Íslendingar erlendis

Bríet umkringd stórstjörnum í Japan
Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar var umkringd heimsfrægum stórstjörnum á veitingastað á The Tokyo Edition Ginze hótelinu í Japan í gærkvöldi. Bríet birti myndir af þessu glæsilega kvöldi á samfélagsmiðlinum Instagram.

Lýst eftir íslenskum karlmanni á vef Interpol
Lýst er eftir Stefáni Ingimar Koeppen Brynjarssyni, íslenskum karlmanni á vef alþjóðalögreglunnar Interpol. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni.

Hver dagur ævintýri og veit aldrei við hverju má búast
Fyrirsætan, háskólaneminn og fyrrum World Class stöðvarstjórinn Björn Boði Björnsson lét drauminn rætast þegar að hann ákvað að flytja til New York. Hann skráði sig í tískutengt nám og nýtur fjölbreyttra daga í stóra eplinu. Blaðamaður fékk að heyra nánar frá lífinu vestanhafs.

Kolbrún tekin til starfa hjá Eurojust
Kolbrún Benediktsdóttir hóf í dag störf sem fyrsti sendisaksóknari Íslands hjá Eurojust í dag. Hún segir um að ræða mikilvægt skref fyrir Ísland.

Heimaleikurinn með enn önnur verðlaunin í Glasgow
Heimaleikurinn, í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut áhorfendaverðlaun Glasgow Film Festival í gærkvöldi. Um er að ræða aðalverðlaun hátíðarinnar.

Hugi og Unnur fögnuðu ástinni á Tenerife
Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson og Unnur Helgadóttir, hlaðvarpsstjarna og mannauðsstjóri í Seðlabankanum, eru nýjasta par landsins. Þau hafa notið lífsins saman undanfarið í sólinni á Tenerife.

Unnur og Brynjar keyptu 200 fermetra einbýli á 4,5 milljónir
„Af hverju við fluttum? Það var sett á sölu húsið sem við bjuggum í og leigumarkaðurinn var algjörlega glataður. Ég varð svo pirruð yfir þessu að ég sagði bara: Af hverju prófum við ekki eitthvað nýtt?“ segir Unnur Eygló Bjarnadóttir en þau Brynjar Ingimarsson eiginmaður hennar ákváðu fyrir nokkrum árum að freista gæfunnar í finnskri sveit.

Gerði ekki gott mót og dæmdur til að veita afslátt
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í máli þar sem kærandi kvartar undan glötuðu fótboltamóti. Sá fær afslátt sem nemur tuttugu prósentum af greiddri fjárhæð.

Rúrik skemmti sér með stórstjörnum hjá Elton John
Athafnamaðurinn Rúrik Gíslason er staddur í Los Angeles um þessar mundir og lætur sér ekki leiðast. Hann skellti sér í Óskarspartý hjá Elton John í gærkvöldi en þar voru hinar ýmsu Hollywood stórstjörnur.

Íslenskir jafnaðarmenn og draumalandið Luxemburg – fyrri hluti
Grein Róberts Björnssonar „Smáríkið sem „skipti um þjóð““ um Luxemburg hér á Vísi, hefur verið dreift á facebook af vinstrimönnum eins og um nýtt guðspjall sé að ræða og Luxemburg fyrirmyndaríkið. Það er ótrúlega grunnhyggið þegar haft er í huga á hverju þetta litla, moldríka fyrirmyndarsamfélag þeirra sem kenna sig við jafnaðarmennsku þrífst.

Öll fjölskyldan sefur í sama rúminu
Björg Kristjánsdóttir segist ekki geta hugsað sér að sofa öðruvísi en í fjölskyldurúmi. Hún og eiginmaður hennar sofa í 270 sentímetra rúmi með fjögurra ára dóttur sinni og hafa gert allt frá því dóttir þeirra fæddist.

Kerecis hlýtur Útflutningsverðlaunin og Laufey heiðruð
Líftæknifyrirtækið Kerecis hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2024. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Samhliða var Laufey Lín Jónsdóttir heiðruð fyrir störf sín á alþjóðavettvangi.

Peningar ekki vandamál í næsta verkefni Björns Zoëga
Björn Zoëga verður framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre í Sádi-Arabíu í apríl. Hann lætur senn af störfum sem forstjóri Karolinska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Væntingar á Íslandi geti verið „út úr korti“
Handboltagoðsögnin Alfreð Gíslason hrífst af því sem Snorri Steinn Guðjónsson er að gera með íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann segir hins vegar kröfur íslensks almennings til liðsins hvern janúar vera út úr korti.

Rúrik þakkar Miley Cyrus fyrir kynnin
Þúsundþjalasmiðurinn Rúrik Gíslason þakkar poppstjörnunni Miley Cyrus fyrir kynni þeirra.

Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“
Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027.

Guðni fékk glæsilegar móttökur í Georgíu
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er mættur til Georgíu þar sem hann fékk höfðinglegar móttökur í Tbilisi frá Salome Zourabichvili forseta Georgíu.

Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba
„Við vildum bara prófa eitthvað nýtt. Komast í meiri hita,“ segir Róbert Halbergsson og kona hans Guðný Matthíasdóttir bætir við: „og komast að því hvar er best að búa.“

Ævintýralega skemmtileg fýluferð til Grænlands
Stefán Pálsson sagnfræðingur fór með sem viðhengi þegar vestnorræna ráðið hélt til Grænlands. Ekkert varð af fyrirhuguðum fundahöldum en Stefán hefði ekki viljað missa af ferðinni.

Fékk ekki hreinlætisvörur á spítalanum
Íslensk kona sem lögð var inn á spítala í Búlgaríu fyrr í mánuðinum er komin heim. Dóttir hennar og frænka lýsa hræðilegum aðstæðum á spítalanum, og tregðu í íslenska kerfinu.

Ferðatösku Laufeyjar stolið
Ferðatösku tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar var stolið á Ítalíu. Hún lét það ekki á sig fá og komst heilu og höldnu til Lausanne í Sviss þar sem hún er með tónleika í kvöld.

Þrífst vel í brjálaðri vinnumenningu í New York
„Stundum hef ég verið að vinna tíu daga í röð án þess að fatta það og þarf þá að anda í smá stund,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen. Hún hefur verið búsett í New York undanfarin ár og tekið þátt í ýmsum spennandi verkefnum á borð við hina virtu listahátíð Art Basel í Miami.

Íslenskur karlagönguhópur á Tenerife
Það er vinsælt hjá mörgum að tilheyra gönguhópi eða hlaupahópi en það er ekki bara á Íslandi því á Tenerife er hópur íslenskra karlmanna, sem eru með sinn eigin gönguhóp.

Engar viðvaranir gefnar út og óttast ekki vatnsskort
Íslendingur sem dvelur mikið á Tenerife hefur litlar áhyggjur af vatnsskorti en stjórnvöld á eyjunni hafa varað við neyðarástandi vegna þurrkatíðar. Hann segir engar viðvaranir hafa verið gefnar út til íbúa og óþarft að hafa áhyggjur.

Pétur Jökull kom sjálfur á klakann
Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu.

GKR gefur út nýja plötu: „Ég er ekki eins og ég var þegar ég var yngri“
Rapparinn GKR gaf út sína fyrstu plötu í sex ár á föstudaginn í síðustu viku. Hann vill að fólk túlki á eigin hátt um hvað platan er og það hafa tekið langan tíma að byggja upp sjálfsöryggið og viljann til þess að koma sér aftur á sjónarsviðið.

Pétur Jökull handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald
Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann er hvergi að finna á vef Interpol lengur.

Skrifaði undir draumasamninginn og hlakkar til að spila erlendis
„Mér líður best þegar að ég er að spila og það er flæði, þar sem ég er ekki að hugsa of mikið. Það fékk að njóta sín á þessari plötu,“ segir tónlistarmaðurinn Mikael Máni, sem var að skrifa undir plötusamning við útgáfufyrirtækið Act í Þýskandi.

„Tækifæri til að pæla í fallegri veruleika eftir dauðann“
„Framtíðin kemur bara og við þurfum að díla við það,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hún heillast að tæknilegri hliðum listarinnar og er óhrædd við viðfangsefni á borð við dauðann.

Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi
„Þetta er mjög líflegt land og það er mjög skemmtilegt að búa hérna,“ segir Henry Alexander Henrysson en þau Regína Bjarnadóttir búa ásamt börnum sínum tveimur í einu fátækasta ríki veraldar Síerra Leóne.