Iceland Airwaves

Fréttamynd

Allt fyrir listina

Miður nóvember og tónlistarveislunni Iceland Airwaves er nýlokið í Reykjavík með tilheyrandi upplifunum og gjaldeyristekjum. Jólabókaflóðið nær ströndum mjúklega en kröftugt, fullt af hugsunum, sammannlegri reynslu og orðlist. Kórar og tónlistarskólar landsins sem og dansskólanemendur og sirkusbörn búa sig undir að sýna afrakstur annarinnar með ljúfri og nærandi samveru í desember.

Skoðun
Fréttamynd

Rúrik Gísla í glæsi­legu eftirpartýi á Edition

Það var líf og fjör síðastliðið laugardagskvöld á Roof barnum á hótelinu Reykjavik Edition þegar breska danstónlistartvíeykið Joy Anonymous tróð upp. Margt var um manninn og samkvæmt fréttatilkynningu var kvöldið magnað í alla staði.

Lífið
Fréttamynd

Iceland Airwa­ves ýtt úr vör á Grund

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór af stað í morgun, á hjúkrunarheimilinu Grund. Þar voru haldnir tónleikar fyrir heimilisfólk og gesti hátíðarinnar, sem fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. 

Tónlist
Fréttamynd

Fagna tuttugu ára af­mæli og troða upp á Grund

Það er mikið um að vera hjá ástsælu hljómsveitinni Hjálmum. Þeir eru að senda frá sér nýtt lag sem heitir Vor og troða upp á tvennum Airwaves tónleikum á morgun, bæði á Grund og á Listasafni Reykjavíkur. 

Tónlist
Fréttamynd

Af­hjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem fram fer dagana 7. til 9. nóvember næstkomandi hafa flett hulunni af því á hvaða dögum böndin munu spila á hátíðinni. Þá hafa tólf listamenn til viðbótar verið tilkynntir.

Tónlist
Fréttamynd

Iceland Airwaves kynnir 22 ný bönd til leiks

Iceland Airwaves hefur kynnt 22 nýja tónlistarmenn sem bætast við hóp þeirra flytjenda sem koma fram á tónlistarhátíðinni. Hátíðin fer fram 7.- 9. nóvember 2024 í miðbæ Reykjavíkur í 25. sinn.

Tónlist
Fréttamynd

Rappa um verka­lýðinn, sam­einað Ír­land og mál­vernd

Írska rapptríóið Kneecap hefur vakið mikla athygli á heimsvísu og það bæði af góða og slæma toganum. Það er kannski helst fyrir ögrandi textasmíð og krassandi framkomu. Í lögum sínum láta þeir í ljós vanþóknun sína á hendur ráðandi öflum, stuðning þeirra við hinn umdeilda Írska lýðveldisher og ýmislegt fleira lítt ríkisútvarpshæft.

Tónlist
Fréttamynd

Syngja um sam­farir á eld­hús­borðinu

Lista- og poppteymið Kvikindi var að senda frá sér glænýtt lag sem ber þann ögrandi titil Ríða mér. Kvikindi hreppti nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins og kemur fram á tónlistarhátíðinni Airwaves í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Nanna Bryndís sóló á Airwaves

Tuttugu og tveir listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni hafa nú verið tilkynntir. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni er Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún kemur fram undir nafni sólóverkefnis síns, Nanna, hér á landi.

Tónlist
Fréttamynd

„Eftir þetta kvöld breyttist allt fyrir mig“

Síðastliðin ár hafa verið mikill tilfinningarússíbani hjá tónlistarkonunni Eydísi Evensen en hún var hálfpartinn uppgötvuð á Iceland Airwaves árið 2018 og hefur síðan þá spilað víðs vegar um Evrópu. Eydís kom aftur fram á Airwaves í ár en hún segir alltaf best að spila heima á Íslandi.

Tónlist
Fréttamynd

Fólkið á Airwaves: Elskar íslenskan bjór og íslenska tónlist

Tónlistargleðin umlykur borgina um þessar mundir í tilefni af Iceland Airwaves og bærinn er stútfullur af fjölbreyttum hópi fólks sem sameinast í ást sinni af tónlist og ýmsu öðru. Bretinn Nick Robinson er einn af þeim en blaðamaður rakst á hann á hátíðinni í gær og dásamaði hann meðal annars bjórinn hérlendis.

Tónlist
Fréttamynd

Mikið eftirlit í miðbænum vegna Airwaves

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikið eftirlit í miðborg Reykjavíkur vegna Airwaves-tónlistarhátíðarinnar í nótt. Flest mál sem komu upp voru þó minniháttar og tengdust ölvun.

Innlent