Reykjavík

Fréttamynd

Til­kynnt um hóp pilta í grun­sam­legum erinda­gjörðum

Það var æsingur í bænum þetta laugardagskvöldið eins og svo oft áður og hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nóg að gera. Slagsmál brutust út fyrir utan skemmtistaði og voru slagsmálaaðilar æstir í viðræðum við lögreglu. Þá var tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Leitar að eig­anda trúlofunar­hrings sem fannst í fjöru

Genti Salliu var í sínum vikulega göngutúr um Vesturbæ Reykjavíkur þegar hann sá glitta í eitthvað óvenjulega rautt í fjörunni við Keilugranda. Það reyndist box utan um glæsilegan trúlofunarhring, en Gent gerir nú dauðaleit að eiganda hans.

Innlent
Fréttamynd

Í­búðin í rúst eftir Airbnb-gesti

Lögreglunni barst tilkynning í dag um skemmdarverk á íbúð í Hlíðunum í Reykjavík, en þar hafði eigandi leigt íbúðina út hjá Airbnb og komið að henni í rúst.

Innlent
Fréttamynd

Grafarvogur fram­tíðar verður til

Borgarbúum þykir vænt um hverfið sitt, þar sem stór hluti lífsins fer fram, fjölskyldan vex og dafnar. Snerting við nágranna í sundlauginni, í búðinni og á göngustígunum. Hluti íbúa í Grafavogi hefur verið sýnilegur í umræðunni um hverfið að undanförnu. Vilja ekki byggja inn á við, vilja ekki „gettó“ í Grafarvog, vilja ekki fleira fólk í hverfið, vilja ekki stærri og sterkari Grafarvog.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíal­istum bolað úr Bol­holti

Sósíalistaflokkur Íslands er í leit að nýju húsnæði eftir að hafa verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Flokkurinn hefur haft þar aðsetur um langt skeið en styrktarfélagið Vorstjarnan er með húsið á leigu.

Innlent
Fréttamynd

Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR

Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík. Lára mun sinna verkefnum fyrir rektor HR og einnig samskiptasvið háskólans, með áherslu á almannatengsl og miðlun. Hún hefur þegar hafið störf.

Innlent
Fréttamynd

Lofar bongóblíðu við lang­þráð lang­borð

Fimmtíu metra langborði með hvítum dúkum verður komið fyrir á Laugaveginum í miðborginni á morgun þar sem fólki verður boðið að koma saman yfir mat og drykk. Skipuleggjendur lentu í vandræðum með leyfisveitingu en nú hefur verið greitt úr öllu slíku og búist er við miklu betra veðri en þegar upphaflega átti að leggja á langborðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svona mikið kostar kaffið á Star­bucks hér á landi

Kaffihús Starbucks opnaði á Laugavegi 66 í Reykjavík en um er að ræða fyrsta kaffihús keðjunnar á hér á landi. Til stendur að opna annað í höfuðborginni á næstu vikum. Kaffið er nokkuð ódýrara en gengur og gerist hér á landi með þeim mikilvæga fyrirvara að neytandinn neyðist til að kaupa stærri bolla.

Neytendur
Fréttamynd

Öðrum þeirra hand­teknu sleppt úr haldi

Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 

Innlent
Fréttamynd

Ein­býli í Breið­holti úr smiðju Rutar Kára

Við Fremrastekk í Breiðholti stendur glæsilegt 238 fermetra einbýlishús, reist árið 1968. Húsið var endurskipulagt og endurinnréttað árið 2014 af innanhúsarkitektinum Rut Káradóttur. Ásett verð eignarinnar er 189 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Sak­felldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni

Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í íbúð hennar í Breiðholti í Reykjavík í október síðastliðnum. Hann var metinn sakhæfur en þó ekki gerð refsing vegna morðsins. Honum var aftur á móti gert að sæta öryggisvistun.

Innlent
Fréttamynd

Stór lögregluaðgerð í Laugardal

Umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram í Laugardal í Reykjavík seinni partinn í dag. Lögreglumenn sem nutu liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra brutu glerútidyrahurð tvíbýlis og fóru inn. Lögreglumennirnir báru grímur en minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi þegar blaðamann bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald frönsku konunnar fram­lengt

Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hún sætir gæsluvarðhaldi til 31. júlí á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Starbucks opnaði á Lauga­vegi í dag

Kaffihús Starbucks opnaði í dag í Reykjavík eftir langa bið eftir leyfisveitingu frá Reykjavíkurborg. Þetta er fyrsta kaffihús keðjunnar á Íslandi en til stendur að opna annað í borginni á næstu vikum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Mjög ó­eðli­leg nálgun“

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að borgaryfirvöld vilji ekki viðurkenna að túnið við Sóleyjarima í Grafarvogi sé notað sem útivistarsvæði, annars hefði túnið verið slegið fyrr í sumar. Hún segir málið til marks um skilningsleysi borgarinnar gagnvart lífinu í Grafarvogi. Íbúar hafa sett sig í samband við lögfræðinga og undirbúa málsókn gegn borginni vegna fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á túninu.

Innlent
Fréttamynd

Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráð­húsið

Borgarráð hefur samþykkt að draga fána Palestínu að húni við Ráðhús Reykjavíkur, til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni að því er kemur fram í tilkynningu borgarinnar. Þá var forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Borgin sé ekki að refsa Grafar­vogs­búum

Skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík segir að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túni við Sóleyjarima í Grafarvogi tengist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hafi ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu eða deilur við Grafarvogsbúa um þéttingaráform að gera.

Innlent