Hjólreiðar

Sló heimsmet og tileinkaði föður sínum sigurinn
Sophie Capewell var hluti af liði Bretlands sem setti heimsmet í innanhúshjólreiðum í gær. Gullverðlaunin tileinkaði hún föður sínum, hjólreiðamanninum Nigel Capewell sem lést árið 2021.

Hélt á lafandi fætinum í lófanum
Líf Erlu Sigurlaugar Sigurðardóttur tók stakkaskiptum á svipstundu þegar hún datt niður af brúnni yfir Krossá í Þórsmörk. Hún brotnaði alvarlega á hægri fæti, þar sem bæði fótleggsbeinin, sköflungur og dálkur fóru í sundur, öll liðbönd slitnuðu, og skemmdir urðu á brjóski. Hún á langa leið að fullum bata, en hlakkar til endurhæfingarinnar, þótt hún lofi hvorki miklum húmor né hressleika á leiðinni.

Munaði engu að ökumaður straujaði niður nítján hjólreiðamenn
Litlu mátti muna að illa færi þegar ökumaður jeppa, með kerru í afturdragi, tók fram úr nítján hjólreiðamönnum á leið til Þingvalla. Ökumaðurinn verður kærður fyrir aksturinn, sem náðist á myndband.

„Ekki vera þessi heimski náungi“
Ansi sérstakt atvik átti sér stað í Tour de France hjólreiðakeppninni í dag þegar áhorfandi hljóp inn á brautina og truflaði forystusauð keppninnar á nokkuð frumlegan hátt.

Danska súperstjarnan grét
Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar undanfarin tvö ár en árið í ár hefur reynst honum mjög erfitt.

Hliðarbil ökutækja frá hjólreiðafólki 1.5 metrar
Hjólreiðar njóta vaxandi vinsælda hér á landi og sífellt fleiri nota reiðhjól og rafhjól sem samgöngutæki. Þá hefur þeim einnig fjölgað sem æfa hjólreiðar reglulega og þeim sem hjóla sér til heilsubótar.

Sektaður fyrir að kyssa konu sína og barn
Franski hjólakappinn Julien Bernard fékk enga miskunn frá yfirmönnum Frakklandshjólreiðanna um helgina.

Datt í garðinum heima, fótbrotnaði og missir af Ólympíuleikunum
Ekkert verður af þátttöku skosku Ólympíumeistarans Katie Archibald á leikunum í París seinna í sumar. Hún meiddist nefnilega á fremur neyðarlegan hátt á dögunum.

Segir hjálminum að þakka að hann sé á lífi
Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay minnir fylgjendur sína á að hjóla ávallt með hjálm í nýrri færslu á X. Hjálmurinn hafi bjargað honum þegar hann lenti í hættulegu reiðhjólaslysi í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum í vikunni.

Framkvæmdir hafnar við umferðarþyngstu gatnamótin
Framkvæmdir eru hafnar við umferðarþyngstu gatnamót landsins. Þær munu tefja umferð í sumar en markmiðið er að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Snjór til vandræða í Ítalíuhjólreiðunum
Það eru sérstakar aðstæður fyrir keppni dagsins í Ítalíuhjólreiðunum, Giro d'Italia. Þrátt fyrir að júní nálgist óðfluga þá eru sannkallaðar vetraraðstæður í fjöllunum á Ítalíu.

Umferðarreglur og öryggi fyrir Hjólað í vinnuna
Hjólað í vinnuna hefst 8.maí og margir sem ætla að nota annan ferðamáta en bílinn til að komast í vinnuna. Átakið er hvatning til að notast við virka og umhverfisvæna ferðamáta en með því er t.d. átt við að hjóla, labba, hlaupa eða taka strætó til vinnu.

Segir peningaverðlaun á ÓL vera andstæð Ólympíuandanum
Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að borga gullverðlaunahöfum á Ólympíuleikunum í París í sumar í peningum og þeim þykir heiðurinn eða gullverðlaunin ekki vera nóg.

Frelsið er yndislegt
Það er fátt betra fyrir manneskjuna en finna það á áþreifanlegan hátt að hún njóti frelsis. Það eru fáir hlutir sem veita þessi frelsistilfinningu betur en gott reiðhjól. Sérstaklega þegar börn eiga í hlut. Að verða sjálfbær í því að komast á milli staða, skreppa í heimsókn til vinanna, fara í landkönnun um hverfið sitt og næsta nágrenni og jafnvel út í villta náttúru er líklega stærsta stökk í persónufrelsi sem ung börn geta upplifað. Á fallegum sumardegi er einfaldlega fátt betra en góður hjólatúr.

Leggja til allt að níutíu milljónir í baráttunni við hjólreiðaþjófnað í Reykjavík
Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur lagt til aðgerðir til að sporna við reiðhjólaþjófnaði. Áætlaður kostnaður aðgerðarinnar sem hópurinn leggur til er „gróft áætlaður“ 55 til níutíu milljónir króna.

Danska stjarnan í slæmum árekstri
Hjólareiðakapparnir Jonas Vingegaard, Remco Evenepoel og Primoz Roglic voru meðal þeirra sem lentu í hörðum árekstri í hjólreiðakeppni í Baskahéraði á Spáni í dag.

Byggja upp eina glæsilegustu aðstöðu Evrópu í Hafnarfirði
Brettafélag Hafnarfjarðar hefur fengið til landsins sérfræðinga frá Danmörku til að byggja upp eina glæsilegustu hjólabrettaaðstöðu í Evrópu. Brettafélagið hefur frá stofnun árið 2012 verið með aðstöðu í gömlu slökkviliðsstöðinni í Flatahrauni.

Að vita betur en vísindin
Síðdegisþáttur Bylgjunnar, Reykjavík síðdegis, veltir upp ýmsum málum, nú síðast (6. mars) umræðunni um það hvort leyfa eigi ökumönnum á Íslandi að taka hægri beygju á gatnamótum jafnvel þó umferðarljós á þeirra akstursstefnu lýsi rauðu ljósi.

Hafdís og Ingvar fyrstu Íslandsmeistararnir í E-hjólreiðum
Laugardaginn 24. febrúar fór fram fyrsta Íslandsmeistaramótið í svokölluðum E-hjólreiðum. Tindur hjólreiðafélag stóð fyrir mótinu fyrir Hjólreiðasamband Íslands í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands.

Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal
Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal.

Allt snerist um næstu æfingu eða næstu máltíð hjá mömmunni
Þegar þú ert íþróttakona í fremstu röð og í miðjum æfingabúðum fyrir tímabilið þá finnur heimilið vel fyrir því.

Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár
Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast.

Fagnar sigri gegn kerfinu eftir fimm ára baráttu
Fimm ára baráttu ungrar konu með sjaldgæfan taugasjúkdóm við kerfið er lokið. Sjúkratryggingar hafa staðfest að hún eigi rétt á hjólastólahjóli, eftir að hafa hafnað henni tvisvar áður.

„Ef fólk hlær ekki af draumum þínum þá eru þeir einfaldlega ekki nógu stórir“
Hafdís Sigurðardóttir hefur verið kosin hjólreiðakona ársins undanfarin tvö ár og fylgdi því eftir frábæru ári með öðru góðu. Hún keppir fyrir Hjólreiðafélag Akureyrar.

Uppáskrifað morfín dregur úr hjólaþjófnaði
Hjólarán eru algeng á Íslandi og tengjast oft neyslu, þjófarnir grípa hluti eins og hjól, eitthvað sem þægilegt er að ferja og reyna að fá þeim skipt fyrir vímuefni, eða koma þeim í verð sem svo fjármagnar neyslu.

Heimsmeistari ákærður fyrir að valda dauða eiginkonu sinnar
Ástralski íþróttamaðurinn Rohan Dennis hefur verið ákærður fyrir að binda enda á líf eiginkonu sinnar Melissa Dennis síðastliðið laugardagskvöld.

Hróður Hjólahvíslarans nær út í heim
Breski miðillinn The Guardian birti í dag viðtal við Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn. Í umfjölluninni fer Bjartmar yfir söguna á bak við hjólahvíslið, og er honum hrósað í hástert af íslensku lögreglunni.

Rafmagnshjól með virðisaukaskattsvindinn í fangið á nýju ári
Með setningu bráðabirgðaákvæðis XXVI við lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. lög nr. 154/2019, var tollyfirvöldum gert heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt upp að hámarki 96.000 kr. við kaup á virkum samgöngutækjum.

Fossvogsbrú á minn hátt
Aldan var vinningstillagan í samkeppni um Fossvogsbrú. Ég skoðaði vinningstillöguna frá Eflu og brúin er gullfalleg. Ég ferðast um brúnna í huganum og skynja hvað gæti verið betra í mínum huga.

Heppni að ekki fór verr
Örn Úlfar Sævarsson texta- og hugmyndasmiður slapp vel þegar leigubíll keyrði á hann við Hringbraut síðdegis í dag. Hjól hans þarfnast viðgerðar en hann segir lærdóminn að vera ávallt á varðbergi í umferðinni – bæði ökumenn og hjólreiðamenn – sérstaklega nú þegar skammdegið er að skella á.