Phoenix 2 - Dallas 1 14. maí 2005 00:01 Það var sannkölluð flugeldasýning í Dallas í nótt, þar sem stórskotalið Phoenix Suns kom í heimsókn og vann góðan 119-102 sigur og hefur náð forystu í envígi liðanna á ný. Áskrifendur Sýnar fengu að verða vitni að leiknum í nótt, sem var frábær á að horfa og gefur góð fyrirheit á restina af úrslitakeppninni. Amare Stoudemire og Steve Nash fóru hreinlega á kostum í leiknum í nótt, þar sem eins og við hér á Vísi höfðum lofað, sóknarleikurinn var í fyrirrúmi og tilþrifin glæsileg. Stoudemire skoraði 37 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot fyrir Phoenix og Nash var sínum gömlu félögum erfiður, skoraði 27 stig og átti 17 stoðsendingar. Dirk Nowitzki náði sér aldrei á strik í leiknum fyrir Dallas, sem þrátt fyrir að vera með góða breidd, þarf mikið á góðu framlagi frá honum að halda. Eins og áður sagði var lítið um varnir í leiknum og raunar var varnarleikurinn á tíðum skelfilegur og þá sérstaklega hjá Dallas. Það var ótrúlegt að fylgjast með Amare Stoudemire í fyrrihálfleiknum í nótt, þar sem hann fór mikinn og skoraði megnið af 37 stigum sínum. Hann tróð boltanum alls átta sinnum í leiknum, sem er ótrúlegt og oft á tíðum var drengurinn með hálfann búkinn yfir körfuhringnum. Stoudemire tróð miskunnarlaust yfir leikmenn Dallas, hvern af öðrum, en liðið hefur engann leikmann sem á möguleika í hann, eins og sést á tölfræði hans í einvíginu. Stoudemire er með yfir 35 stig að meðaltali í leik í seríunni og um 15 fráköst, sem er ótrúleg tölfræði og ef hann fær að leika svona lausum hala áfram, verður erfitt fyrir Dallas að vinna einvígið. Steve Nash var sömuleiðis frábær í leiknum og voru stoðsendingarnar sautján persónulegt met hans í úrslitakeppni. Shawn Marion var liðinu líka gríðarlega mikilvægur með hittni sinni úr langskotunum, en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Atkvæðamestir hjá liði Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (13 frák), Jerry Stackhouse 20 stig (7 frák), Josh Howard 15 stig, Jason Terry 14 stig (9 frák, 7 stoðs), Marquis Daniels 13 stig, Michael Finley 11 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (14 frák, 5 varin, 8 troðslur), Steve Nash 27 stig (17 stoðs), Shawn Marion 21 stig (9 frák), Jimmy Jackson 17 stig (8 frák), Quentin Richardson 12 stig. NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira
Það var sannkölluð flugeldasýning í Dallas í nótt, þar sem stórskotalið Phoenix Suns kom í heimsókn og vann góðan 119-102 sigur og hefur náð forystu í envígi liðanna á ný. Áskrifendur Sýnar fengu að verða vitni að leiknum í nótt, sem var frábær á að horfa og gefur góð fyrirheit á restina af úrslitakeppninni. Amare Stoudemire og Steve Nash fóru hreinlega á kostum í leiknum í nótt, þar sem eins og við hér á Vísi höfðum lofað, sóknarleikurinn var í fyrirrúmi og tilþrifin glæsileg. Stoudemire skoraði 37 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot fyrir Phoenix og Nash var sínum gömlu félögum erfiður, skoraði 27 stig og átti 17 stoðsendingar. Dirk Nowitzki náði sér aldrei á strik í leiknum fyrir Dallas, sem þrátt fyrir að vera með góða breidd, þarf mikið á góðu framlagi frá honum að halda. Eins og áður sagði var lítið um varnir í leiknum og raunar var varnarleikurinn á tíðum skelfilegur og þá sérstaklega hjá Dallas. Það var ótrúlegt að fylgjast með Amare Stoudemire í fyrrihálfleiknum í nótt, þar sem hann fór mikinn og skoraði megnið af 37 stigum sínum. Hann tróð boltanum alls átta sinnum í leiknum, sem er ótrúlegt og oft á tíðum var drengurinn með hálfann búkinn yfir körfuhringnum. Stoudemire tróð miskunnarlaust yfir leikmenn Dallas, hvern af öðrum, en liðið hefur engann leikmann sem á möguleika í hann, eins og sést á tölfræði hans í einvíginu. Stoudemire er með yfir 35 stig að meðaltali í leik í seríunni og um 15 fráköst, sem er ótrúleg tölfræði og ef hann fær að leika svona lausum hala áfram, verður erfitt fyrir Dallas að vinna einvígið. Steve Nash var sömuleiðis frábær í leiknum og voru stoðsendingarnar sautján persónulegt met hans í úrslitakeppni. Shawn Marion var liðinu líka gríðarlega mikilvægur með hittni sinni úr langskotunum, en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Atkvæðamestir hjá liði Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (13 frák), Jerry Stackhouse 20 stig (7 frák), Josh Howard 15 stig, Jason Terry 14 stig (9 frák, 7 stoðs), Marquis Daniels 13 stig, Michael Finley 11 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (14 frák, 5 varin, 8 troðslur), Steve Nash 27 stig (17 stoðs), Shawn Marion 21 stig (9 frák), Jimmy Jackson 17 stig (8 frák), Quentin Richardson 12 stig.
NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira