
FM957

Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn
Hlustendaverðlaunin 2025 voru haldin með pompi og prakt á Nasa í gærkvöldi og þar kom landslið tónlistarmanna fram. Fluttir voru sjóðheitir hittarar í bland við glæný en líka klassísk lög sem fyrir löngu hafa stimplað sig inn í hjörtum landsmanna.

Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna
Hlustendaverðlaunin 2025 voru afhent við hátíðlega athöfn á Nasa í kvöld. Herra Hnetusmjör sópaði að sér verðlaunum en hann hlaut verðlaun sem söngvari ársins, fyrir lag ársins og plötu ársins.

Heillaði bónda og útfararstjóra upp úr skónum
Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel hitaði upp fyrir Hlustendaverðlaunin sem fara fram í kvöld á Nasa og í beinni á Vísi og Stöð 2 Vísi með þeim Guðjóni Smára og Jónu Margréti í Traffíkinni á FM957. Hann gerði þar símaat í bónda og útfararstjóra og bað um álit á „nýju lagi.“

Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig
Egill Einarsson betur þekktur sem Gillzenegger segist sakna þess að sjá meiri áherslu lagða á óhollustu unnar kjötvöru í nýútgefinni skýrslu Landlæknis þar sem landsmönnum er meðal annars ráðlagt að takmarka neyslu á rauðu kjöti. Hann segir margt gott í skýrslunni en augljóst sé hvað sé ástæða þess að Íslendingar eru feitasta þjóð í heimi og segir hann það ekki vera rautt kjöt.

Varð að fara gubbandi í Herjólf
GDRN þurfti að svara ýmsum óþægilegum spurningum frá Andra Björns útvarpsmanni á FM957 í Víkinni. Hún segir meðal annars frá degi þar sem hún tók þrjú gigg sama daginn, eitt þeirra í Eyjum þannig að tónlistarkonan varð að fara gubbandi í Herjólf.

Bað Youtube um að fjarlægja myndbandið
Friðrik Dór segir að eitt sitt vandræðalegasta augnablik hafi verið þegar hann tók lag sitt „Fyrir hana“ á sínum fyrstu Hlustendaverðlaunum. Flutningurinn var svo arfaslakur að Frikki endaði á að biðja Youtube um að fjarlæga myndband af flutningnum.

Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu
Kalli Bjarni hefur verið edrú í eitt ár og segist vera búinn að breyta lífi sínu til hins betra. Hann gefur nú loksins út tónlist sem hann semur sjálfur, segist hafa samið mikið undanfarin ár en aldrei viljað gefa lögin út fyrr en hann yrði á nægilega góðum stað til þess að fylgja þeim eftir.

Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“
Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Rikki G á stórafmæli í dag. Hann er fertugur í dag og kollegi hans Egill Ploder kom honum heldur betur á óvart í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann fékk Karlakórinn Esju til að koma Rikka á óvart með afmælissöng og átti afmælisbarnið erfitt með að halda eftir tárunum að því loknu.

Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé
Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sótti sigur í enn einum raunveruleikaþættinum í Þýskalandi sem nýverið var sýndur í sjónvarpi. Rúrik ræddi sigurinn í Brennslunni en þar kom fram að verðlaunaféið hafi ekki verið af verri endanum, um 14,7 milljónir króna, þó Rúrik hafi lítið velt sér upp úr því. Hann fer nú með aðalhlutverk í bíómynd sem situr pikkföst á toppnum í Þýskalandi.

Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum
Aron Mola lá ekki á skoðunum sínum þegar honum var gert að viðra eina óvinsæla skoðun, segja frá því hvaða samsæriskenningu hann trúir á og nefna eina ofmetna hljómsveit í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann segist trúa á samsæriskenninguna um Illuminati, segist telja að börn megi borða hor og gefur lítið fyrir strákasveitina One Direction.

Rikki G skilar lyklunum að FM957
Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans.

Bylgjan og FM957 liggja niðri
Útsendingar útvarpsstöðvanna Bylgjunnar og FM957 liggja niðri á höfuðborgarsvæðinu vegna bilunar í rafmagnsbúnaði. Unnið er að viðgerð.

Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin
Hlustendaverðlaunin 2025 verða haldin fimmtudaginn 20. mars næstkomandi en þetta er í tólfta skipti sem hátíðin fer fram.

„Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“
„Fólkið sem er í mínu lífi, ég dýrka að sjá því ganga vel, gera nýja hluti og sjá hvað þau eru að ná langt! Hvetur mann alltaf til að gera betur,“segir hin 39 ára útvarpskona, Kristín Ruth Jónsdóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu.

Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins
Tónlistarárið 2024 var gjöfult og spennandi, sérstaklega hérlendis. Fjöldinn allur af ólíkum tónlistartegundum naut sín í úvarpi og víðar og íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að fá gott pláss á útvarpsstöðinni FM957. Hér má finna stærstu lög ársins hjá stöðinni.

Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957
Fullt var út úr húsi Eldhúspartýi FM957 sem fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar kom fram rjómi tónlistarfólks á Íslandi í brjálaðri stemningu í eftirsóttasta partýi ársins.

„Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var gestur Brennslunnar í morgun. Í þættinum var hann látinn lesa upp neikvæð ummæli um sjálfan sig og var hann meðal annars kallaður „dumb ass röflari.“

Big sexy og Jói Fel tókust á í bjórþambi
Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson, betur þekktur sem Big Sexy og bakarinn Jói Fel tókust á í æsispennandi bjórþambskeppni í Brennslunni á FM957 í morgun, allt fyrir klukkan níu. Þar lýsti útvarpsmaðurinn Rikki G öllu saman í beinni útsendingu.

Úr Idolinu yfir í útvarpið
Tónlistarkonan Jóna Margrét Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við FM957. Þar mun hún stýra þætti alla virka daga frá tíu til tvö í beinni. Jóna segir langþráðan draum vera að rætast en hún hefur störf í næstu viku.

Hlustar á íslenskt útvarp í finnskri sveit
Finnskum útvarpsáhugamanni tókst á dögunum að bæta íslenskum útvarpsstöðvum í safn þeirra erlendu útvarpsstöðva sem hann nær að hlusta á í sumarbústaði sínum í finnskri sveit í norðurhluta Finnlands í Lapplandi. FM 957, Gullið og fleiri útvarpsstöðvar hljóma því í eyrum Finnans.

Myndaveisla: Líf og fjör á golfmóti FM957
Frábær þátttaka og mikil gleði var á partý golfmóti FM957 sem var haldið í níunda sinn síðastliðinn fimmtudag. Sjötíu og tveir keppendur mættu til leiks á mótinu sem fór fram á golfvelli Öndverðarness í Grímsnesi.

Patrik biðst afsökunar
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason biðst afsökunar á að hafa talað óvarlega í útvarpsþætti á FM957 í síðustu viku. Um misheppnað grín hafi verið að ræða. Hann fordæmi allt kynferðisofbeldi.

Nauðgunarbrandari Patriks féll í grýttan jarðveg
Ummæli sem tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko, lét falla í Veislunni, útvarpsþætti á Fm957, hafa vakið upp nokkur viðbrögð í netheimum. Patrik spurði strák sem hringdi inn í þáttinn hvort hann hyggðist taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð.

„Þetta lag minnir mig alltaf á að hafa tapað Idolinu“
„Þegar maður greinist með lífshættulegan sjúkdóm þá lærir maður að líta á heiminn öðrum augum og það var einmitt á spítalanum sem ég öðlaðist nýja sýn á lífinu og tók ákvörðun að einblína á það jákvæða og fallega í lífinu,“ segir hinn sjarmerandi Vestmannaeyingur Guðjón Smári Smárason sem greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sextán ára gamall.

Svona er Þjóðhátíðarlagið 2024
Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár ásamt karlakórnum Fjallabræður. Lagið heitir Töfrar og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni.

„Gerið hjartastuðtækið klárt“ – úrslit í Leikið um landið
Síðasti keppnisdagur Leikið um landið fór af stað með trukki. Bylgjan, FM957 og X977 háðu harða baráttu og nú liggja úrslitin fyrir.

„Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“
Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum.

Spennan í hámarki fyrir lokadaginn
Þegar keppendur í Leikið um landið hófu þriðja keppnisdag í gær leiddi lið Bylgjunnar keppnina með 11 stig. Sigurvegarar síðasta árs, FM957, voru hins vegar í þriðja og síðasta sæti með 8 stig. Það var því alveg ljóst í upphafi dags að Egill Ploder og Kristín Ruth, liðsmenn FM957, vildu sjá breytingar á stöðunni.

„Bannað að hvísla að dómaranum!!“
Öðrum keppnisdegi Leikið um landið er lokið eftir æsispennandi keppni milli Bylgjunnar, FM957 og X977.

Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin
Ástarsaga Jóhönnu Helgu Jensdóttur, áhrifavalds og útvarpskonu á FM957, og Geirs Ulrich Skaftasonar viðskiptastjóra hjá Isavia á sér langan aðdraganda þar sem þau voru vinir um nokkurra ára skeið áður en þau felldu hugi saman.