Skoðun

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Fyrir ekki svo löngu ræddi ég við hóp ungmenna um ýmislegt sem hafði drifið á daga þeirra. Uppvaxtarárin geta verið alls konar. Í grunninn eru þetta bara litlar manneskjur sem eru að feta sig í lífinu og mæta ýmsum ógnum og áskorunum. Ég varð hins vegar hissa þegar þau sögðu mér: „Við treystum ekki lögreglunni“. Hvernig stendur á því að þessi hópur hafði komist að svona niðurstöðu hafandi hingað til aldrei haft nein sérstök kynni af lögreglunni. Kannski í mjög einfölduðu máli, hvar læra börnin okkar þetta?

Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation
The final days before the University of Iceland elects its new rector are fast approaching. Next week, staff members and students will have the opportunity to cast their votes for their preferred candidate. As for me, I know exactly where my vote will go—Björn Þorsteinsson. Here are just a few of the many reasons why.

Verður Frelsið fullveldinu að bráð?
Viðreisn hefur ítrekað talað fyrir frelsi og lýst sig sem flokkur sem berst fyrir opnu, frjálsu þjóðfélagi. Flokkurinn hefur þó jafnframt sett Evrópusambandsaðild á oddinn í sínum málflutningi og telur hana nauðsynlega fyrir framtíð Íslands. En hver er raunveruleg merking frelsis í þeirra huga? Getur Ísland verið frjálst og fullvalda innan Evrópusambandsins, eða felst í þeirri stefnu ákveðin mótsögn?

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Undirritaður skrifaði opið bréf til frambjóðenda til embættis rektors Háskóla Íslands hér á Vísi fyrir rúmum mánuði. Þar var lagt til að frambjóðendurnir tækju upp það stefnumál að Háskólinn tæki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og færi að skilyrðum samkeppnislaga um fjárhagslegan aðskilnað þessarar starfsemi, sem rekin er í beinni samkeppni við einkafyrirtæki á fræðslumarkaði, frá þeirri starfsemi HÍ sem fjármögnuð er af fé skattgreiðenda. Fátt varð um svör.

Mataræði í stóra samhengi lífsins
Í vikunni voru kynntar endurskoðaðar íslenskar ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Þær byggja á norrænu næringarráðleggingunum 2023 sem standa á sterkum vísindalegum grunni. Með því að fylgja ráðleggingunum höfum við jákvæð áhrif bæði á heilsu okkar og umhverfið. Þessar ráðleggingar eru hugsaðar fyrir fólk sem er almennt heilsuhraust, bæði fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Sérstakar útfærslur eiga við á meðgöngu og við brjóstagjöf, fyrir börn undir tveggja ára aldri, einstaklinga með sjúkdóma eða fylgikvilla og einstaklinga undir miklu álagi t.d. vegna mikillar íþróttaiðkunar.

Hvað varð um loftslagsmálin?
Það var engin stemning fyrir loftslagsmálum fyrir síðustu kosningar.

Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum
Í vikunni skrifaði Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, pistil þar sem hann viðraði áhyggjur sínar yfir nýju stjórnarfrumvarpi sem tryggir öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið.

Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims
Ég leiði stundum hugann að eftirminnilegum orðaskiptum sem ég átti á sínum tíma við þáverandi barnamálaráðherra um hrun í fæðingartíðni Íslendinga. Þar hafnaði ég þeirri hugsun ráðherrans, og eins margra annarra, að vandalaust verði að leysa fólksfjölgunarþörfina hér einfaldlega með sífellt fleiri innflytjendum.

Ég kýs Magnús Karl sem rektor
Í næstu viku verður kosið í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég styð Magnús Karl Magnússon heilshugar í embættið enda er hann framúrskarandi kandídat í þetta verkefni.

Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni
Ákvörðun umhverfisráðherra um 600 milljóna króna niðurskurð til umhverfis- og náttúruverndar hefur vakið furðu á meðal okkar umhverfisverndarsinna. Ráðherrann segir niðurskurðinn engin áhrif hafa á lögbundin verkefni eða aðgerðir sem þegar hafi verið ákveðið að ráðast í. En er það örugglega svo?

Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda?
Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslandser fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða.

Lífið gefur engan afslátt
Núna þegar við erum komin eina ferðina enn á innsogið vegna ofbeldisverka í samfélaginu þá veltir maður fyrir sér hver getur verið skýringin á þessu þegar við eigum svo marga sérfræðinga hér á landi í öllum þessum málaflokkum? Hvort að það sé ekki einmitt skýringin á þessu? Sérfræðivæðing, ofgreiningar, lyfjaát, bómullarvæðing, nefndir og ráð, starfshópar, og aðgerðarleysi?

Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ
Ég styð Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið í embætti rektors HÍ og hvet aðra til að gera hið sama, en kosið verður dagana 18. og 19 mars. Við Kolbrún höfum starfað saman um árabil við Háskóla Íslands og m.a. haft það hlutverk að kenna ungu fólki (háskólanemum) þá kúnst að kenna enn yngra fólki (grunn- og framhaldsskólanemum) um þroskandi leyndardóma tómstundastarfs.

Vitskert veröld
Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir á gamals aldri að horfa upp á svona klikkaða veröld eins og hún virðist vera orðin. Það er ekki nóg með að heimurinn þurfi að glíma við geðsjúkling austur í Rússlandi með einhverjar brjálæðislegar hugmyndir um að hann geti bara tekið heilu löndin ef heimurinn er ekki eins og hann vill hafa hann.

Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet
Nýlega brá ég mér á fund hjá nýjum forsætisráðherra Kristrúnu Frostadóttur sem heimsótti Borgnesinga í Alþýðuhúsinu. Hún hafði byrjað hringferð sína um landið fyrir þremur árum hér í Borgarnesi og fanst henni því við hæfi að byrja hringferð um landið líka hér í Borgarnesi.

Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur
Íslenska ríkið rekur einokunarverslanir með áfengi, bjór og vín og skerðir atvinnufrelsi með tilvísun í almannahag og fullyrðir að rannsóknir sýni orsakasamhengi á milli aðgengis og neyslu.

Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands
Sem doktorsnemi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands hef ég fylgst með rektorskosningum háskólans af miklum áhuga og stendur Silja Bára upp úr sem sá leiðtogi sem mér finnst háskólinn þarfnast á þessum tíma.

Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru ein öflugustu hagsmunasamtök landsins og gegna lykilhlutverki í að móta framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi.

Nýjar ráðleggingar um mataræði
Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út.

Börn með fjölþættan vanda
Síðastliðinn föstudag, 7. mars var haldinn fundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og þingmanna höfuðborgarsvæðisins ásamt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna. Til umræðu var m.a. staða barna með fjölþættan vanda.

Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands
Þar sem ég hef verið Íslandsvinur síðan ég flutti hingað á áttunda áratugnum til að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna, tel ég mig hafa góða innsýn í hvað vekur áhuga meðal breskra neytenda sem kaupa íslenskar vörur.

Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði?
Undanfarin ár hefur netöryggi skipað æ stærri sess í umræðunni um öryggi grunnstoða íslensks samfélags. Gagnaöryggi og stafrænar ógnir sem hér áður fyrr voru einkum tengdar óprúttnum aðilum, eru nú orðnar að áhersluatriðum hjá stórveldum heimsins, meðal annars í hernaðarlegum skilningi.

Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti
Ég er með land mitt á herðum mér. Sú er byrðin sem ég fæddist með – þyngsli sem hver einasti Palestínumaður ber með sér frá barnæsku til fullorðinsáranna. Þið sjáið ekki byrðina, þyngslin í hjarta mínu, en samt móta þau allt sem ég er. Þau eru hluti af mér .

Heilinn okkar og klukka lífsins
Allar lífverur hafa svo kallaða innri lífsklukku sem tengist snúningi jarðar og er í takti við sólarhringinn, 24 klukkustunda hring birtu og myrkurs. Hjá fólki er þessi klukka ýmist nefnd lífsklukka eða líkamsklukka.

Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum
Nú er nýafstaðinn alþjóðlegur baráttudagur kvenna og kvára og handóðir á lyklaborðum samfélagsmiðlana hamast við að gera lítið úr og fárast yfir því að það skuli yfir höfuð vera baráttudagur kvenna, þar sem konur eru nú þegar komin með allt of mikil völd, að þeirra mati, og hvað yfir höfuð sé kona nú til dags og hvað í and****anum er eiginlega Kvár?!

Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands
Störf Ingibjargar á ýmsum vettvangi endurspegla að þar er á ferð öflug manneskja.

Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ!
Fyrir tuttugu árum bættist okkur í HÍ góður liðsauki þegar að Silja Bára Ómarsdóttir rektorsframbjóðandi hóf störf sem stundakennari og síðar forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar.

Hafðu áhrif til hádegis
Kæru félagar, Tíminn líður hratt – nú er síðasti séns til að hafa áhrif! Kosningu í formanns- og stjórnarkosningum VR lýkur á hádegi í dag, og ég hvet ykkur eindregið til að nýta kosningaréttinn.

Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu
18. og 19. mars næstkomandi kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Höfuðmáli skiptir að til starfsins veljist einstaklingur sem getur staðið vörð um gildi háskólans og hafi skýra sýn á hlutverk hans í nútíð og framtíð.

Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn
Sagt er að ríkissjóður Íslands ætli að kaupa fleiri sprengjur og vopn til og senda til útlanda, til manna sem telja sig þurfa á slíku að halda. Hér verður að staldra við.