San Antonio 1 - Seattle 0 9. maí 2005 00:01 San Antonio var ekki á þeim buxunum að tapa opnunarleik í einvígi á heimavelli sínum aftur og þegar þeir ná sér á strik eins og gegn Seattle, sem missti tvo af aðalskorurum sínum í meiðsli snemma leiks, þarf ekki að spyrja að leikslokum eins og 103-81 sigur þeirra í nótt ber með sér. Spurs voru grimmir strax í byrjun leiks og Tony Parker skoraði þrjár fyrstu körfur liðsins með gegnumbrotum og þannig skoraði liðið flest sín stig í fyrsta fjórðungnum. Forysta Spurs var þegar orðin þægileg í öðrum leikhluta, þegar þeir Ray Allen og Vladimir Radmanovic sneru báðir á sér ökklann með tveggja mínútna millibili og gátu ekki komið meira við sögu í leiknum. San Antonio náði fljótlega eftir þessa blóðtöku í liði gestanna, yfir 30 stiga forskoti og litu aldrei til baka eftir það. Hinir meiddu leikmenn Seattle fóru báðir í myndatöku eftir leikinn og eru ekki alvarlega meiddir, en það mun taka þá nokkra daga að jafna sig og því er lið Seattle komið í mjög erfiða stöðu í einvígi, sem fyrirfram var álitið þeim erfitt. "Það er okkur mikið áfall að missa Ray Allen, en ég mun gera mitt besta til að fylla í skarð hans eins og aðrir í liðinu," sagði Jerome James hjá Seattle. "Það að missa Allen er þeim mikil blóðtaka, líkt og ef við myndum missa Tim Duncan," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, "Hann er þeim gríðarlega mikilvægur." Robert Horry hjá San Antonio lék sinn 181. leik í úrslitakeppni á ferlinum í gær og komst í níunda sæti yfir leikjahæstu menn í úrslitakeppni frá upphafi. Nick Collison hjá Seattle skoraði þriggja stiga körfu frá vítalínunni á sínum vallarhelmingi þegar flautan gall í lok þriðja leikhluta. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tony Parker 29 stig, Tim Duncan 22 stig (9 frák, 5 stoðs), Glenn Robinson 16 stig (5 frák), Brent Barry 11 stig, Manu Ginobili 10 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Seattle:Rashard Lewis 19 stig, Antonio Daniels 15 stig, Nick Collison 9 stig (7 frák), Ray Allen 8 stig, Luke Ridnour 8 stig, Ronald Murray 6 stig. NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira
San Antonio var ekki á þeim buxunum að tapa opnunarleik í einvígi á heimavelli sínum aftur og þegar þeir ná sér á strik eins og gegn Seattle, sem missti tvo af aðalskorurum sínum í meiðsli snemma leiks, þarf ekki að spyrja að leikslokum eins og 103-81 sigur þeirra í nótt ber með sér. Spurs voru grimmir strax í byrjun leiks og Tony Parker skoraði þrjár fyrstu körfur liðsins með gegnumbrotum og þannig skoraði liðið flest sín stig í fyrsta fjórðungnum. Forysta Spurs var þegar orðin þægileg í öðrum leikhluta, þegar þeir Ray Allen og Vladimir Radmanovic sneru báðir á sér ökklann með tveggja mínútna millibili og gátu ekki komið meira við sögu í leiknum. San Antonio náði fljótlega eftir þessa blóðtöku í liði gestanna, yfir 30 stiga forskoti og litu aldrei til baka eftir það. Hinir meiddu leikmenn Seattle fóru báðir í myndatöku eftir leikinn og eru ekki alvarlega meiddir, en það mun taka þá nokkra daga að jafna sig og því er lið Seattle komið í mjög erfiða stöðu í einvígi, sem fyrirfram var álitið þeim erfitt. "Það er okkur mikið áfall að missa Ray Allen, en ég mun gera mitt besta til að fylla í skarð hans eins og aðrir í liðinu," sagði Jerome James hjá Seattle. "Það að missa Allen er þeim mikil blóðtaka, líkt og ef við myndum missa Tim Duncan," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, "Hann er þeim gríðarlega mikilvægur." Robert Horry hjá San Antonio lék sinn 181. leik í úrslitakeppni á ferlinum í gær og komst í níunda sæti yfir leikjahæstu menn í úrslitakeppni frá upphafi. Nick Collison hjá Seattle skoraði þriggja stiga körfu frá vítalínunni á sínum vallarhelmingi þegar flautan gall í lok þriðja leikhluta. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tony Parker 29 stig, Tim Duncan 22 stig (9 frák, 5 stoðs), Glenn Robinson 16 stig (5 frák), Brent Barry 11 stig, Manu Ginobili 10 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Seattle:Rashard Lewis 19 stig, Antonio Daniels 15 stig, Nick Collison 9 stig (7 frák), Ray Allen 8 stig, Luke Ridnour 8 stig, Ronald Murray 6 stig.
NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira