Valur

Valsmenn geta tekið met af Keflavík frá tíma Damons og Ed Saunders
Körfuboltalið Valsmanna slógu met eitt met í leik eitt í úrslitaeinvígi Subway deildar karla og geta slegið annað met í leik tvö í kvöld.

Snorri Steinn: Er drullu stressaður fyrir hvern einasta leik
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. Með honum tryggðu Valsmenn sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Selfoss 36-27 | Valsmenn flugu í úrslit
Valur er kominn í úrslit Olís-deildar karla eftir öruggan sigur á Selfossi, 36-27, í Origo-höllinni í kvöld. Valsmenn unnu einvígið 3-0 og leikina þrjá með samtals 26 marka mun.

Halldór: Sé ekki hvaða lið á að stoppa Val
Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, sagði að slæmur lokakafli á fyrri hálfleik hafi verið banabiti sinna manna gegn Val í kvöld.

Sjáðu mörkin úr stórleiknum í Krikanum
FH og Valur gerðu jafntefli í bráðfjörugum fjögurra marka leik í Kaplakrika í fyrsta leik fjórðu umferðar Bestu deildarinnar.

Valur er með þau gæði að liðið á að klára þessa leiki
„Maður skilur pirringinn eftir svona leik. Valur er með þau gæði að liðið á að klára þessa leiki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna um leik Þórs/KA og Vals en Pétur Pétursson – þjálfari Íslandsmeistaranna – var vægast sagt ósáttur í leikslok.

Kári Jónsson: Ekki fallegt en mjög skemmtilegt
Kári Jónsson skoraði 12 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók fimm fráköst þegar Valur fór með sigur af hólmi í fyrsta leik sínum við Tindastól í baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 80-79 | Einvígið um titilinn hófst á háspennuleik
Valur er komið í 1-0 gegn Tindastól í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Fyrsti leikurinn fór fram á Hlíðarenda í kvöld og hafði Valur betur í háspennuleik, lokatölur 80-79. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig
Arnór Smárason, leikmaður Vals, gerði annað mark Valsmanna og kom þeim yfir 2-1 gegn FH í kvöld en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Arnór segir liðið vera nokkuð sátt með stigið.

Umfjöllun og viðtal: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum
FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA/Þór 28-27 | Valur tók forystuna
Valur náði forystunni í einvígi sínu við KA/Þór í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta með sigri í leik liðanna í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld.

Svali býst við fullum Hlíðarenda í kvöld: Stór stund fyrir lítil hjörtu
Svali Björgvinsson var leikmaður Valsliðsins þegar körfuboltalið félagsins var síðast í úrslitum. Nú er hann formaður Körfuknattleiksdeildar Vals og fram undan er stærsti leikur félagsins í langan tíma.

Margrét Lára: Elín Metta í standi hefði skorað þrjú til fjögur í þessum leik
Valskonur töpuðu fyrir Þór/KA á Akureyri í annarri umferð Bestu deildar kvenna og Bestu mörkin ræddu sérstaklega færanýtingu landsliðsframherjans Elínar Mettu Jensen.

Pavel leikur hundraðasta leikinn sinn í úrslitakeppni í kvöld
Valsmaðurinn Pavel Ermolinskij verður í kvöld aðeins tíundi leikmaðurinn í sögunni sem nær að spila hundrað leiki í úrslitakeppni karla í körfubolta.

Einar Þorsteinn um æstan þjálfara sinn og „see food, eat food“ mataræðið sitt
Gærdagurinn var stór fyrir Valsmanninn Einar Þorsteinn Ólafsson en fyrst var tilkynnt um að hann væri á leiðinni í atvinnumennsku í Danmörku í sumar og seinna um kvöldið hjálpaði hann Valsliðinu að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Selfossi.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli
Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik.

Valur fær tvo erlenda leikmenn
Íslandsmeistarar Vals í fótbolta kvenna hafa fengið liðsstyrk í tveimur erlendum leikmönnum sem æft hafa með liðinu síðustu vikur og hafa nú fengið félagaskipti.

Einar byrjar atvinnumennskuna sem lærisveinn Guðmundar
Handknattleiksmaðurinn efnilegi Einar Þorsteinn Ólafsson fetar í fótspor föður síns, Ólafs Stefánssonar, og heldur í atvinnumennsku í sumar.

„Sagði strax já og var klár í ævintýri“
„Það var þokkalega rólegt að gera í vinnunni þannig að ég gat hoppað út,“ segir píparinn Orri Freyr Gíslason sem allt í einu er orðinn handboltamaður á nýjan leik, og það í baráttunni um svissneska meistaratitilinn.

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana
Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli.

Ekkert lið byrjað undanúrslitin með slíkum yfirburðum
Valsmenn sýndu mátt sinn á móti Selfyssingum í gær þegar undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta hófst á Hlíðarenda.

Hérna vill maður vera
Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi Vals, var frábær í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi Vals gegn Selfossi í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Átta mörk úr átta skotum og sex stoðsendingar var dagsverkið hjá Benedikt Gunnari í ellefu marka sigri Vals, 36-25.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik
Í kvöld hófst undanúrslitaeinvígi Vals og Selfoss í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta í Origo höllinni. Lauk fyrsta leik liðanna í þessari rimmu með ellefu marka stórsigri Vals og liðið því komið með yfirhöndina í einvíginu. Lokatölur 36-25.

Selfyssingar hafa ekki tapað á Hlíðarenda í 133 mánuði
Valur og Selfoss hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta á Hlíðarenda en gestirnir frá Selfossi hafa fundið sig einstaklega vel undir Öskjuhlíðinni undanfarin áratug.

Heimir: Eitt lið á vellinum í seinni hálfleik
Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals, fannst sigur liðsins gegn KR í Bestudeild karla í fótbolta vera afar sanngjarn. Heimir var sérstaklega sáttur við hvernig lið hans spilaði í seinni hálfleik.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR
Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Valur með tak á KR fyrir stórleik kvöldsins
Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsmenn hafa unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna. KR vann leik liðanna á Hlíðarenda í upphafi tímabils 2020 en Valur endaði sem Íslandsmeistari það ár.

Saga Sif á von á barni og leikur ekki með Valskonum í úrslitakeppninni
Saga Sif Gísladóttir, markvörður Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, mun ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni sem nú er nýhafin þar sem hún er ófrísk.

Pavel búinn að fagna sigri í átta undanúrslitaeinvígum í röð
Pavel Ermolinskij er kominn í lokaúrslit í áttunda skiptið á ferlinum en nú í fyrsta sinn með Valsmönnum. Pavel datt síðast út í undanúrslitum úrslitakeppninnar fyrir tólf árum síðan.

Misstu Örnu til Vals en fá aðra Örnu í staðinn
Arna Eiríksdóttir mun spila með Þór/KA í Bestu deildinni í sumar en Þór/KA fær hana á láni frá Val út tímabilið.