Sykurleðjuna úr sjónvarpinu 15. desember 2004 00:01 Íslendingar eru orðnir feitari en góðu hófi gegnir og miðað við ástandið á æsku landsins er útlitið dökkt. Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar vilja að settar verði reglur um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru á þeim tímum sem börn horfa mest á sjónvarp. Gagnrýnendur tillögunnar benda á að hún sé mikil einföldun á flóknum veruleika og óttast að geðþóttaákvarðanir muni ráða hvað teljist óhollt. Fimmtungur barna of feitur Offita hefur verið kölluð helsta heilbrigðisógn Vesturlandabúa og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Á árunum 1974-1994 tvöfaldaðist hlutfall of feitra Reykvíkinga og árið 1998 var tæpur fimmtungur íslenskra barna yfir kjörþyngd. Offita eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, ýmsum tegundum krabbameins svo og sykursýki. Breyting á lífsháttum veldur mestu um að kílóunum hefur fjölgað svo mikið. Fita, sykur og fínunnin kolvetni eru hærra hlutfall af fæðunni og líkamleg áreynsla í daglegu lífi fólks hefur dregist saman. Þannig drekka unglingspiltar tæpan lítra af gosi á dag. Það eru ekki síst börn sem áhyggjur manna beinast að enda gerir smáfólkið sér ekki alltaf grein fyrir hvað því er fyrir bestu. Þess vegna hafa nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar lagt fram þingsályktunartillögu um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru þar sem fela á heilbrigðisráðherra að ná samstöðu með framleiðendum og innflytjendum um að slíkar vörur séu ekki auglýstar í sjónvarpi fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin, en slíkt bann er yfirvofandi í Bretlandi. Ásta R. Jóhannesdóttir, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að með henni sé horft til fordæmis Bretanna. "Þetta er bara ein af mörgum leiðum sem við erum að benda á. Það er auðvitað miklu fleira, það þarf aukna hreyfingu, meiri fræðslu, breytta námsskrá í skólum o.s.frv. en við ákváðum að taka þennan þátt sérstaklega fyrir." Hvað er óhollt? Auglýsendur eru að vonum tortryggnir í garð tillögunnar og telja boð og bönn af þessu tagi óráðleg. "Í fyrsta lagi er spurning hvernig maður skilgreinir hvað er hollt og hvað ekki. Er sykurbætt jógúrt holl? Manni finnst liggja svolítið í tillögunni að verið sé að beina spjótunum að ákveðnum vöruflokkum. Það þarf í raun að meta hverja einustu vöru fyrir sig sem er nánast ógjörningur," segir Bjarney Harðardóttir, formaður Samtaka auglýsenda. Í svipaðan streng tekur Guðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Vífilfells. "Mjólkurvörur eru yfirleitt taldar hollar á meðan gos er álitið óhollt. Á meðal gosdrykkjanna má finna sykurlaust gos, t.d. kolsýrt vatn, en innan mjólkurflokksins má sjá kókómjólk sem inniheldur talsvert sykurmagn. Hvar á að draga línuna?" Ásta Ragnheiður segir að einkum sé verið að beina sjónum að vörum sem innihalda mikið af fitu, sykri og salti og börn og unglingar sæki í, eins og til dæmis sætum gosdrykkjum, hamborgurum og sykraðum mjólkuvörum. Aðspurð hver eigi að ákveða hvaða vörur falli undir auglýsingatakmarkanir kveðst hún vel geta hugsað sér að Lýðheilsustöð hafi þá vinnu með höndum. Of mikil einföldun? Það er alltaf álitamál hvort stjórnvöld eigi að hafa vit fyrir borgurunum og bera ábyrgð á gjörðum þeirra. Margir hafa til dæmis bent á að það sé á ábyrgð foreldra barna og unglinga hvað þau setja ofan í sig, ekki auglýsenda eða ríkisstjórnarinnar. Ásta Ragnheiður tekur undir þau sjónarmið. "Það má hins vegar ekki gera foreldrunum enn erfiðara fyrir í uppeldinu með því að beina auglýsingum sérstaklega að börnum." Auglýsendur benda aftur á móti á að verið sé að einfalda hlutina um of með því að taka auglýsingar sérstaklega fyrir. "Orsakasambandið er flókið í þessum efnum. Það er svo erfitt að segja að þetta sé nákvæmlega orsökin fyrir offitu hjá börnum. Það eru svo margir þættir sem spila þarna inn í," segir Bjarney og bætir því við að ekki sé víst hversu neysluhvetjandi auglýsingar eru, rannsóknir bendi þvert á móti til þess að þær hafi fremur neyslustýrandi áhrif. "Ef þú bannar auglýsingar með einhverjum hætti þá er erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn. Þá sitja þeir sem fyrstir komu einir að kökunni því krakkarnir hætta ekki að neyta gosdrykkja eða sætinda," segir hún. Ábyrgð auglýsenda En er þá ábyrgð auglýsenda engin, geta þeir auglýst hvað sem er og látið foreldrana glíma við afleiðingarnar? Bjarney segir auglýsendur vissulega bera ábyrgð en nær sé að þeir styrki fræðslustarf um holla og góða lífshætti. Guðjón er svipaðrar skoðunar. "Ég held að dæmin sýni að boð og bönn séu ekki rétta leiðin heldur vitundarvakning um orsök og afleiðingu." Þar fyrir utan bendir hann á að margir auglýsendur hafa tileinkað sér ábyrga stefnu í þessum efnum. "Okkar gosdrykkjaauglýsingar beinast aldrei að börnum yngri en tólf ára þannig að við höfum að sumu leyti tileinkað okkur þessi vinnubrögð," segir Guðjón hjá Vífilfelli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Íslendingar eru orðnir feitari en góðu hófi gegnir og miðað við ástandið á æsku landsins er útlitið dökkt. Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar vilja að settar verði reglur um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru á þeim tímum sem börn horfa mest á sjónvarp. Gagnrýnendur tillögunnar benda á að hún sé mikil einföldun á flóknum veruleika og óttast að geðþóttaákvarðanir muni ráða hvað teljist óhollt. Fimmtungur barna of feitur Offita hefur verið kölluð helsta heilbrigðisógn Vesturlandabúa og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Á árunum 1974-1994 tvöfaldaðist hlutfall of feitra Reykvíkinga og árið 1998 var tæpur fimmtungur íslenskra barna yfir kjörþyngd. Offita eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, ýmsum tegundum krabbameins svo og sykursýki. Breyting á lífsháttum veldur mestu um að kílóunum hefur fjölgað svo mikið. Fita, sykur og fínunnin kolvetni eru hærra hlutfall af fæðunni og líkamleg áreynsla í daglegu lífi fólks hefur dregist saman. Þannig drekka unglingspiltar tæpan lítra af gosi á dag. Það eru ekki síst börn sem áhyggjur manna beinast að enda gerir smáfólkið sér ekki alltaf grein fyrir hvað því er fyrir bestu. Þess vegna hafa nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar lagt fram þingsályktunartillögu um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru þar sem fela á heilbrigðisráðherra að ná samstöðu með framleiðendum og innflytjendum um að slíkar vörur séu ekki auglýstar í sjónvarpi fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin, en slíkt bann er yfirvofandi í Bretlandi. Ásta R. Jóhannesdóttir, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að með henni sé horft til fordæmis Bretanna. "Þetta er bara ein af mörgum leiðum sem við erum að benda á. Það er auðvitað miklu fleira, það þarf aukna hreyfingu, meiri fræðslu, breytta námsskrá í skólum o.s.frv. en við ákváðum að taka þennan þátt sérstaklega fyrir." Hvað er óhollt? Auglýsendur eru að vonum tortryggnir í garð tillögunnar og telja boð og bönn af þessu tagi óráðleg. "Í fyrsta lagi er spurning hvernig maður skilgreinir hvað er hollt og hvað ekki. Er sykurbætt jógúrt holl? Manni finnst liggja svolítið í tillögunni að verið sé að beina spjótunum að ákveðnum vöruflokkum. Það þarf í raun að meta hverja einustu vöru fyrir sig sem er nánast ógjörningur," segir Bjarney Harðardóttir, formaður Samtaka auglýsenda. Í svipaðan streng tekur Guðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Vífilfells. "Mjólkurvörur eru yfirleitt taldar hollar á meðan gos er álitið óhollt. Á meðal gosdrykkjanna má finna sykurlaust gos, t.d. kolsýrt vatn, en innan mjólkurflokksins má sjá kókómjólk sem inniheldur talsvert sykurmagn. Hvar á að draga línuna?" Ásta Ragnheiður segir að einkum sé verið að beina sjónum að vörum sem innihalda mikið af fitu, sykri og salti og börn og unglingar sæki í, eins og til dæmis sætum gosdrykkjum, hamborgurum og sykraðum mjólkuvörum. Aðspurð hver eigi að ákveða hvaða vörur falli undir auglýsingatakmarkanir kveðst hún vel geta hugsað sér að Lýðheilsustöð hafi þá vinnu með höndum. Of mikil einföldun? Það er alltaf álitamál hvort stjórnvöld eigi að hafa vit fyrir borgurunum og bera ábyrgð á gjörðum þeirra. Margir hafa til dæmis bent á að það sé á ábyrgð foreldra barna og unglinga hvað þau setja ofan í sig, ekki auglýsenda eða ríkisstjórnarinnar. Ásta Ragnheiður tekur undir þau sjónarmið. "Það má hins vegar ekki gera foreldrunum enn erfiðara fyrir í uppeldinu með því að beina auglýsingum sérstaklega að börnum." Auglýsendur benda aftur á móti á að verið sé að einfalda hlutina um of með því að taka auglýsingar sérstaklega fyrir. "Orsakasambandið er flókið í þessum efnum. Það er svo erfitt að segja að þetta sé nákvæmlega orsökin fyrir offitu hjá börnum. Það eru svo margir þættir sem spila þarna inn í," segir Bjarney og bætir því við að ekki sé víst hversu neysluhvetjandi auglýsingar eru, rannsóknir bendi þvert á móti til þess að þær hafi fremur neyslustýrandi áhrif. "Ef þú bannar auglýsingar með einhverjum hætti þá er erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn. Þá sitja þeir sem fyrstir komu einir að kökunni því krakkarnir hætta ekki að neyta gosdrykkja eða sætinda," segir hún. Ábyrgð auglýsenda En er þá ábyrgð auglýsenda engin, geta þeir auglýst hvað sem er og látið foreldrana glíma við afleiðingarnar? Bjarney segir auglýsendur vissulega bera ábyrgð en nær sé að þeir styrki fræðslustarf um holla og góða lífshætti. Guðjón er svipaðrar skoðunar. "Ég held að dæmin sýni að boð og bönn séu ekki rétta leiðin heldur vitundarvakning um orsök og afleiðingu." Þar fyrir utan bendir hann á að margir auglýsendur hafa tileinkað sér ábyrga stefnu í þessum efnum. "Okkar gosdrykkjaauglýsingar beinast aldrei að börnum yngri en tólf ára þannig að við höfum að sumu leyti tileinkað okkur þessi vinnubrögð," segir Guðjón hjá Vífilfelli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira