Boston 3 - Indiana 4 8. maí 2005 00:01 Félagar Reggie Miller voru ekki á því að láta gamla manninn spila sinn síðasta leik í gærkvöldi, þegar þeir mættu ákveðnir til leiks til Boston í leik 7 og höfðu stórsigur 97-70. Tapið fer í sögubækurnar sem eitt versta tap Boston á heimavelli í úrslitakeppni. Það hefur eflaust verið skrítin tilfinning fyrir Larry Bird að ganga til búningsherbergja með liðsmönnum Indiana í Fleet Center í Boston eftir leikinn í gærkvöldi, eftir að liðið sem hann stýrir í dag var búið að niðurlægja Boston liðið sem hann lék með í áraraðir. Goðsagnir gamla Boston stórveldisins, þeir Bob Cousy og John Havlicek, sem fylgdust með leiknum í gær, hefur eflaust langað til að segja nokkur vel valin orð við Doc Rivers þjálfara liðsins, sem og leikmennina, því þeir urðu sér til háborinnar skammar í gær. Rivers hefur verið gagnrýndur harðlega í einvíginu við Indiana og mikið má vera ef hann heldur starfi sínu eftir þessa útreið, þar sem Boston átti klárlega að vera með sterkara lið en Indiana, en mistókst hrapalega að nýta sér styrkleika sína til að gera út um einvígið. Það má þó ekki taka það af liði Indiana, að þeir gerðu það sem þeir þurftu til að klára seríuna, þrátt fyrir að vera með undirmannað lið í miklum meiðslum. Jermaine O´Neal, þeirra aðal vopn í sóknarleiknum er að leika meiddur á öxl og notar mestmegnis vinstri hendina þegar hann er að brjótast upp að körfunni og hefur meira að segja verið að taka vítaskot með vinstri hendinni til að taka álagið af öxlinni á sér - sem verður að teljast hálf broslegt. Það var aftur liðsheildin sem skóp sigur Indiana í gær, allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum og börðust eins og ljón. Það nægði á móti slöku Boston liði, en það er hætt við að liðið verði að færa leik sinn á enn hærra plan til þess eins að eiga fræðilega möguleika í næstu umferð. Þar mætir liðið erkifjendum sínum í Detroit Pistons og þar má segja að skrattinn hitti ömmu sína, því þar mætast liðin sem slógust eins og hundar og kettir í haust, í sennilega einu ljótasta atviki í sögu amerískra hópíþrótta. Sú viðureign verður í meira lagi athyglisverð, þó ekki væri fyrir annað en að sjá hvernig þessir gömlu kunningjar eiga í skap saman þegar í alvöru úrslitakeppninnar er komið. Atkvæðamestir í liði Boston:Antoine Walker 20 stig, Paul Pierce 19 stig (7 frák), Ricky Davis 8 stig, Gary Payton 7 stig (7 stoðs), Al Jefferson 7 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 24 stig (5 stolnir, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Fred Jones 16 stig, Jermaine O´Neal 15 stig (7 frák, 6 stoðs), Anthony Johnson 13 stig, Jeff Foster 9 stig (12 frák). NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
Félagar Reggie Miller voru ekki á því að láta gamla manninn spila sinn síðasta leik í gærkvöldi, þegar þeir mættu ákveðnir til leiks til Boston í leik 7 og höfðu stórsigur 97-70. Tapið fer í sögubækurnar sem eitt versta tap Boston á heimavelli í úrslitakeppni. Það hefur eflaust verið skrítin tilfinning fyrir Larry Bird að ganga til búningsherbergja með liðsmönnum Indiana í Fleet Center í Boston eftir leikinn í gærkvöldi, eftir að liðið sem hann stýrir í dag var búið að niðurlægja Boston liðið sem hann lék með í áraraðir. Goðsagnir gamla Boston stórveldisins, þeir Bob Cousy og John Havlicek, sem fylgdust með leiknum í gær, hefur eflaust langað til að segja nokkur vel valin orð við Doc Rivers þjálfara liðsins, sem og leikmennina, því þeir urðu sér til háborinnar skammar í gær. Rivers hefur verið gagnrýndur harðlega í einvíginu við Indiana og mikið má vera ef hann heldur starfi sínu eftir þessa útreið, þar sem Boston átti klárlega að vera með sterkara lið en Indiana, en mistókst hrapalega að nýta sér styrkleika sína til að gera út um einvígið. Það má þó ekki taka það af liði Indiana, að þeir gerðu það sem þeir þurftu til að klára seríuna, þrátt fyrir að vera með undirmannað lið í miklum meiðslum. Jermaine O´Neal, þeirra aðal vopn í sóknarleiknum er að leika meiddur á öxl og notar mestmegnis vinstri hendina þegar hann er að brjótast upp að körfunni og hefur meira að segja verið að taka vítaskot með vinstri hendinni til að taka álagið af öxlinni á sér - sem verður að teljast hálf broslegt. Það var aftur liðsheildin sem skóp sigur Indiana í gær, allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum og börðust eins og ljón. Það nægði á móti slöku Boston liði, en það er hætt við að liðið verði að færa leik sinn á enn hærra plan til þess eins að eiga fræðilega möguleika í næstu umferð. Þar mætir liðið erkifjendum sínum í Detroit Pistons og þar má segja að skrattinn hitti ömmu sína, því þar mætast liðin sem slógust eins og hundar og kettir í haust, í sennilega einu ljótasta atviki í sögu amerískra hópíþrótta. Sú viðureign verður í meira lagi athyglisverð, þó ekki væri fyrir annað en að sjá hvernig þessir gömlu kunningjar eiga í skap saman þegar í alvöru úrslitakeppninnar er komið. Atkvæðamestir í liði Boston:Antoine Walker 20 stig, Paul Pierce 19 stig (7 frák), Ricky Davis 8 stig, Gary Payton 7 stig (7 stoðs), Al Jefferson 7 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 24 stig (5 stolnir, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Fred Jones 16 stig, Jermaine O´Neal 15 stig (7 frák, 6 stoðs), Anthony Johnson 13 stig, Jeff Foster 9 stig (12 frák).
NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira