Molar dagsins 25. apríl 2005 00:01 Liðsmenn Philadelphia og San Antonio eru með það á hreinu hvað þeir þurfa að gera til að laga leik sinn fyrir leik tvö í einvígjum sinna liða og Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento þurfti að opna budduna sína og greiða sekt eftir fíflalæti í leiknum við Seattle. Þá fékk Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks einnig myndarlega sekt fyrir að rausa í dómaranum eftir fyrsta leik Dallas og Houston. Mobley sektaður Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento Kings var í dag sektaður um 15 þúsund Bandaríkjadali fyrir að sýna varamannabekk Seattle ögrandi og dónalegt látbragð í fyrsta leik liðanna á sunnudagskvöldið, en slíkt er litið afar alvarlegum augum í NBA. Denver vill vinna báða Lið Denver Nuggets hefur fulla hyggju á að ná að vinna báða fyrstu tvo leikina í San Antonio, eftir að hafa komið á óvart í fyrsta leiknum. San Antonio er almennt álitið með sterkasta heimavöllinn í deildinni, en Denver kom einvíginu í uppnám með góðum sigri í fyrsta leiknum. "Við lögðum upp með að reyna að stela a.m.k. einum leik í San Antonio, en nú þegar það hefur tekist strax í fyrsta leik, væri frábært að ná að vinna þá báða og fara heim til Denver í stöðunni 2-0," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Tim Duncan hjá San Antonio segir stöðuna einfalda hjá sínum mönnum. "Við þurfum ekki meiri hvatningu en þetta. Þeir hafa stolið af okkur heimavallarréttinum og því er afar mikilvægt fyrir okkur að vinna næsta leik. Svo þurfum við að fara á þeirra heimavöll og vinna leik þar. Við verðum að leika betur og við verðum að vera skynsamari í okkar leik," sagði Duncan. Ekkert óvænt í spilunum Leikmenn Miami Heat segjast vera tilbúnir miklu áhlaupi New Jersey Nets í næsta leik, eftir að Heat vann auðveldan sigur í fyrsta leiknum. Nets vilja meina að þeir geti bætt sig verulega og eigi enn tækifæri til að slá frá sér. "Við vitum að herra Carter og herra Kidd eiga eftir að koma ákveðnir til leiks og reyna allt sem þeir geta til að slá okkur við," sagði hinn orðheppni Shaquille O´Neal. "Þeir koma okkur hinsvegar ekkert á óvart og við verðum tilbúnir að mæta þeim." "Við vitum að í úrslitakeppninni er einn leikur bara einn leikur og það er allt sem þetta var - bara einn leikur. Menn verða hinsvegar að bregðast rétt við og laga sinn leik, annars grefur maður sig bara ofan í holu. Við ætlum að reyna að bregðast rétt við tapinu og okkur hlakkar til áskorunarinnar" sagði Lawrence Frank, þjálfari Nets. "Við þurfum að laga okkar leik, það er á hreinu," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Nets. "Ef við beinum of mikilli athygli að Shaq, opnast allt fyrir þriggja stiga skyttur þeirra. Við verðum að finna leið til að halda þeim frá þessum þriggja stiga skotum," sagði Kidd, en það voru einmitt þriggja stiga skyttur Miami, með Damon Jones í fararbroddi sem gerðu útaf við Nets í fyrsta leiknum. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Liðsmenn Philadelphia og San Antonio eru með það á hreinu hvað þeir þurfa að gera til að laga leik sinn fyrir leik tvö í einvígjum sinna liða og Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento þurfti að opna budduna sína og greiða sekt eftir fíflalæti í leiknum við Seattle. Þá fékk Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks einnig myndarlega sekt fyrir að rausa í dómaranum eftir fyrsta leik Dallas og Houston. Mobley sektaður Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento Kings var í dag sektaður um 15 þúsund Bandaríkjadali fyrir að sýna varamannabekk Seattle ögrandi og dónalegt látbragð í fyrsta leik liðanna á sunnudagskvöldið, en slíkt er litið afar alvarlegum augum í NBA. Denver vill vinna báða Lið Denver Nuggets hefur fulla hyggju á að ná að vinna báða fyrstu tvo leikina í San Antonio, eftir að hafa komið á óvart í fyrsta leiknum. San Antonio er almennt álitið með sterkasta heimavöllinn í deildinni, en Denver kom einvíginu í uppnám með góðum sigri í fyrsta leiknum. "Við lögðum upp með að reyna að stela a.m.k. einum leik í San Antonio, en nú þegar það hefur tekist strax í fyrsta leik, væri frábært að ná að vinna þá báða og fara heim til Denver í stöðunni 2-0," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Tim Duncan hjá San Antonio segir stöðuna einfalda hjá sínum mönnum. "Við þurfum ekki meiri hvatningu en þetta. Þeir hafa stolið af okkur heimavallarréttinum og því er afar mikilvægt fyrir okkur að vinna næsta leik. Svo þurfum við að fara á þeirra heimavöll og vinna leik þar. Við verðum að leika betur og við verðum að vera skynsamari í okkar leik," sagði Duncan. Ekkert óvænt í spilunum Leikmenn Miami Heat segjast vera tilbúnir miklu áhlaupi New Jersey Nets í næsta leik, eftir að Heat vann auðveldan sigur í fyrsta leiknum. Nets vilja meina að þeir geti bætt sig verulega og eigi enn tækifæri til að slá frá sér. "Við vitum að herra Carter og herra Kidd eiga eftir að koma ákveðnir til leiks og reyna allt sem þeir geta til að slá okkur við," sagði hinn orðheppni Shaquille O´Neal. "Þeir koma okkur hinsvegar ekkert á óvart og við verðum tilbúnir að mæta þeim." "Við vitum að í úrslitakeppninni er einn leikur bara einn leikur og það er allt sem þetta var - bara einn leikur. Menn verða hinsvegar að bregðast rétt við og laga sinn leik, annars grefur maður sig bara ofan í holu. Við ætlum að reyna að bregðast rétt við tapinu og okkur hlakkar til áskorunarinnar" sagði Lawrence Frank, þjálfari Nets. "Við þurfum að laga okkar leik, það er á hreinu," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Nets. "Ef við beinum of mikilli athygli að Shaq, opnast allt fyrir þriggja stiga skyttur þeirra. Við verðum að finna leið til að halda þeim frá þessum þriggja stiga skotum," sagði Kidd, en það voru einmitt þriggja stiga skyttur Miami, með Damon Jones í fararbroddi sem gerðu útaf við Nets í fyrsta leiknum.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira