var í beinni útsendingu en hann sagði einnig að X færi líklega á hausinn án auglýsinga. Viðskipti erlent 30.11.2023 10:56 Musk fundar um gyðingaandúð með ráðamönnum í Ísrael Frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk mun funda í dag með Isaac Herzog, forseta Ísrael, og aðstandendum hverra ástvinir eru og hafa verið í haldi Hamas. Erlent 27.11.2023 08:20 Musk í mál vegna skýrslu um auglýsingar og nasistafærslur Forsvarsmenn X (áður Twitter) hafa höfðað mál gegn samtökunum Media Matters, eftir að samtökin birtu skýrslu um að auglýsingar stórfyrirtækja á samfélagsmiðlinum birtust reglulega við færslur sem innihalda hatursorðræðu, lofyrði um nasisma og gyðingahatur. Viðskipti erlent 21.11.2023 14:02 Auglýsendur áhyggjufullir vegna ummæla Musks og gyðingahaturs Forsvarsmenn IBM, sem er einn af stærri auglýsendum á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), hættu öllum auglýsingum þar. Það var eftir að auðjöfurinn Elon Musk, sem keypti Twitter í fyrra, lýsti á miðvikudaginn yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks. Viðskipti erlent 17.11.2023 14:37 Forstjóri HBO sakaður um skítkast á fölsuðum X-reikningi Stjórnendur efnisveitunnar HBO eru sakaðir um að hafa á tíu mánaða tímabili svarað sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum aðgöngum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þegar þeim mislíkaði gagnrýni þeirra. Erlent 1.11.2023 18:49 Virði X helmingi minna á einu ári Starfsmenn X, áður Twitter, fengu í gær hlutabréf í fyrirtækinu en fram kom í meðfylgjandi skjölum að fyrirtækið væri metið á 19 milljarða dala. Auðjöfurinn Elon Musk keypti fyrirtækið fyrir rétt rúmu ári á 44 milljarða dala, eða um sex billjónir króna. Viðskipti erlent 31.10.2023 10:25 Musk íhugar að loka á X í Evrópu Auðjöfurinn Elon Musk er sagður hugleiða að loka samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í Evrópu. Ástæðan er sögð vera sú að hann vilji forðast það að þurfa að fylgja reglugerðum Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 18.10.2023 23:23 Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. Viðskipti erlent 18.10.2023 10:38 Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. Erlent 1.9.2023 14:23 Hægja á vefsíðum fyrirtækja sem Musk er illa við Samfélagsmiðillinn X, sem hét áður Twitter, hefur kerfisbundið látið hlekki á vefsíður fyrirtækja sem Elon Musk er persónulega illa við opnast hægar en aðrir hlekkir. Samkeppnisaðilar eins og Facebook og fjölmiðlar eins og New York Times eru á meðal þeirra sem X hægði á. Viðskipti erlent 16.8.2023 08:55 Ekkert verður af bardaga Musk og Zuckerberg Ekkert verður af bardaga auðjöfranna Elon Musk og Mark Zuckerberg. Forseti UFC, Dana White, hafði gefið það út að báðir væru þeir reiðubúnir til að mætast í hringnum en nú segir Zuckerberg að Musk sé ekki alvara og því muni hann finna sér andstæðing sem taki íþróttinni alvarlega. Lífið 13.8.2023 18:47 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 8 ›
Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir löngu hafa gleymt tísti frá 2015 þar sem hún kallaði Donald Trump verðandi forseta Bandaríkjanna þröngsýnan, fáfróðan og fordómafullan fábjána. Innlent 8.11.2024 12:02
X snýr aftur í Brasilíu Hæstiréttur Brasilíu hefur tilkynnt að núgildandi banni gegn X verði aflétt eftir að fyrirtækið samþykkti að greiða fimm milljónir dala í sekt og loka á ákveðna aðganga. Erlent 9.10.2024 08:05
Vill rétta Musk niðurskurðarhnífinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, er sagður hafa um nokkuð skeið rætt við ráðgjafa sína um að skipa auðjöfra og þekkta forstjóra í starfshóp sem finna á leiðir til niðurskurðar hjá alríkisstjórn Bandaríkjanna. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, er meðal þeirra sem gæti setið í starfshópnum og hefur hann lýst því yfir að hann sé tilbúinn til starfa. Erlent 3.9.2024 09:35
Lokar fyrir aðgang að X í Brasilíu Hæstiréttardómari í Brasilíu fyrirskipaði að aðgangi að samfélagsmiðlinum X skyldi lokað í landinu eftir að fyrirtækið hunsaði tilskipun hans um að tilnefna löglegan fulltrúa þar. Málið tengist því að X neitaði að verða við dómsúrskurðum um að loka skyldi á notendur sem dreifa fölskum upplýsingum á miðlinum. Erlent 30.8.2024 21:08
Fóru um víðan völl í samtali á X í gær Auðjöfurinn Elon Musk fór mjúkum höndum um Donald Trump í viðtali á X í gær, sem hófst um það bil 40 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Trump fór mikinn gegn innflytjendum og kallaði Kamölu Harris ítrekað „róttækling“. Erlent 13.8.2024 07:02
Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. Erlent 9.8.2024 09:57
Mikill viðbúnaður vegna mögulegra óeirða í dag Þúsundir lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu vegna hættu á frekari óeirðum á Englandi í dag. Boðað hefur verið til að minnsta kosti þrjátíu mótmæla víðsvegar um landið en þau hafa ítrekað leyst upp í uppþot og ofbeldi í kjölfar hnífaárásar í Southport í síðustu viku. Erlent 7.8.2024 09:57
Flytur fyrirtækin vegna löggjafar um trans börn Auðjöfurinn og athafnamaðurinn Elon Musk hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar samskiptamiðilsins X og geimferðafyrirtækisins SpaceX frá Kaliforníu til Texas. Viðskipti erlent 17.7.2024 08:58
Ekki lengur hægt að sjá hvað aðrir „læka“ Samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, hefur fjarlægt þann möguleika, sem notendur höfðu áður, að sjá hvað aðrir notendur „læka“, eða kunna að meta, á miðlinum. Viðskipti erlent 13.6.2024 19:00
Rannsakar Musk vegna falsfrétta í Brasilíu Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði fyrir um að Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, sætti rannsókn fyrir að dreifa falsfréttum og að hindra framgang réttvísinnar. Musk segist ekki ætla að virða tilskipanir brasilískra dómstóla um að loka á nettröll. Erlent 8.4.2024 09:13
Segist nota ketamín gegn þunglyndi Elon Musk, einhver auðugasti maður heims, segist nota ketamín gegn „neikvæðu efnaástandi“ eða þunglyndi og að hann sé „nánast alltaf“ edrú þegar hann birtir færslur á X seint á kvöldin og næturnar. Musk segist ekki nota of mikið ketamín og telur að hluthafar í fyrirtækjum hans hagnist á notkuninni. Erlent 19.3.2024 13:28
Elon Musk og Andrew Tate brugðið yfir þingpallamálinu Auðjöfurinn Elon Musk, samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate og formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson velta fyrir sér atviki sem átti sér stað á Alþingi Íslendinga í vikunni. Það er þegar karlmaður steig yfir handrið þingpallana, öskraði á dómsmálaráðherra, og var í kjölfarið fjarlægður af þingvörðum og lögreglu. Innlent 7.3.2024 22:04
Djúpfölsuð sjálfsfróun hlaðvarpsstjörnu afhjúpar brotalamir á Twitter Hlaðvarpsstjörnunni Bobbi Althoff brá í brún þegar hún sá hvers vegna nafn sitt hafði verið að trend-a á samfélagsmiðlinum X. Djúpfalsað myndband (e. deep fake) af Althoff að fróa sér var þá búið að vera í dreifingu á miðlinum og fengið margar milljónir áhorfs. Erlent 24.2.2024 00:17
Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. Erlent 9.2.2024 09:00
Höfðar mál gegn Disney og Lucasfilm með stuðningi Musks Leikkonan Gina Carano hefur höfðað mál gegn Walt Disney og Lucasfilm, með stuðningi auðjöfursins Elons Musk. Carano heldur því fram að hún hafi ranglega verið rekin frá þáttunum Mandalorian árið 2021 vegna þess að hún hafi dreift íhaldssömum stjórnmálaskoðunum sínum á samfélagsmiðlum. Erlent 7.2.2024 14:24
Vill færa skráningu Tesla til Texas Auðjöfurinn Elon Musk vill færa skráningu Tesla frá Delaware og til Texas. Það er eftir að dómari í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að 55 milljarða dala kaupréttarsamningur sem gerður var við hann árið 2018 hefði verið ólöglegur. Viðskipti erlent 1.2.2024 18:16
Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. Viðskipti erlent 8.1.2024 23:33
Threads aðgengilegt á Íslandi Forsvarsmenn Meta, áður Facebook, hafa gert samskiptaforritið Threads aðgengilegt víða í Evrópu og þar á meðal á Íslandi. Enn sem komið er virðist forritið aðeins aðgengilegt í tölvum og í símum Apple. Viðskipti erlent 14.12.2023 14:38
Musk býður Alex Jones velkominn á X Elon Musk, auðjöfur og eigandi samfélagsmiðilsins X, hefur boðið bandaríska fjölmiðlamanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones velkominn á miðilinn í kjölfar kosningar sem Musk hélt á X-síðu sinni. Erlent 10.12.2023 10:04
Sagði forstjóra Disney að fara í rassgat Elon Musk, einn auðugasti maður heims og eigandi Tesla, SpaceX og X (áður Twitter), svo einhver fyrirtæki séu nefnd, sagði forstjóra Disney og forsvarsmönnum annarra fyrirtækja sem hafa hætt að auglýsa á X að „fara í rassgat“. Þetta sagði auðjöfurinn í viðtali sem streymt var í beinni útsendingu en hann sagði einnig að X færi líklega á hausinn án auglýsinga. Viðskipti erlent 30.11.2023 10:56
Musk fundar um gyðingaandúð með ráðamönnum í Ísrael Frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk mun funda í dag með Isaac Herzog, forseta Ísrael, og aðstandendum hverra ástvinir eru og hafa verið í haldi Hamas. Erlent 27.11.2023 08:20
Musk í mál vegna skýrslu um auglýsingar og nasistafærslur Forsvarsmenn X (áður Twitter) hafa höfðað mál gegn samtökunum Media Matters, eftir að samtökin birtu skýrslu um að auglýsingar stórfyrirtækja á samfélagsmiðlinum birtust reglulega við færslur sem innihalda hatursorðræðu, lofyrði um nasisma og gyðingahatur. Viðskipti erlent 21.11.2023 14:02
Auglýsendur áhyggjufullir vegna ummæla Musks og gyðingahaturs Forsvarsmenn IBM, sem er einn af stærri auglýsendum á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), hættu öllum auglýsingum þar. Það var eftir að auðjöfurinn Elon Musk, sem keypti Twitter í fyrra, lýsti á miðvikudaginn yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks. Viðskipti erlent 17.11.2023 14:37
Forstjóri HBO sakaður um skítkast á fölsuðum X-reikningi Stjórnendur efnisveitunnar HBO eru sakaðir um að hafa á tíu mánaða tímabili svarað sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum aðgöngum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þegar þeim mislíkaði gagnrýni þeirra. Erlent 1.11.2023 18:49
Virði X helmingi minna á einu ári Starfsmenn X, áður Twitter, fengu í gær hlutabréf í fyrirtækinu en fram kom í meðfylgjandi skjölum að fyrirtækið væri metið á 19 milljarða dala. Auðjöfurinn Elon Musk keypti fyrirtækið fyrir rétt rúmu ári á 44 milljarða dala, eða um sex billjónir króna. Viðskipti erlent 31.10.2023 10:25
Musk íhugar að loka á X í Evrópu Auðjöfurinn Elon Musk er sagður hugleiða að loka samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í Evrópu. Ástæðan er sögð vera sú að hann vilji forðast það að þurfa að fylgja reglugerðum Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 18.10.2023 23:23
Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. Viðskipti erlent 18.10.2023 10:38
Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. Erlent 1.9.2023 14:23
Hægja á vefsíðum fyrirtækja sem Musk er illa við Samfélagsmiðillinn X, sem hét áður Twitter, hefur kerfisbundið látið hlekki á vefsíður fyrirtækja sem Elon Musk er persónulega illa við opnast hægar en aðrir hlekkir. Samkeppnisaðilar eins og Facebook og fjölmiðlar eins og New York Times eru á meðal þeirra sem X hægði á. Viðskipti erlent 16.8.2023 08:55
Ekkert verður af bardaga Musk og Zuckerberg Ekkert verður af bardaga auðjöfranna Elon Musk og Mark Zuckerberg. Forseti UFC, Dana White, hafði gefið það út að báðir væru þeir reiðubúnir til að mætast í hringnum en nú segir Zuckerberg að Musk sé ekki alvara og því muni hann finna sér andstæðing sem taki íþróttinni alvarlega. Lífið 13.8.2023 18:47