Málskotsréttur forsetans afnuminn? 21. júlí 2004 00:01 Málskotsréttur forseta Íslands verður hugsanlega afnuminn við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem boðað hefur verið til. Mögulegt er að í staðinn verði fleiri en ein leið til að skjóta lagafrumvörpum til þjóðarinnar. Í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar um fjölmiðlafrumvarpið í gær er lagt til að nýtt frumvarp verði lagt fram á haustþingi. Þá leggur meirihlutinn til endurskoðun stjórnarskrárinnar, einkum fyrsta og annan kafla hennar, sem Davíð Oddsson hafði einmitt nefnt strax í byrjun febrúar í ræðu í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi. Ein af þeim greinum sem verður endurskoðuð, ef svo fer sem horfir, er hin margumtalaða 26. grein um málskotsrétt forseta Íslands sem verið hefur eitt helsta bitbein stjórnmálanna að undanförnu. Ólíklegt er að málskotsréttur forseta verði einfaldlega felldur út án þess að nokkuð komi þar í staðinn. Tveir möguleikar hafa helst verið nefndir í því sambandi. Annars vegar að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti, með undirskriftasöfnun, farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur verið nefnd tala einsog 25% atkvæðisbærra manna í því sambandi, sem er um 55 þúsund manns. Önnur leið er að hluti Alþingis geti vísað málum til þjóðarinnar. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna farið fram á að mál fari í þjóðaratkvæði en það gerist þó afar sjaldan. Þar sem ekki er hefð fyrir slíku hér á landi er ólíklegt að slíkt ákvæði verði samþykkt nema hlutfall þingmanna verði hækkað, t.d. í 40% þingmanna. Jónína Bjartmarz, þingmaður framsóknarmanna og fulltrúi þeirra í allsherjarnefnd, segir að enda þótt til greina komi að bæta við öðrum möguleikum á málskotsrétti til þjóðarinnar, sé ekkert sem segi að vald forseta þar að lútandi verði afnumið. Í samtali við fréttastofu fyrir stundu sagði hún allt eins koma til greina að bæta við öðrum möguleikum á að skjóta málum til þjóðarinnar, án þess vald forseta verði minnkað. Skoða verði málið frá öllum hliðum og mögulega gætu allir þrír valkostirnir virkað saman. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur í heimalandinu og dró framboð sitt til baka Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Málskotsréttur forseta Íslands verður hugsanlega afnuminn við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem boðað hefur verið til. Mögulegt er að í staðinn verði fleiri en ein leið til að skjóta lagafrumvörpum til þjóðarinnar. Í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar um fjölmiðlafrumvarpið í gær er lagt til að nýtt frumvarp verði lagt fram á haustþingi. Þá leggur meirihlutinn til endurskoðun stjórnarskrárinnar, einkum fyrsta og annan kafla hennar, sem Davíð Oddsson hafði einmitt nefnt strax í byrjun febrúar í ræðu í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi. Ein af þeim greinum sem verður endurskoðuð, ef svo fer sem horfir, er hin margumtalaða 26. grein um málskotsrétt forseta Íslands sem verið hefur eitt helsta bitbein stjórnmálanna að undanförnu. Ólíklegt er að málskotsréttur forseta verði einfaldlega felldur út án þess að nokkuð komi þar í staðinn. Tveir möguleikar hafa helst verið nefndir í því sambandi. Annars vegar að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti, með undirskriftasöfnun, farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur verið nefnd tala einsog 25% atkvæðisbærra manna í því sambandi, sem er um 55 þúsund manns. Önnur leið er að hluti Alþingis geti vísað málum til þjóðarinnar. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna farið fram á að mál fari í þjóðaratkvæði en það gerist þó afar sjaldan. Þar sem ekki er hefð fyrir slíku hér á landi er ólíklegt að slíkt ákvæði verði samþykkt nema hlutfall þingmanna verði hækkað, t.d. í 40% þingmanna. Jónína Bjartmarz, þingmaður framsóknarmanna og fulltrúi þeirra í allsherjarnefnd, segir að enda þótt til greina komi að bæta við öðrum möguleikum á málskotsrétti til þjóðarinnar, sé ekkert sem segi að vald forseta þar að lútandi verði afnumið. Í samtali við fréttastofu fyrir stundu sagði hún allt eins koma til greina að bæta við öðrum möguleikum á að skjóta málum til þjóðarinnar, án þess vald forseta verði minnkað. Skoða verði málið frá öllum hliðum og mögulega gætu allir þrír valkostirnir virkað saman.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur í heimalandinu og dró framboð sitt til baka Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“