Detroit 1 - Indiana 1 12. maí 2005 00:01 Vængbrotið lið Indiana Pacers ætlar ekki að hætta að koma á óvart og í nótt gerðu þeir sér lítið fyrir og lögðu meistara Detroit á þeirra heimavelli, 92-83. Staðan í envígi liðanna er nú orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í Indiana, þar sem liðinu hefur reyndar ekki gengið neitt sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Detroit virtist vera á sömu keyrslu í leiknum í gær og leiddu í hálfleiknum, þannig að fátt benti til þess að liðið tapaði leiknum. Það var þó helst gamla brýnið Reggie Miller sem var maðurinn á bak við góða rispu Pacers í síðari hálfleiknum, þar sem hann skoraði 15 stig og átti alltaf svar við áhlaupum meistaranna. Þá má ekki gleyma Jeff Foster, miðherja Pacers, sem átti líklega besta leik sinn á ferlinum með því að skora 14 stig og hirða 20 fráköst. "Ég efast um að nokkurt lið hafi farið í gegn um eins mikið mótlæti og við höfum mætt í vetur, en okkar takmark er það sama og það hefur verið. Við ætlum í úrslitin og við ætlum að vinna titilinn," sagði Jermaine O´Neal, leikmaður Indiana. "Þeir eru harðir þessir strákar. Þeir hafa þurft að þola ýmislegt í vetur, en þegar á móti blæs, berjast þeir til síðasta manns," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem var stoltur af sínum mönnum. "Þeir gerðu alla litlu hlutina sem við gerðum í fyrsta leiknum. Þeir börðust um hvern bolta og gerðu það sem þeir þurftu að gera til að vinna," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem eitt sinn þjálfaði lið Indiana og er því öllum hnútum kunnugur hjá liðinu - ekki síst því hversu góður leikmaður Reggie Miller er. "Hann var frábær þegar leikurinn var í járnum," sagði Brown. Atkvæðamestir hjá Detroit:Tayshaun Prince 24 stig (9 frák, 7 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Rasheed Wallace 14 stig, Chauncey Billups 13 stig (10 stoðs), Antonio McDyess 8 stig, Ben Wallace 3 stig (16 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (10 frák, 5 varin), Reggie Miller 19 stig, Jeff Foster 14 stig (20 frák), Stephen Jackson 13 stig, Jamaal Tinsley 12 stig (13 stoðs, 7 frák). NBA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sjá meira
Vængbrotið lið Indiana Pacers ætlar ekki að hætta að koma á óvart og í nótt gerðu þeir sér lítið fyrir og lögðu meistara Detroit á þeirra heimavelli, 92-83. Staðan í envígi liðanna er nú orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í Indiana, þar sem liðinu hefur reyndar ekki gengið neitt sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Detroit virtist vera á sömu keyrslu í leiknum í gær og leiddu í hálfleiknum, þannig að fátt benti til þess að liðið tapaði leiknum. Það var þó helst gamla brýnið Reggie Miller sem var maðurinn á bak við góða rispu Pacers í síðari hálfleiknum, þar sem hann skoraði 15 stig og átti alltaf svar við áhlaupum meistaranna. Þá má ekki gleyma Jeff Foster, miðherja Pacers, sem átti líklega besta leik sinn á ferlinum með því að skora 14 stig og hirða 20 fráköst. "Ég efast um að nokkurt lið hafi farið í gegn um eins mikið mótlæti og við höfum mætt í vetur, en okkar takmark er það sama og það hefur verið. Við ætlum í úrslitin og við ætlum að vinna titilinn," sagði Jermaine O´Neal, leikmaður Indiana. "Þeir eru harðir þessir strákar. Þeir hafa þurft að þola ýmislegt í vetur, en þegar á móti blæs, berjast þeir til síðasta manns," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem var stoltur af sínum mönnum. "Þeir gerðu alla litlu hlutina sem við gerðum í fyrsta leiknum. Þeir börðust um hvern bolta og gerðu það sem þeir þurftu að gera til að vinna," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem eitt sinn þjálfaði lið Indiana og er því öllum hnútum kunnugur hjá liðinu - ekki síst því hversu góður leikmaður Reggie Miller er. "Hann var frábær þegar leikurinn var í járnum," sagði Brown. Atkvæðamestir hjá Detroit:Tayshaun Prince 24 stig (9 frák, 7 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Rasheed Wallace 14 stig, Chauncey Billups 13 stig (10 stoðs), Antonio McDyess 8 stig, Ben Wallace 3 stig (16 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (10 frák, 5 varin), Reggie Miller 19 stig, Jeff Foster 14 stig (20 frák), Stephen Jackson 13 stig, Jamaal Tinsley 12 stig (13 stoðs, 7 frák).
NBA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sjá meira