Skagafjörður Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku „Bændur eru vanir vorflóðum úr Héraðsvötnum en þetta var einstaklega mikið núna,“ segir Guðrún Helga Jónsdóttir, bóndi á Miðhúsum í Skagafirði. Héraðsvötn flæddu í gær yfir tún sem bændur voru nýbúnir að eyða tíma og fjármunum í sáningu en svo flæddi yfir. „Það fór vatn upp að Hegranesi sem er ekki vanalegt og hjá mér fór vatn alveg upp að vegi,“ segir Guðrún. Innlent 9.5.2025 14:24 Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Það ríkir neyðarástand í málefnum barna og unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og geðrænan vanda hérlendis. Í dag eru Stuðlar eina vistunarúrræðið sem stendur til boða fyrir börn í slíkri stöðu og þar eru einungis örfá rými. Skoðun 7.5.2025 12:01 Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Kaupfélag Skagfirðinga skilaði 3,3 milljarða hagnaði á síðasta ári. Rekstrartekjur kaupfélagsins voru 55 milljarðar, tveimur milljörðum meira en árið áður. Viðskipti innlent 3.5.2025 11:22 Justin Bieber nýtur sín norður í landi Poppstjarnan Justin Bieber er staddur norður í landi á lúxushótelinu Deplum í Fljótum. Tæp níu ár eru síðan kanadíski tónlistarmaðurinn hélt tvenna tónleika í Kórnum og tók upp tónlistarmyndband í Fjaðrárgljúfri. Lífið 30.4.2025 10:39 Skólarnir í eina sæng Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólunum. Innlent 25.4.2025 16:58 Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Þingmaður Viðreisnar vill að nýr barnamálaráðherra skoði það að alvöru að reka aftur meðferðarheimili fyrir börn að Háholti í Skagafirði. Skrítið sé að nýta húsnæðið ekki á meðan málaflokkurinn er á jafnslæmum stað og hann er núna. Innlent 20.4.2025 14:02 Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Sveitarstjóri telur húsið henta vel sem meðferðarheimili fyrir börn en ríkið hefur hingað til ekki haft áhuga á því. Hann vonar að nýr ráðherra endurskoði þá afstöðu. Innlent 18.4.2025 18:23 Háholt sett aftur á sölu Fyrrum meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er aftur komið á sölu eftir að kaupanda byggingarinnar tókst ekki að sýna fram á fjármögnun. Innlent 18.4.2025 14:07 KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti OK býður nú upp á nýja þjónustu sem byggir á varaleið Farice um gervihnetti. Lausnin tryggir lágmarksnetsamband við útlönd ef fjarskiptasamband um alla sæstrengi við Ísland rofnar. Þjónustan er sérstaklega hönnuð með mikilvæga innviði og stofnanir í huga og veitir þeim aukið öryggi í fjarskiptum. Viðskipti innlent 15.4.2025 09:52 Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Tveir drengjanna sem slösuðust í alvarlegu bílslysi í grennd við Hofsós á föstudagskvöld eru enn á gjörgæslu. Samfélagið í Skagafirði er harmi slegið vegna málsins að sögn setts skólameistara, en boðað hefur verið til samverustundar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á morgun. Innlent 14.4.2025 11:53 Halda samverustund vegna slyssins Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki býður til samverustundar í skólanum á þriðjudaginn vegna alvarlegs umferðarslyss sem átti sér stað suður af Hofsósi á föstudagskvöld. Innlent 13.4.2025 17:10 Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Fjórir drengir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys sem varð suður af Hofsósi í gærkvöldi. Um þrjátíu ungmenni voru á vettvangi en tilkynning um slysið barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir að svo stöddu en rannsókn þess stendur yfir. Innlent 12.4.2025 13:13 Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Tæplega þrjátíu ungmenni voru á leið í samkvæmi á Hofsósi í gærkvöldi, þegar einn bíll endaði utanvegar. Fjórir voru í bílnum og voru allir fluttir til aðhlynningar í Reykjavík. Þar af þrír með flugvélum og einn með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 12.4.2025 09:50 Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Fjórir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Siglufjarðarvegi í gærkvöldi. Bíll lenti utanvegar við Grafará, suður af Hofsós, en allir sem voru í bílnum voru fluttir til Reykjavíkur til aðhlynningar. Innlent 12.4.2025 07:24 Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Lögreglu á Norðurland vestra barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys rétt hjá Hofsósi. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna slyssins. Innlent 11.4.2025 20:57 Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Tindastóll er deildarmeistari Bónus deildar karla tímabilið 2024-25 eftir 88-74 sigur í lokaumferðinni gegn Val. Stólarnir voru með titilinn í sínum höndum fyrir leik og sigldu sigrinum sem þeir þurftu örugglega í höfn gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals. Körfubolti 27.3.2025 18:30 Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra afhenti í dag landbúnaðarverðlaunin fyrir árið 2025 til bændanna á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði, þeim Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur og Jóhannesi Ríkarðssyni. Verðlaunin voru afhent á Búnaðarþingi sem sett var á Hótel Nordica í Reykjavík fyrr í dag. Innlent 20.3.2025 14:26 Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum til þrettán verkefna á landsbyggðinni til að efla byggðir landsins. Níu af verkefnunum þrettán eru í kjördæmi ráðherrans. Innlent 11.3.2025 14:35 Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Íbúar í Hegranesi í Skagafirði eru afar óánægðir með áform bæjarráðs um að selja skuli félagsheimili Rípurhrepps. Þau segja ákvörðunina svik við samfélagið. Nágrannar þeirra óttist um framtíð félagsheimila sinna. Innlent 7.3.2025 08:02 Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Til stendur að snúa umdeildri breytingu á Búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega. Innlent 6.3.2025 19:23 Refur með fuglainflúensu Fuglainflúensa hefur greinst í refi í Skagafirði. Refurinn var aflífaður í vikunni, en íbúi hafði fundið hann og séð að hann væri augljóslega veikur. Innlent 31.1.2025 15:31 Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Félagsfólk Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í Skagafirði telur formann fræðslunefndar Skagafjarðar hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa og brotið traust með því að taka þátt í því að stefna Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkfall í leikskólum. Innlent 29.1.2025 22:02 Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Kuldakast sem nú gengur yfir landið mun að öllum líkindum vara langt inn í vikuna. Þrátt fyrir það verður víða hæglætisveður á gamlárskvöld, en aðra sögu var að segja í Skagafirði í gær þar sem fresta þurfti stórtónleikum vegna færðar. Kórmenn sátu fastir um allan fjörð og því reyna menn aftur í kvöld. Innlent 29.12.2024 11:33 Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. Innlent 28.12.2024 21:30 Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Friðrik Þór Jónsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvar Varmahlíðar, lenti í smá óhappi í vinnunni í gærmorgun. Lífið 20.12.2024 15:14 Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. Innlent 19.11.2024 11:19 Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuvegandefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Innlent 18.11.2024 21:26 KS við það að kaupa B. Jensen Kaupfélag Skagfirðinga er sagt í þann mund að kaupa B. Jensen. Viðskipti innlent 14.11.2024 22:58 Rekin út fyrir að vera kennari Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að beita verkfalli til að knýja á um kjarabætur. Því vakti víða athygli þegar kennarar komu saman að morgni 29. október til að tryggja að verkfall kennara á leikskólanum Ársölum í Skagafirði væri ekki brotið að fyrirskipun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það hefur hins vegar ekki verið fjallað mikið um aðdraganda verkfallsbrotanna eða eftirmála þeirra. Skoðun 7.11.2024 16:02 Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Foreldrar barna á fjórum leikskólum þar sem ótímabundið verkfall stendur yfir segja Kennarasamband Íslands mismuna börnum. Þeir krefjast þess að staðan verði leiðrétt fyrir lok föstudags. Innlent 6.11.2024 13:42 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 14 ›
Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku „Bændur eru vanir vorflóðum úr Héraðsvötnum en þetta var einstaklega mikið núna,“ segir Guðrún Helga Jónsdóttir, bóndi á Miðhúsum í Skagafirði. Héraðsvötn flæddu í gær yfir tún sem bændur voru nýbúnir að eyða tíma og fjármunum í sáningu en svo flæddi yfir. „Það fór vatn upp að Hegranesi sem er ekki vanalegt og hjá mér fór vatn alveg upp að vegi,“ segir Guðrún. Innlent 9.5.2025 14:24
Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Það ríkir neyðarástand í málefnum barna og unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og geðrænan vanda hérlendis. Í dag eru Stuðlar eina vistunarúrræðið sem stendur til boða fyrir börn í slíkri stöðu og þar eru einungis örfá rými. Skoðun 7.5.2025 12:01
Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Kaupfélag Skagfirðinga skilaði 3,3 milljarða hagnaði á síðasta ári. Rekstrartekjur kaupfélagsins voru 55 milljarðar, tveimur milljörðum meira en árið áður. Viðskipti innlent 3.5.2025 11:22
Justin Bieber nýtur sín norður í landi Poppstjarnan Justin Bieber er staddur norður í landi á lúxushótelinu Deplum í Fljótum. Tæp níu ár eru síðan kanadíski tónlistarmaðurinn hélt tvenna tónleika í Kórnum og tók upp tónlistarmyndband í Fjaðrárgljúfri. Lífið 30.4.2025 10:39
Skólarnir í eina sæng Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólunum. Innlent 25.4.2025 16:58
Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Þingmaður Viðreisnar vill að nýr barnamálaráðherra skoði það að alvöru að reka aftur meðferðarheimili fyrir börn að Háholti í Skagafirði. Skrítið sé að nýta húsnæðið ekki á meðan málaflokkurinn er á jafnslæmum stað og hann er núna. Innlent 20.4.2025 14:02
Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Sveitarstjóri telur húsið henta vel sem meðferðarheimili fyrir börn en ríkið hefur hingað til ekki haft áhuga á því. Hann vonar að nýr ráðherra endurskoði þá afstöðu. Innlent 18.4.2025 18:23
Háholt sett aftur á sölu Fyrrum meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er aftur komið á sölu eftir að kaupanda byggingarinnar tókst ekki að sýna fram á fjármögnun. Innlent 18.4.2025 14:07
KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti OK býður nú upp á nýja þjónustu sem byggir á varaleið Farice um gervihnetti. Lausnin tryggir lágmarksnetsamband við útlönd ef fjarskiptasamband um alla sæstrengi við Ísland rofnar. Þjónustan er sérstaklega hönnuð með mikilvæga innviði og stofnanir í huga og veitir þeim aukið öryggi í fjarskiptum. Viðskipti innlent 15.4.2025 09:52
Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Tveir drengjanna sem slösuðust í alvarlegu bílslysi í grennd við Hofsós á föstudagskvöld eru enn á gjörgæslu. Samfélagið í Skagafirði er harmi slegið vegna málsins að sögn setts skólameistara, en boðað hefur verið til samverustundar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á morgun. Innlent 14.4.2025 11:53
Halda samverustund vegna slyssins Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki býður til samverustundar í skólanum á þriðjudaginn vegna alvarlegs umferðarslyss sem átti sér stað suður af Hofsósi á föstudagskvöld. Innlent 13.4.2025 17:10
Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Fjórir drengir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys sem varð suður af Hofsósi í gærkvöldi. Um þrjátíu ungmenni voru á vettvangi en tilkynning um slysið barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir að svo stöddu en rannsókn þess stendur yfir. Innlent 12.4.2025 13:13
Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Tæplega þrjátíu ungmenni voru á leið í samkvæmi á Hofsósi í gærkvöldi, þegar einn bíll endaði utanvegar. Fjórir voru í bílnum og voru allir fluttir til aðhlynningar í Reykjavík. Þar af þrír með flugvélum og einn með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 12.4.2025 09:50
Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Fjórir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Siglufjarðarvegi í gærkvöldi. Bíll lenti utanvegar við Grafará, suður af Hofsós, en allir sem voru í bílnum voru fluttir til Reykjavíkur til aðhlynningar. Innlent 12.4.2025 07:24
Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Lögreglu á Norðurland vestra barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys rétt hjá Hofsósi. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna slyssins. Innlent 11.4.2025 20:57
Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Tindastóll er deildarmeistari Bónus deildar karla tímabilið 2024-25 eftir 88-74 sigur í lokaumferðinni gegn Val. Stólarnir voru með titilinn í sínum höndum fyrir leik og sigldu sigrinum sem þeir þurftu örugglega í höfn gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals. Körfubolti 27.3.2025 18:30
Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra afhenti í dag landbúnaðarverðlaunin fyrir árið 2025 til bændanna á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði, þeim Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur og Jóhannesi Ríkarðssyni. Verðlaunin voru afhent á Búnaðarþingi sem sett var á Hótel Nordica í Reykjavík fyrr í dag. Innlent 20.3.2025 14:26
Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum til þrettán verkefna á landsbyggðinni til að efla byggðir landsins. Níu af verkefnunum þrettán eru í kjördæmi ráðherrans. Innlent 11.3.2025 14:35
Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Íbúar í Hegranesi í Skagafirði eru afar óánægðir með áform bæjarráðs um að selja skuli félagsheimili Rípurhrepps. Þau segja ákvörðunina svik við samfélagið. Nágrannar þeirra óttist um framtíð félagsheimila sinna. Innlent 7.3.2025 08:02
Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Til stendur að snúa umdeildri breytingu á Búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega. Innlent 6.3.2025 19:23
Refur með fuglainflúensu Fuglainflúensa hefur greinst í refi í Skagafirði. Refurinn var aflífaður í vikunni, en íbúi hafði fundið hann og séð að hann væri augljóslega veikur. Innlent 31.1.2025 15:31
Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Félagsfólk Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í Skagafirði telur formann fræðslunefndar Skagafjarðar hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa og brotið traust með því að taka þátt í því að stefna Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkfall í leikskólum. Innlent 29.1.2025 22:02
Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Kuldakast sem nú gengur yfir landið mun að öllum líkindum vara langt inn í vikuna. Þrátt fyrir það verður víða hæglætisveður á gamlárskvöld, en aðra sögu var að segja í Skagafirði í gær þar sem fresta þurfti stórtónleikum vegna færðar. Kórmenn sátu fastir um allan fjörð og því reyna menn aftur í kvöld. Innlent 29.12.2024 11:33
Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. Innlent 28.12.2024 21:30
Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Friðrik Þór Jónsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvar Varmahlíðar, lenti í smá óhappi í vinnunni í gærmorgun. Lífið 20.12.2024 15:14
Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. Innlent 19.11.2024 11:19
Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuvegandefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Innlent 18.11.2024 21:26
KS við það að kaupa B. Jensen Kaupfélag Skagfirðinga er sagt í þann mund að kaupa B. Jensen. Viðskipti innlent 14.11.2024 22:58
Rekin út fyrir að vera kennari Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að beita verkfalli til að knýja á um kjarabætur. Því vakti víða athygli þegar kennarar komu saman að morgni 29. október til að tryggja að verkfall kennara á leikskólanum Ársölum í Skagafirði væri ekki brotið að fyrirskipun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það hefur hins vegar ekki verið fjallað mikið um aðdraganda verkfallsbrotanna eða eftirmála þeirra. Skoðun 7.11.2024 16:02
Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Foreldrar barna á fjórum leikskólum þar sem ótímabundið verkfall stendur yfir segja Kennarasamband Íslands mismuna börnum. Þeir krefjast þess að staðan verði leiðrétt fyrir lok föstudags. Innlent 6.11.2024 13:42