
Ítalski boltinn

Emil orðaður við Roma
Hafnfirðingurinn gæti verið á förum til ítalska stórliðsins Roma.

Sveinn Aron í liði umferðarinnar á Ítalíu
Sveinn Aron Guðjohnsen var valinn í lið umferðarinnar í B-deildinni á Ítalíu eftir frábæra frammistöðu í 2-1 sigri Spezia á Pescara um helgina.

Thiago Motta kominn með sitt fyrsta stjórastarf
Einn sigursælasti leikmaður sinnar kynslóðar er tekinn við næstneðsta liðinu í ítölsku úrvalsdeildinni.

Ronaldo ánægður með Sarri og segir Juventus-liðið betra undir hans stjórn
Portúgalinn er ánægður með komu Maurizio Sarri til Ítalíu.

Buðu Zlatan óvænt sex mánaða samning
Ítalskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic ætli að snúa aftur í ítölsku deildina. Ítölsk félög hafa verið að gera hosur sínar grænar fyrir sænska framherjanum.

Fyrsta danska þrennan í ítölsku úrvalsdeildinni í 55 ár
Andreas Cornelius gerði nokkuð sem enginn annar danskur leikmaður hafði afrekað síðan 1964.

Í beinni í dag: Ítalski boltinn | Nóg um að vera í vikunni
Rólegur mánudagur framundan en ekki örvænta, Meistaradeild Evrópu snýr aftur í vikunni.

Vandræði AC Milan halda áfram | Gerðu jafntefli gegn Lecce á heimavelli
Framherjinn Krzysztof Piątek hélt hann hefði tryggt AC Milan stigin þrjú gegn Lecce í dag með marki á 81. mínútu en svo var aldeilis ekki. Lecce jafnaði í uppbótartíma og lokatölur á San Siro því 2-2. Önnur úrslit sem og bilað mark Radja Nainggolan má sjá í fréttinni.

Inter hafði betur í sjö marka leik
Inter Milan vann sigur á Sassuolo í sjö marka leik í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Í beinni í dag: Mílanó stórveldin, Róma og NFL
Að venju verður þéttsetinn sunnudagur í dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrása, þar sem alls níu viðburðir verða í beinni útsendingu í dag.

Ronaldo skoraði er Juventus jók forystu sína á toppi deildarinnar
Juventus vann nauman 2-1 sigur á Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Lazio bjargaði stigi á heimavelli
Lazio kom til baka gegn Atalanta og náði í jafntefli í mikilvægum leik í toppbaráttunni í ítölsku úrvalsdeildinni.

Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia
Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Í beinni í dag: Stórliðin á Spáni og Ítalíu í eldlínunni
Stöð 2 Sport er með níu viðburði í beinni útsendingu á rásum sínum í kvöld.

Sky Sports: Manchester United skoðar að fá Emre Can í janúar
Lék með Liverpool í fjórar leiktíðir en gæti nú verið á leið til Old Trafford.

Sanchez frá í þrjá mánuði
Alexis Sanchez, framherji Inter Milan, verður frá næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla. Hann gekkst undir aðgerð á vinstri ökkla.

Fengu Rabiot í sumar en eru nú tilbúnir að losa sig við hann
Tími Rabiot hjá Juventus gæti verið liðinn.

„Manchester-liðin og Chelsea vildu fá mig en ég vildi ekki fara“
Fyrrum miðjumaður Juventus, Claudio Marchisio, sem lagði skóna á hilluna á dögunum sagðist aldrei hafa verið nálægt því að fara til Englands.

Sanchez meiddist illa á ökkla og spilar líklega ekki meira á árinu
Alexis Sanchez verður að öllum líkindum á meiðslistanum út árið eftir að hann meiddist á ökkla í landsleik með Síle.

Ranieri að snúa aftur í Serie A
Ítalski knattspyrnustjórinn viðkunnalegi Claudio Ranieri er að taka við stjórnartaumunum hjá Sampdoria.

Emre Can ósáttur hjá Juventus
Emre Can líst ekki á blikuna hjá ítalska stórveldinu en vonast eftir að fá tækifæri fyrr en síðar.

Stuðningsmenn AC Milan vilja ekki sjá Pioli
Stuðningsmenn AC Milan eru afar blóðheitir og duglegir á Twitter.

De Ligt hlær að sögusögnunum um að Sarri hafi sagt honum að missa nokkur kíló
Hollenski miðvörðurinn hló að ótrúlegri sögu sem kom fram í fjölmiðlum á dögunum.

Higuain tryggði Juve toppsætið
Juventus tók toppsæti Seria A af Inter Milan með 2-1 sigri í toppslag liðanna á San Síró í kvöld.

Capello vildi Messi til Juventus: „Spurði Rijkaard hvort að við gætum fengið hann lánaðan“
Fabio Capello, fyrrum knattspyrnustjórinn, segir að hann hafi reynt að fá Lionel Messi til Juventus þegar hann var stjóri liðsins.

„Apahljóð eru ekki alltaf rasismi“
Framkvæmdarstjóri Lazio, Claudio Lotiti, segir að apahljóð séu ekki alltaf rasismi vegna stundum séu þeim hljóðum beint að "venjulegu fólki með hvíta húð“.

Ribery allt í öllu er AC Milan tapaði öðrum leiknum í röð
Franck Ribery var frábær í 3-1 sigri Fiorentina á AC Milan á útivelli í ítalska boltanum í kvöld.

Balotelli skoraði sitt fyrsta mark í ítölsku deildinni í fjögur ár
Mario Balotelli opnaði markareikninginn með Brescia gegn Napoli.

Sanchez skoraði og sá rautt er Inter fór á toppinn á ný
Alexis Sanchez átti sviðsljósið í leik Inter Milan og Sampdoria í ítölsku Seria A deildinni í dag.

Juventus á toppinn eftir þriðja sigurinn í röð
Juventus hefur fengið 16 af 18 stigum mögulegum það sem af er tímabili í ítölsku úrvalsdeildinni.