Trúir á hagvöxt til 2010 6. desember 2004 00:01 Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir 29 milljarða halla á rekstri ríkissjóðs á árunum 2007 og 2008. Þá koma skattalækkanirnar fram að mestum þunga. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ekki hægt að spá með vissu um hagvöxt svona langt fram í tímann. Hann telur þvert á móti að ýmis teikn séu á lofti um að hagvöxtur haldi áfram að minnsta kosti fram til 2010. "Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt. Ég trúi því í hjarta mínu og það er ýmislegt sem ég þykist vita um, en get ekkert fullyrt um eða rökstutt með hlutlægum rökum. Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt," segir Einar Oddur. Hann telur Íslendinga eiga fyrir skattalækkuninni eins og haldið hefur verið fram og bendir á að ríkissjóður standi betur en ríkissjóður flestra annarra Evrópuríkja. Ef hagvöxtur dytti niður þá sé réttlætanlegt að reka ríkissjóð með halla um tíma til þess að keyra atvinnulífið upp að nýju. "Við teljum reynsluna sýna að mjög mikið tekjuinnstreymi til ríkisins á uppgangstímum hafi alltaf leitt til þess að útgjöldin aukist jafn mikið. Þegar niðursveiflan kemur þá fara tekjurnar niður líka en í alþjóðlegu samhengi ræður hið opinbera ekki við að ná niður útgjöldum ríkisins í velferðarmálum. Þau geta haft áhrif á fjárfestinguna en ekki á samneysluna þannig að við teljum hættulegt að taka inn miklar tekjur. Reynslan er sú að menn hafa of lítið mótstöðuafl gegn kröfum um breytingar. Það er okkar pólitíska markmið að ríkið þenjist ekki út." Hægt verður á þenslunni hjá hinu opinbera árin 2007 til 2008 og mun það koma fram í öllum ráðuneytum nema menntamálaráðuneytinu. Í þinginu er verið að samþykkja átta prósenta aukningu í heilbrigðismálum, sem Einar Oddur segir að sé 4-4,5 prósenta raunaukning. Það sé alltof mikil aukning. Íslendingar eyði of miklu í heilbrigðismál miðað við aldurssamsetningu þjóðarinnar. Það sé skipulagsmál sem ekki verði komist hjá að ganga í á næstu árum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir 29 milljarða halla á rekstri ríkissjóðs á árunum 2007 og 2008. Þá koma skattalækkanirnar fram að mestum þunga. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ekki hægt að spá með vissu um hagvöxt svona langt fram í tímann. Hann telur þvert á móti að ýmis teikn séu á lofti um að hagvöxtur haldi áfram að minnsta kosti fram til 2010. "Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt. Ég trúi því í hjarta mínu og það er ýmislegt sem ég þykist vita um, en get ekkert fullyrt um eða rökstutt með hlutlægum rökum. Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt," segir Einar Oddur. Hann telur Íslendinga eiga fyrir skattalækkuninni eins og haldið hefur verið fram og bendir á að ríkissjóður standi betur en ríkissjóður flestra annarra Evrópuríkja. Ef hagvöxtur dytti niður þá sé réttlætanlegt að reka ríkissjóð með halla um tíma til þess að keyra atvinnulífið upp að nýju. "Við teljum reynsluna sýna að mjög mikið tekjuinnstreymi til ríkisins á uppgangstímum hafi alltaf leitt til þess að útgjöldin aukist jafn mikið. Þegar niðursveiflan kemur þá fara tekjurnar niður líka en í alþjóðlegu samhengi ræður hið opinbera ekki við að ná niður útgjöldum ríkisins í velferðarmálum. Þau geta haft áhrif á fjárfestinguna en ekki á samneysluna þannig að við teljum hættulegt að taka inn miklar tekjur. Reynslan er sú að menn hafa of lítið mótstöðuafl gegn kröfum um breytingar. Það er okkar pólitíska markmið að ríkið þenjist ekki út." Hægt verður á þenslunni hjá hinu opinbera árin 2007 til 2008 og mun það koma fram í öllum ráðuneytum nema menntamálaráðuneytinu. Í þinginu er verið að samþykkja átta prósenta aukningu í heilbrigðismálum, sem Einar Oddur segir að sé 4-4,5 prósenta raunaukning. Það sé alltof mikil aukning. Íslendingar eyði of miklu í heilbrigðismál miðað við aldurssamsetningu þjóðarinnar. Það sé skipulagsmál sem ekki verði komist hjá að ganga í á næstu árum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira