Phoenix 1 - Dallas 1 12. maí 2005 00:01 Eftir stórsigur Phoenix í fyrsta leik liðanna, voru margir á því að lið Dallas ætti ekki möguleika á að veita þeim keppni í seríunni. Dallas minnti þó rækilega á sig í nótt þegar þeir náðu að sigra í öðrum leiknum í Phoenix 108-106 og jafna metin, ekki síst fyrir góðan leik fyrrum leikmanns Phoenix. Dirk Nowitzki og Michael Finley hjá Dallas voru ekki á því að láta fara svo illa með sig annan leikinn í röð og léku vel í gær. Finley, sem lék sín fyrstu ár í deildinni með Phoenix Suns, var frábær í gær og skoraði 31 stig, auk þess að eiga ágætar rispur í vörninni gegn Amare Stoudemire hjá Suns sem fór mikinn í fyrsta leiknum. Þá var Nowitzki ekki síður mikilvægur á lokasprettinum og setti niður sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok."Ég vildi helst ná að taka mitt uppáhalds skot við endalínuna þarna í restina og þó það hafi ekki litið glæsilega út, datt það og ég er mjög sáttur," sagði Þjóðverjinn. "Ég náði bara nokkrum opnum skotum af því félagar mínir voru að leika mig uppi. Ég nýtti bara þau tækifæri sem ég fékk," sagði Finley, sem er öllum hnútum kunnugur í Arizona. Joe Johnson, leikmaður Phoenix, þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik, eftir grófa villu frá Jerry Stackhouse. Johnson lenti nánast á andlitinu eftir árekstur þeirra og kom ekki meira við sögu í leiknum. Phoenix liðið er með ansi þunnan varamannabekk og má illa við að missa menn í meiðsli, en Johnson hefur ekki misst úr leik í deildinni í 2 ár. Eric Dampier, miðherji Dallas, var skammaður af liðsfélögum sínum eftir hörmulega frammistöðu í fyrsta leiknum, en var öllu sprækari í gær. Hinn dagfarsprúði Nowitzki var fremstur í flokki í gagnrýninni á hinn silalega Dampier, sem var fenginn til Dallas í fyrra fyrir peningana sem félagið hafði eftir að hafa skipt Steve Nash frá félaginu. Eins og svo oft áður í vetur, brást Dampier við gagnrýninni og lék vel. Atkvæðamestir í Dallas:Michael Finley 31 stig (6 frák, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Dirk Nowitzki 23 stig (12 frák), Erick Dampier 15 stig (12 frák), Jason Terry 12 stig, Josh Howard 10 stig, Marquis Daniels 9 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 8 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (16 frák), Steve Nash 23 stig (13 stoðs), Shawn Marion 23 stig (15 frák, 6 varin), Quentin Richardson 12 stig (7 frák), Jimmy Jackson 9 stig (5 stolnir), Joe Johnson 8 stig. NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Eftir stórsigur Phoenix í fyrsta leik liðanna, voru margir á því að lið Dallas ætti ekki möguleika á að veita þeim keppni í seríunni. Dallas minnti þó rækilega á sig í nótt þegar þeir náðu að sigra í öðrum leiknum í Phoenix 108-106 og jafna metin, ekki síst fyrir góðan leik fyrrum leikmanns Phoenix. Dirk Nowitzki og Michael Finley hjá Dallas voru ekki á því að láta fara svo illa með sig annan leikinn í röð og léku vel í gær. Finley, sem lék sín fyrstu ár í deildinni með Phoenix Suns, var frábær í gær og skoraði 31 stig, auk þess að eiga ágætar rispur í vörninni gegn Amare Stoudemire hjá Suns sem fór mikinn í fyrsta leiknum. Þá var Nowitzki ekki síður mikilvægur á lokasprettinum og setti niður sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok."Ég vildi helst ná að taka mitt uppáhalds skot við endalínuna þarna í restina og þó það hafi ekki litið glæsilega út, datt það og ég er mjög sáttur," sagði Þjóðverjinn. "Ég náði bara nokkrum opnum skotum af því félagar mínir voru að leika mig uppi. Ég nýtti bara þau tækifæri sem ég fékk," sagði Finley, sem er öllum hnútum kunnugur í Arizona. Joe Johnson, leikmaður Phoenix, þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik, eftir grófa villu frá Jerry Stackhouse. Johnson lenti nánast á andlitinu eftir árekstur þeirra og kom ekki meira við sögu í leiknum. Phoenix liðið er með ansi þunnan varamannabekk og má illa við að missa menn í meiðsli, en Johnson hefur ekki misst úr leik í deildinni í 2 ár. Eric Dampier, miðherji Dallas, var skammaður af liðsfélögum sínum eftir hörmulega frammistöðu í fyrsta leiknum, en var öllu sprækari í gær. Hinn dagfarsprúði Nowitzki var fremstur í flokki í gagnrýninni á hinn silalega Dampier, sem var fenginn til Dallas í fyrra fyrir peningana sem félagið hafði eftir að hafa skipt Steve Nash frá félaginu. Eins og svo oft áður í vetur, brást Dampier við gagnrýninni og lék vel. Atkvæðamestir í Dallas:Michael Finley 31 stig (6 frák, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Dirk Nowitzki 23 stig (12 frák), Erick Dampier 15 stig (12 frák), Jason Terry 12 stig, Josh Howard 10 stig, Marquis Daniels 9 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 8 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (16 frák), Steve Nash 23 stig (13 stoðs), Shawn Marion 23 stig (15 frák, 6 varin), Quentin Richardson 12 stig (7 frák), Jimmy Jackson 9 stig (5 stolnir), Joe Johnson 8 stig.
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira