„Waterloo“ ríkisstjórnarinnar rædd 21. júlí 2004 00:01 Formaður allsherjarnefndar sagði á Alþingi í dag að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Formaður Samfylkingarinnar sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarpið fór fram á Alþingi í dag og var mælt fyrir breyttu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarflokkanna. Formenn stjórnarflokkanna voru ekki viðstaddir en Davíð Oddsson var fjarverandi vegna veikinda, eins og áður hefur komið fram, og Halldór Ásgrímsson vegna fráfalls móður sinnar. Hart var tekist á um fjölmiðlamálið í umræðunum og sagðist stjórnarandstaðan fagna uppgjöf ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harðlega þau áform sem uppi væru um að afnema málsskotsrétt forseta Íslands og taldi Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggðu að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar sagði að beiting forsetans á synjunarvaldi, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, hefði leitt til stjórnlagakreppu um túlkun einstakra ákvæða stjórnarskrár, m.a. um valdheimildir Alþingis, og að minnihlutinn hefði ekki verið til viðræðu um að ná sem víðtækastri sátt og samstöðu. Hann sagði að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Samhliða því sagði Bjarni að lögfest væri breytt skipan útvarpsréttarnefndar en aðrar breytingar verði skoðaðar nánar. Meðal annars verði látið á það reyna til fullnustu hvort stjórnarandstaðan sé í raun tilbúin að rjúfa þann varnarmúr sem hún hefði undanfarna mánuði slegið um það takmarkalausa form eignarhalds á fjölmiðlum sem viðgengist hefur, sagði formaður allsherjarnefndar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Þannig líkti hann „ósigrinum“ við tap franska hershöfðingjans Napóleons Bónaparte í hinu svokallaða Hundrað daga stríði við Waterloo á fyrri hluta 19. aldar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að til væru „fleiri Waterloo sem væru kannski nær í tíma“ og hafði þá orð á samnefndu sigurlagi hljómsveitarinnar ABBA í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á áttunda áratugnum. Guðlaugur sagði það hafa verið upphafið að óslitinni sigurgöngu hljómsveitarinnar næstu tíu árin eða svo og það ætti kannski einnig við um ríkisstjórnina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar sagði á Alþingi í dag að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Formaður Samfylkingarinnar sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarpið fór fram á Alþingi í dag og var mælt fyrir breyttu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarflokkanna. Formenn stjórnarflokkanna voru ekki viðstaddir en Davíð Oddsson var fjarverandi vegna veikinda, eins og áður hefur komið fram, og Halldór Ásgrímsson vegna fráfalls móður sinnar. Hart var tekist á um fjölmiðlamálið í umræðunum og sagðist stjórnarandstaðan fagna uppgjöf ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harðlega þau áform sem uppi væru um að afnema málsskotsrétt forseta Íslands og taldi Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggðu að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar sagði að beiting forsetans á synjunarvaldi, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, hefði leitt til stjórnlagakreppu um túlkun einstakra ákvæða stjórnarskrár, m.a. um valdheimildir Alþingis, og að minnihlutinn hefði ekki verið til viðræðu um að ná sem víðtækastri sátt og samstöðu. Hann sagði að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Samhliða því sagði Bjarni að lögfest væri breytt skipan útvarpsréttarnefndar en aðrar breytingar verði skoðaðar nánar. Meðal annars verði látið á það reyna til fullnustu hvort stjórnarandstaðan sé í raun tilbúin að rjúfa þann varnarmúr sem hún hefði undanfarna mánuði slegið um það takmarkalausa form eignarhalds á fjölmiðlum sem viðgengist hefur, sagði formaður allsherjarnefndar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Þannig líkti hann „ósigrinum“ við tap franska hershöfðingjans Napóleons Bónaparte í hinu svokallaða Hundrað daga stríði við Waterloo á fyrri hluta 19. aldar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að til væru „fleiri Waterloo sem væru kannski nær í tíma“ og hafði þá orð á samnefndu sigurlagi hljómsveitarinnar ABBA í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á áttunda áratugnum. Guðlaugur sagði það hafa verið upphafið að óslitinni sigurgöngu hljómsveitarinnar næstu tíu árin eða svo og það ætti kannski einnig við um ríkisstjórnina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira