Detroit 4 - Indiana 2 20. maí 2005 00:01 Það var tilfinningaþrungin stund í Indianapolis í gærkvöldi þegar Detroit Pistons sigruðu Indiana Pacers með 88 stigum gegn 79 og tryggðu sér sæti í úrslitum austurdeildarinnar. Leikurinn var síðasti leikur Reggie Miller á átján ára ferli í deildinni og hann lauk honum eins og honum einum er lagið. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 27 stig og háði mikið einvígi við Rip Hamilton, sem margir kalla eftirmann hans í deildinni, því leikstíll þeirra er um margt líkur. Hamilton átti nánast nákvæmlega eins leik og sá gamli, en skoraði þó megnið að stigum sínum í síðari hálfleiknum, þegar Pistons náðu að klára dæmið. Lokamínútur leiksins voru mjög tilfinningaþrungnar og þegar úrslit leiksins voru ráðin, gengu leikmenn beggja liða inn á völlinn til að kveðja hina gömlu hetju að hætti hússins. "Þetta var sérstök stund. Ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem mótherjarnir gengu til andstæðings síns og hylltu hann. Hann lék ótrúlega í nótt á miðað mann á hans aldri." Áhorfendur í höllinni stóðu allir á fætur í lokin og hrópuðu "Reggie-Reggie" eins og siður hefur verið síðustu 10 árin eða svo, þegar kappinn er að leika vel. Hrópin breyttust þvínæst í "eitt ár enn- eitt ár enn". Ólíklegt verður að teljast að þeim verði að ósk sinni, því þetta átján ára ævintýri í Indiana er senn á enda og eftir liggur langur og glæsilegur ferill eins litríkasta leikmanns deildarinnar á síðustu 20 árum. "Þetta var bæði súrt og sætt í kvöld. Ég náði loksins að hitta þokkalega, en þeir Rip og Chauncey skutu okkur í kaf og áttu alltaf svar við okkur. Svona eru meistaralið. Ég get ekki lýst því með orðum hvað mér þykir vænt um aðdáendur Indiana liðsins. Við áttum sameiginlegt takmark og því miður náði ég ekki að vinna titilinn með fólkinu hérna, en þetta hefur verið ógleymanlegur tími," sagði Reggie Miller í lok leiksins. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 28 stig (6 frák), Chauncey Billups 23 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (11 frák), Tayshaun Prince 11 stig (8 frák), Ben Wallace 4 stig (11 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 27 stig (hitti úr 11 af 16 skotum), Jermaine O´Neal 22 stig (11 frák), Jeff Foster 12 stig (6 frák), Stephen Jackson 6 stig (6 frák). NBA Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
Það var tilfinningaþrungin stund í Indianapolis í gærkvöldi þegar Detroit Pistons sigruðu Indiana Pacers með 88 stigum gegn 79 og tryggðu sér sæti í úrslitum austurdeildarinnar. Leikurinn var síðasti leikur Reggie Miller á átján ára ferli í deildinni og hann lauk honum eins og honum einum er lagið. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 27 stig og háði mikið einvígi við Rip Hamilton, sem margir kalla eftirmann hans í deildinni, því leikstíll þeirra er um margt líkur. Hamilton átti nánast nákvæmlega eins leik og sá gamli, en skoraði þó megnið að stigum sínum í síðari hálfleiknum, þegar Pistons náðu að klára dæmið. Lokamínútur leiksins voru mjög tilfinningaþrungnar og þegar úrslit leiksins voru ráðin, gengu leikmenn beggja liða inn á völlinn til að kveðja hina gömlu hetju að hætti hússins. "Þetta var sérstök stund. Ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem mótherjarnir gengu til andstæðings síns og hylltu hann. Hann lék ótrúlega í nótt á miðað mann á hans aldri." Áhorfendur í höllinni stóðu allir á fætur í lokin og hrópuðu "Reggie-Reggie" eins og siður hefur verið síðustu 10 árin eða svo, þegar kappinn er að leika vel. Hrópin breyttust þvínæst í "eitt ár enn- eitt ár enn". Ólíklegt verður að teljast að þeim verði að ósk sinni, því þetta átján ára ævintýri í Indiana er senn á enda og eftir liggur langur og glæsilegur ferill eins litríkasta leikmanns deildarinnar á síðustu 20 árum. "Þetta var bæði súrt og sætt í kvöld. Ég náði loksins að hitta þokkalega, en þeir Rip og Chauncey skutu okkur í kaf og áttu alltaf svar við okkur. Svona eru meistaralið. Ég get ekki lýst því með orðum hvað mér þykir vænt um aðdáendur Indiana liðsins. Við áttum sameiginlegt takmark og því miður náði ég ekki að vinna titilinn með fólkinu hérna, en þetta hefur verið ógleymanlegur tími," sagði Reggie Miller í lok leiksins. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 28 stig (6 frák), Chauncey Billups 23 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (11 frák), Tayshaun Prince 11 stig (8 frák), Ben Wallace 4 stig (11 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 27 stig (hitti úr 11 af 16 skotum), Jermaine O´Neal 22 stig (11 frák), Jeff Foster 12 stig (6 frák), Stephen Jackson 6 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira