San Antonio 2 - Seattle 2 16. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Martröð Gregg Popovich, þjálfara San Antonio, varð að veruleika í nótt, þegar lið Seattle kom tvíeflt til leiks í fjarveru Rashard Lewis vegna meiðsla og náði að jafna metin í einvíginu við San Antonio í 2-2 með góðum sigri 101-89 á heimavelli sínum. Popovich hafði fyrir leikinn spáð því að fjarvera Lewis, sem er brákaði tá á fæti sínum í þriðja leiknum, myndi verða til þess að heimamenn þjöppuðu sér saman og lyftu leik sínum á hærra plan. Menn þóttu hann taka djúpt í árina með þessum ummælum sínum og fæstir voru á því að Sonics yrðu Spurs mikil hindrun án Lewis, en annað kom á daginn. Luke Ridnour, leikstjórnandi Sonics, fór hamförum í þriðja leikhlutanum í nótt, hitti öllum 7 skotum sínum í leikhlutanum og skoraði þar 15 af 20 stigum sínum í leiknum. Ridnour, ásamt varamanninum Damien Wilkins, voru mennirnir á bak við nokkuð öruggan sigur heimamanna í gær og nú hafa þeir jafnað metin í seríunni. Ray Allen var frábær í liði Seattle að venju og skoraði 32 stig, auk þess sem hann tókst á við Bruce Bowen hjá Spurs með þeim afleiðingum að báðir fengu tæknivillu. Einvígi þeirra er smátt og smátt að hitna og óvíst að Allen fái góðar viðtökur þegar liðin fara aftur niður til Texas og leika fimmta leikinn. Tim Duncan var allt í öllu í liði Spurs í leiknum og skoraði 35 stig og hirti 10 fráköst, en félagar hans voru ekki jafn grimmir í sóknarleiknum og nú þurfa þeir að byrja upp á nýtt, eftir að hafa náð öruggri 2-0 forystu í einvíginu. "Þetta er martröð þjálfara þegar liðið sem keppir á móti þér verður fyrir svona blóðtöku. Maður reynir að segja strákunum að halda haus, en það er eins og þeir slaki ómeðvitað á þegar vantar lykilmenn í lið andstæðinganna og þeir koma helmingi grimmari til leiks", sagði Popovich eftir leikinn. "Stóru strákarnir okkar stóðu sig mjög vel í vörninni og það voru þeir sem voru kveikjan að öllum hraðaupphlaupunum sem skópu sigurinn í þriðja leikhlutanum," sagði ánægður þjálfari Seattle, Nate McMillan. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 32 stig, Luke Ridnour 20 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 19 stig (7 stoðs), Damien Wilkins 15 stig (6 frák, 5 stolnir).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 35 stig (10 frák), Manu Ginobili 15 stig (7 frák), Tony Parker 12 stig (5 stoðs), Glenn Robinson 7 stig, Beno Udrih 6 stig. NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Martröð Gregg Popovich, þjálfara San Antonio, varð að veruleika í nótt, þegar lið Seattle kom tvíeflt til leiks í fjarveru Rashard Lewis vegna meiðsla og náði að jafna metin í einvíginu við San Antonio í 2-2 með góðum sigri 101-89 á heimavelli sínum. Popovich hafði fyrir leikinn spáð því að fjarvera Lewis, sem er brákaði tá á fæti sínum í þriðja leiknum, myndi verða til þess að heimamenn þjöppuðu sér saman og lyftu leik sínum á hærra plan. Menn þóttu hann taka djúpt í árina með þessum ummælum sínum og fæstir voru á því að Sonics yrðu Spurs mikil hindrun án Lewis, en annað kom á daginn. Luke Ridnour, leikstjórnandi Sonics, fór hamförum í þriðja leikhlutanum í nótt, hitti öllum 7 skotum sínum í leikhlutanum og skoraði þar 15 af 20 stigum sínum í leiknum. Ridnour, ásamt varamanninum Damien Wilkins, voru mennirnir á bak við nokkuð öruggan sigur heimamanna í gær og nú hafa þeir jafnað metin í seríunni. Ray Allen var frábær í liði Seattle að venju og skoraði 32 stig, auk þess sem hann tókst á við Bruce Bowen hjá Spurs með þeim afleiðingum að báðir fengu tæknivillu. Einvígi þeirra er smátt og smátt að hitna og óvíst að Allen fái góðar viðtökur þegar liðin fara aftur niður til Texas og leika fimmta leikinn. Tim Duncan var allt í öllu í liði Spurs í leiknum og skoraði 35 stig og hirti 10 fráköst, en félagar hans voru ekki jafn grimmir í sóknarleiknum og nú þurfa þeir að byrja upp á nýtt, eftir að hafa náð öruggri 2-0 forystu í einvíginu. "Þetta er martröð þjálfara þegar liðið sem keppir á móti þér verður fyrir svona blóðtöku. Maður reynir að segja strákunum að halda haus, en það er eins og þeir slaki ómeðvitað á þegar vantar lykilmenn í lið andstæðinganna og þeir koma helmingi grimmari til leiks", sagði Popovich eftir leikinn. "Stóru strákarnir okkar stóðu sig mjög vel í vörninni og það voru þeir sem voru kveikjan að öllum hraðaupphlaupunum sem skópu sigurinn í þriðja leikhlutanum," sagði ánægður þjálfari Seattle, Nate McMillan. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 32 stig, Luke Ridnour 20 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 19 stig (7 stoðs), Damien Wilkins 15 stig (6 frák, 5 stolnir).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 35 stig (10 frák), Manu Ginobili 15 stig (7 frák), Tony Parker 12 stig (5 stoðs), Glenn Robinson 7 stig, Beno Udrih 6 stig.
NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira