Chicago 2 - Washington 1 1. maí 2005 00:01 Washington Wizards þurftu á vítamínssprautu að halda fyrir þriðja leikinn við Chicago Bulls í nótt og fengu hana frá stóru strákunum sínum sem fram að þessu höfðu haft hægt um sig í einvíginu. Washington sigraði 117-99, ekki síst fyrir óvænt framlag Etan Thomas í sóknarleiknum og hefur minnkað muninn í 2-1 í seríunni. Hinir svokölluðu "þrír stóru" hjá Washington, Gilbert Arenas, Larry Hughes og Antawn Jamison hafa í allan vetur borið lið Wizards á herðum sér sóknarlega og á því varð raunar engin breyting í nótt. Það sem gerði þó gæfu muninn fyrir liðið var innlegg kraftframherjans Etan Thomas, sem skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst í leiknum og var maðurinn á bak við mikinn sprett sem Wizards tóku á í þriðja leikhlutanum, þegar dró í sundur með liðunum. "Hann var sá leikmaður sem réði úrslitum fyrir þá í kvöld," sagði Ben Gordon hjá Chicago um Etan Thomas. "Hann kom inn með mjög óvænt framlag í sókninni fyrir þá, því þeir eru venjulega að fá þessi stig sín frá öðrum en honum," bætti Gordon við. Lið Chicago gerði út um fyrstu tvo leikina með hetjulegu einstaklingsframtaki, í fyrsta leiknum voru það Ben Gordon og Andres Nocioni sem fóru á kostum og Kirk Hinrich kláraði leik tvö, en í nótt lentu lykilmenn liðsins í villuvandræðum og Wizards nutu þess að vera á heimavelli og náðu að minnka muninn í einvíginu með sigri í algjörum lykilleik. "Það er erfitt að vinna lið þrisvar í röð í þessari deild. Við vorum heppnir að vera inni í leiknum í hálfleik, en svo þegar við fórum að missa lykilleikmenn okkar í villuvandræði undir lokin, fór ég að verða uppiskroppa með leikmenn sem geta klárað svona leiki og það reyndist okkur erfitt, ekki síst á þeirra heimavelli," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago. Fyrstu tveir leikir liðanna í Chicago voru opnir og skemmtilegir á að horfa, þar sem bæði lið fóru mikinn í sóknarleiknum. Lið Washington spýtti loksins í lófana í leiknum í nótt og léku fastar, sem gerði það að verkum að mikill hluti stigaskorsins fór fram á vítalínunni að þessu sinni og því þróaðist þriðji leikurinn nokkuð öðruvísi en hinir tveir. Atkvæðamestir í liði Chicago:Tyson Chandler 15 stig (10 frák, 4 varin), Antonio Davis 13 stig (11 frák), Kirk Hinrich 13 stig, Othella Harrington 12 stig, Chris Duhon 12 stig, Andres Nocioni 12 stig (9 frák), Ben Gordon 8 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 32 stig (7 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 21 stig (8 frák), Larry Hughes 21 stig (7 frák), Etan Thomas 20 stig (9 frák), Michael Ruffin 9 stig, Brendan Haywood 8 stig (9 frák). NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Washington Wizards þurftu á vítamínssprautu að halda fyrir þriðja leikinn við Chicago Bulls í nótt og fengu hana frá stóru strákunum sínum sem fram að þessu höfðu haft hægt um sig í einvíginu. Washington sigraði 117-99, ekki síst fyrir óvænt framlag Etan Thomas í sóknarleiknum og hefur minnkað muninn í 2-1 í seríunni. Hinir svokölluðu "þrír stóru" hjá Washington, Gilbert Arenas, Larry Hughes og Antawn Jamison hafa í allan vetur borið lið Wizards á herðum sér sóknarlega og á því varð raunar engin breyting í nótt. Það sem gerði þó gæfu muninn fyrir liðið var innlegg kraftframherjans Etan Thomas, sem skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst í leiknum og var maðurinn á bak við mikinn sprett sem Wizards tóku á í þriðja leikhlutanum, þegar dró í sundur með liðunum. "Hann var sá leikmaður sem réði úrslitum fyrir þá í kvöld," sagði Ben Gordon hjá Chicago um Etan Thomas. "Hann kom inn með mjög óvænt framlag í sókninni fyrir þá, því þeir eru venjulega að fá þessi stig sín frá öðrum en honum," bætti Gordon við. Lið Chicago gerði út um fyrstu tvo leikina með hetjulegu einstaklingsframtaki, í fyrsta leiknum voru það Ben Gordon og Andres Nocioni sem fóru á kostum og Kirk Hinrich kláraði leik tvö, en í nótt lentu lykilmenn liðsins í villuvandræðum og Wizards nutu þess að vera á heimavelli og náðu að minnka muninn í einvíginu með sigri í algjörum lykilleik. "Það er erfitt að vinna lið þrisvar í röð í þessari deild. Við vorum heppnir að vera inni í leiknum í hálfleik, en svo þegar við fórum að missa lykilleikmenn okkar í villuvandræði undir lokin, fór ég að verða uppiskroppa með leikmenn sem geta klárað svona leiki og það reyndist okkur erfitt, ekki síst á þeirra heimavelli," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago. Fyrstu tveir leikir liðanna í Chicago voru opnir og skemmtilegir á að horfa, þar sem bæði lið fóru mikinn í sóknarleiknum. Lið Washington spýtti loksins í lófana í leiknum í nótt og léku fastar, sem gerði það að verkum að mikill hluti stigaskorsins fór fram á vítalínunni að þessu sinni og því þróaðist þriðji leikurinn nokkuð öðruvísi en hinir tveir. Atkvæðamestir í liði Chicago:Tyson Chandler 15 stig (10 frák, 4 varin), Antonio Davis 13 stig (11 frák), Kirk Hinrich 13 stig, Othella Harrington 12 stig, Chris Duhon 12 stig, Andres Nocioni 12 stig (9 frák), Ben Gordon 8 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 32 stig (7 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 21 stig (8 frák), Larry Hughes 21 stig (7 frák), Etan Thomas 20 stig (9 frák), Michael Ruffin 9 stig, Brendan Haywood 8 stig (9 frák).
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira