Indiana-Detroit á Sýn í kvöld 15. maí 2005 00:01 Körfuboltaveislan heldur áfram í sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar við fáum að fylgjast með fjórða leik Indiana Pacers og Detroit Pistons í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar, þar sem Indiana leiðir mjög óvænt 2-1. Fæstir bjuggust við að Indiana næði að velgja meisturunum undir uggum í seríunni og flestir voru meira að segja farnir að hlakka til að fylgjast með einvígi Miami og Detroit í úrslitum austurdeildarinnar. Lið Indiana hefur sett stórt strik í reikninginn hvað þetta varðar og hefur þaggað niður í öllum gagnrýnendum sínum allar götur síðan þeir slógust við leikmenn Pistons í haust. Reggie Miller hefur leitt sýna menn áfram í gegn um hverja hindrunina á fætur annari og þrátt fyrir að þeir Jermaine O´Neal og Jamaal Tinsley hafi verið að leika meiddir og Ron Artest sé í leikbanni, hefur liðið komið gríðarlega á óvart og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Enginn bjóst við að Indiana myndi vinna fleiri en einn eða tvo leiki gegn Detroit, en liðið hefur nú náð heimavallarréttinum af meisturunum og getur komið sér í afar þægilega stöðu með sigri á heimavelli sínum í kvöld. Lið Detroit virðist vera í miklum vandræðum þessa dagana og þó Richard Hamilton eigi í smávægilegum meiðslum, dugar það liðinu hvergi sem afsökun fyrir því að vera lentir undir gegn liði sem á ekki að vera þeim mikil hindrun á pappírunum. Leikurinn í kvöld er því alger lykilleikur fyrir bæði lið og okkar spá er sú að liðið sem vinnur í kvöld, verði það lið sem vinnur seríuna og fer í úrslit austursins. Litlir kærleikar eru á milli þessara liða eins og flestir vita og mikið má vera ef sýður ekki uppúr á einhverjum tímapunkti í leiknum í kvöld, því meistararnir vilja eflaust láta finna fyrir sér og sýna hvers þeir eru megnugir. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 19:30. NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Körfuboltaveislan heldur áfram í sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar við fáum að fylgjast með fjórða leik Indiana Pacers og Detroit Pistons í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar, þar sem Indiana leiðir mjög óvænt 2-1. Fæstir bjuggust við að Indiana næði að velgja meisturunum undir uggum í seríunni og flestir voru meira að segja farnir að hlakka til að fylgjast með einvígi Miami og Detroit í úrslitum austurdeildarinnar. Lið Indiana hefur sett stórt strik í reikninginn hvað þetta varðar og hefur þaggað niður í öllum gagnrýnendum sínum allar götur síðan þeir slógust við leikmenn Pistons í haust. Reggie Miller hefur leitt sýna menn áfram í gegn um hverja hindrunina á fætur annari og þrátt fyrir að þeir Jermaine O´Neal og Jamaal Tinsley hafi verið að leika meiddir og Ron Artest sé í leikbanni, hefur liðið komið gríðarlega á óvart og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Enginn bjóst við að Indiana myndi vinna fleiri en einn eða tvo leiki gegn Detroit, en liðið hefur nú náð heimavallarréttinum af meisturunum og getur komið sér í afar þægilega stöðu með sigri á heimavelli sínum í kvöld. Lið Detroit virðist vera í miklum vandræðum þessa dagana og þó Richard Hamilton eigi í smávægilegum meiðslum, dugar það liðinu hvergi sem afsökun fyrir því að vera lentir undir gegn liði sem á ekki að vera þeim mikil hindrun á pappírunum. Leikurinn í kvöld er því alger lykilleikur fyrir bæði lið og okkar spá er sú að liðið sem vinnur í kvöld, verði það lið sem vinnur seríuna og fer í úrslit austursins. Litlir kærleikar eru á milli þessara liða eins og flestir vita og mikið má vera ef sýður ekki uppúr á einhverjum tímapunkti í leiknum í kvöld, því meistararnir vilja eflaust láta finna fyrir sér og sýna hvers þeir eru megnugir. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 19:30.
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira