Seattle 2 - Sacramento 1 30. apríl 2005 00:01 Lið Sacramento Kings kann alltaf best við sig á heimavelli, þar sem þeir eiga eina öflugustu stuðningsmenn allra liða í NBA deildinni. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum gegn Seattle Supersonics á útivelli, náðu þeir að rétta úr kútnum og sigra í þriðja leiknum, 116-104. Leikmenn Sacramento voru óánægðir með frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum og hétu því að vera grimmari í þriðja leiknum á heimavelli sínum. Það gekk svo sannarlega eftir og liðið náði mest 21 stigs forystu um miðjan leik, sem það lét aldrei af hendi og þeir hafa nú rétt sinn hlut lítillega í einvíginu. Mike Bibby var sjálfum sér líkur á ný og leiddi lið sitt með því að skora 31 stig, Kenny Thomas skoraði 22 og Cuttino Mobley bætti við 21 stigi. Ray Allen var allt í öllu í stigaskorun hjá Sonics með 33 stig. "Við lofuðum að koma grimmari í þennan leik og einsettum okkur að keyra upp að körfu þeirra við hvert tækifæri. Við vildum nýta okkur styrkleika okkar," sagði Mobley. "Ég vissi að við myndum ná okkur á strik aftur og þessir frábæru áhorfendur okkar gerðu okkur það kleift með góðum stuðningi. Við vorum ákveðnari í öllum okkar aðgerðum og náðum góðri forystu strax í leiknum," sagði Mike Bibby. Liðsmenn Seattle voru ekki sáttir við sína frammistöðu í leiknum. "Það sem var að virka hjá okkur í fyrsta leiknum, beit ekki á þá í þessum leik," sagði Ray Allen. "Við vissum að Mike Bibby ætti svona leik inni, hann er stórkostlegur leikmaður. Það var búið að vara okkur við látunum hérna í Arco-höllinni í Sacramento, en ég held að engin orð geti búið þig við þessum hávaða og kúabjöllukonsert," sagði Jerome James hjá Seattle, sem átti enn einn óvæntan stórleikinn fyrir lið sitt, en hann var fyrir einvígið ekki álitinn lykilmaður Sonics, í það minnsta sóknarlega. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 33 stig (5 frák, 5 stoðs), Jerome James 22 stig (9 frák), Luke Ridnour 15 stig (5 frák, 5 stoðs), Rashard Lewis 9 stig, Vladimir Radmanovic 8 stig (5 frák), Nick Collison 7 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Mike Bibby 31 stig (7 frák), Kenny Thomas 22 stig (7 frák), Cuttino Mobley 21 stig, Brad Miller 14 stig, Peja Stojakovic 12 stig, Bobby Jackson 9 stig, Corliss Williamson 5 stig. NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Lið Sacramento Kings kann alltaf best við sig á heimavelli, þar sem þeir eiga eina öflugustu stuðningsmenn allra liða í NBA deildinni. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum gegn Seattle Supersonics á útivelli, náðu þeir að rétta úr kútnum og sigra í þriðja leiknum, 116-104. Leikmenn Sacramento voru óánægðir með frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum og hétu því að vera grimmari í þriðja leiknum á heimavelli sínum. Það gekk svo sannarlega eftir og liðið náði mest 21 stigs forystu um miðjan leik, sem það lét aldrei af hendi og þeir hafa nú rétt sinn hlut lítillega í einvíginu. Mike Bibby var sjálfum sér líkur á ný og leiddi lið sitt með því að skora 31 stig, Kenny Thomas skoraði 22 og Cuttino Mobley bætti við 21 stigi. Ray Allen var allt í öllu í stigaskorun hjá Sonics með 33 stig. "Við lofuðum að koma grimmari í þennan leik og einsettum okkur að keyra upp að körfu þeirra við hvert tækifæri. Við vildum nýta okkur styrkleika okkar," sagði Mobley. "Ég vissi að við myndum ná okkur á strik aftur og þessir frábæru áhorfendur okkar gerðu okkur það kleift með góðum stuðningi. Við vorum ákveðnari í öllum okkar aðgerðum og náðum góðri forystu strax í leiknum," sagði Mike Bibby. Liðsmenn Seattle voru ekki sáttir við sína frammistöðu í leiknum. "Það sem var að virka hjá okkur í fyrsta leiknum, beit ekki á þá í þessum leik," sagði Ray Allen. "Við vissum að Mike Bibby ætti svona leik inni, hann er stórkostlegur leikmaður. Það var búið að vara okkur við látunum hérna í Arco-höllinni í Sacramento, en ég held að engin orð geti búið þig við þessum hávaða og kúabjöllukonsert," sagði Jerome James hjá Seattle, sem átti enn einn óvæntan stórleikinn fyrir lið sitt, en hann var fyrir einvígið ekki álitinn lykilmaður Sonics, í það minnsta sóknarlega. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 33 stig (5 frák, 5 stoðs), Jerome James 22 stig (9 frák), Luke Ridnour 15 stig (5 frák, 5 stoðs), Rashard Lewis 9 stig, Vladimir Radmanovic 8 stig (5 frák), Nick Collison 7 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Mike Bibby 31 stig (7 frák), Kenny Thomas 22 stig (7 frák), Cuttino Mobley 21 stig, Brad Miller 14 stig, Peja Stojakovic 12 stig, Bobby Jackson 9 stig, Corliss Williamson 5 stig.
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira